Fréttablaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 64
Fréttablaðið fjallaði á
dögunum um greiðslur til handa
A-landsliðsmönnum Íslands í
karla- og kvennaflokki. Í úttekt
blaðsins kom í ljós gífurlegur
munur á greiðslum til karla- og
kvennaliðanna. Geir Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við
Fréttablaðið á þeim tíma að
greiðslurnar væru trúnaðarmál.
Eftir birtingu fréttar Fréttablaðs-
ins gaf KSÍ út yfirlýsingu þar sem
stendur orðrétt: „Þær litlu tekjur
sem þó hafa fengist hafa verið í
formi styrkja sem hvergi nærri
hafa staðið undir rekstrinum.
Kostnaður við rekstur A landsliðs
kvenna og þriggja yngri landsliða
kvenna er að mestu greiddur af
tekjum A landsliðs karla.“
Í kjölfar yfirlýsingarinnar sendi
Fréttablaðið formlega fyrirspurn
til Geirs þar sem meðal annars
var farið fram á að fá upplýsingar
um hversu háir styrkir frá FIFA
og UEFA til handa íslenska
kvennalandsliðinu væru enda
fylgir enginn rökstuðningur yfir-
lýsingu KSÍ. Í ársreikningi KSÍ
fyrir árið 2005 kemur fram að
UEFA-styrkurinn er tæpar 56
milljónir króna og FIFA-styrkur-
inn er tæpar 16 milljónir. Samtals
rúmlega 70 milljónir króna.
Í fyrirspurninni var einnig
spurt hverjir væru styrktaraðilar
kvennalandsliðsins og hversu hátt
framlag þeirra styrktaraðila væri
á ársgrundvelli.
Samstarfsaðilar KSÍ eru fjöl-
margir og í fyrirspurninni var því
spurt hvort samstarfsaðilarnir,
sem eru titlaðir samstarfsaðilar
KSÍ á heimasíðu sambandsins,
væru eingöngu að styrkja karla-
landsliðið eða hvort peningar frá
þessum opinberu samstarfsaðil-
um væru hugsaðir til handa öllum
landsliðum Íslands eða rekstri
KSÍ yfir höfuð.
Í liðnum „styrkir og framlög“ í
ársreikningi KSÍ fyrir árið 2005
kemur fram að „ýmsir styrkir“
eru tæplega 35 milljónir króna.
KSÍ fékk síðan rúmar 16 milljónir
króna frá Íþrótta- og ólympíusam-
bandi Íslands, ÍSÍ, fyrir árið 2005.
Heildarupphæð þessara styrkja
fyrir árið 2005 er vel yfir 120
milljónum króna og því er spurn-
ingin sú hversu mikið af styrkt-
arfénu rennur til kvennalandslið-
anna sem virðast vera nær
eingöngu rekin á styrkjum sam-
kvæmt yfirlýsingu KSÍ. Fyrir-
spurninni, sem var send tvívegis á
Geir, var ekki svarað.
Rekstur A-landsliðs kvenna
árið 2005 kostaði rúmar 10 millj-
ónir króna og heildarkostnaður
við öll kvennalandsliðin sama ár
var rúmlega 21 milljón króna.
Til samanburðar má geta þess
að rekstur við U-17 ára landslið
karla var ögn hærri en rekstur A-
landsliðs kvenna. Kostnaður við
A-landslið karla var tæplega 63
milljónir króna.
Þess má síðan geta að skrif-
stofu- og nefndakostnaður Knatt-
spyrnusambandsins árið 2005 var
yfir 38 milljónum króna.
Eins og áður segir sá fram-
kvæmdastjóri Knattspyrnusam-
bandsins, Geir Þorsteinsson, sér
ekki fært að svara fyrirspurn
Fréttablaðsins í gegnum tölvu-
póst.
Geir svaraði síma í gær en
spurður neitaði hann að svara
spurningum blaðamanns í málinu
þar sem hann sagðist ósáttur við
vinnubrögð undirritaðs. Hann
sagði yfirlýsinguna segja allt sem
segja þurfi í málinu. Jafnvel þótt
yfirlýsingin sé ekki rökstudd á
nokkurn hátt.
Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, neitar að gefa upp hversu mikið af styrktarfé KSÍ rennur til
handa kvennalandsliðinu sem KSÍ segir vera rekið á styrkjum. Styrkir og framlög til KSÍ árið 2005 voru vel
yfir 120 milljónum króna en sama ár kostaði rekstur A-landsliðs kvenna rúmar 10 milljónir króna.
Ætlum að valta yfir bikarmeistarana
S T Á L P L U S : S : 5 4 4 8 8 0 0 : W W W . S T A L P L U S . I S
Góð vara á fínu verði:
Ódýr gæðavara fyrir fiskiðnað framleidd I verksmiðju okkar í Lettlandi. m.a.
handflökunarlínur, allar tegundir færibanda, karahvolfur, pönnurekkar og
sprautusöltunarvél, afkastamikil vél sem hefur komið vel út í fiskvinnslu hér
á landi. Hönnum vinnslulínur og tæki í samráði við kaupendur:
Það var boðið upp á
mikla skemmtun í íþróttahúsi
Kennaraháskólans þar sem
Stúdínur tóku á móti Grindavík.
Eftir venjulegan leiktíma stóðu
leikar jafnir, 60-60, og þurfti því
að framlengja leikinn. Þar voru
aðeins skoruð sex stig en Hildur
Sigurðardóttir skoraði sigurkörf-
una fyrir Grindavík á lokamínút-
unni.
ÍS kom reyndar mjög á óvart
með því að taka forystuna eftir
fyrsta leikhluta, 23-9. Grindavík-
urstúlkur réttu úr kútnum og
náðu forystunni fyrir hálfleik.
Þetta er annar leikurinn í röð
sem leikmenn ÍS lenda í fram-
lengingu en liðið vann Breiðablik
á fimmtudaginn eftir tvær
framlengingar. Árangur liðsins er
því góður í ljósi þess að enginn
bandarískur leikmaður er í liðinu
og hópurinn telur einungis sjö
leikmenn.
Sömuleiðis er athyglisvert að
Þórunn Bjarnadóttir hefur að
meðaltali í vetur leikið rúmlega
40 mínútur í leik.
Aftur fram-
lengt hjá ÍS
Iceland Express deild kv.
Jose Reina segir að leik-
menn Liverpool séu búnir að
afskrifa möguleika sína á því að
vinna enska meistaratitilinn, en
hafi þess í stað sett stefnuna á að
tryggja sér sæti í Meistaradeild-
inni á næsta keppnistímabili.
„Við stefnum á að ná fjórða
sætinu núna og verðum að berjast
fyrir því. Það er líklega að verða
óraunhæft að ætla okkur að vinna
deildina vegna þess forskots sem
Manchester United og Chelsea eru
búin að ná. Við ætlum okkur hins
vegar að tryggja okkur Meistara-
deildarsætið og ég er ekki frá því
að við séum betra lið í Meistara-
deildinni en í ensku úrvalsdeild-
inni.“
Liverpool tapaði fyrir Arsenal
um helgina, 3-0, og situr sem
stendur í níunda sæti ensku
úrvalsdeildarinnar.
Stefnum á fjórða sætið