Fréttablaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 66
 Mál Helga Sigurðssonar er enn í algjörum hnút og sér ekki fyrir endann á því. Helgi fór fram á að verða leystur undan samningi en Fram neitaði þeirri bón Helga. Neituninni hefur Helgi svarað með því að mæta ekki á æfingar hjá félaginu. Hann hefur enn engar skýringar gefið á fjarveru sinni. „Ég talaði við Helga þegar ég skrifaði undir en þá var málið komið upp. Ég hef ekkert heyrt frá honum síðan. Ég veit ekki hvernig málið fer. Ég væri til í að halda honum en það er spurning hvort einhverjum sé greiði gerður með því úr þessu,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fram, en heyra mátti að hann var ekkert sérstak- lega ánægður með framgöngu framherjans í málinu. „Leikmenn verða að gera sér grein fyrir því að þegar þeir skrifa undir samninga þá virkar það bara ekkert á eina vegu. Leikmönnum finnst oft helvíti hart þegar félög- in ætla að standa á sínu og telja svo eðlilegt að þeir fái að fara að vild.“ Það eru um tvær vikur síðan Fram-strákarnir byrjuðu að æfa undir stjórn Ólafs og þjálfarinn segir að Helgi sé enn velkominn á æfingar þótt hann sé búinn að skrópa hingað til. „Dyrnar standa enn opnar frá mínum bæjardyrum séð,“ sagði Ólafur en mun hann sætta sig við það að Helgi verði seldur til ann- ars félags hér á landi? „Það er ákvörðun stjórnarinnar og hefur ekkert með mig að gera. Auðvitað er ekkert gott að missa fyrirliðann en það getur verið betra að vera án hans en að hafa hann fúlan inni á vellinum. Leikmaður sem óskar eftir því að vera ekki í félaginu skilar sjálfsagt engu fyrir það. Maður veit samt aldrei hvað ger- ist og það er annarra en mín að leysa þetta mál. Ég einbeiti mér að þjálfuninni með þann mannskap sem mætir á æfingar,“ sagði Ólaf- ur Þórðarson, þjálfari Fram. Ólafur Þórðarson, þjálfari Fram, segir að dyrnar standi enn opnar fyrir fram- herjann Helga Sigurðsson þótt hann sé ekki enn farinn að láta sjá sig á æfing- um félagsins og gefi engar skýringar á fjarverunni. E N N E M M / S ÍA / N M 2 12 0 2 Wayne Rooney, leikmaður Manchester United og enska lands- liðsins, hefur komist í kast við lögin vegna slagsmála sem áttu sér stað að næturlagi fyrir utan skemmti- stað að nafni Panacea í Manchest- er. Lögreglan tilkynnti í gær að hún hygðist yfirheyra Rooney vegna málsins. Atvikið átti sér stað 15. október síðastliðinn. Dagblaðið The People greindi frá því á sunnudag að Rooney hefði verið að fagna því að velski hnefa- leikakappinn Joe Calzaghe hefði haldið WBO-heimsmeistaratign sinni í ofurmillivigt eftir sigur í bardaga sem haldinn var í borginni fyrr um kvöldið. Mun Rooney hafa lent saman við ljósmyndara á leið sinni frá skemmtistaðnum. Lögreglan sagði að Rooney hefði ekki verið handtekinn vegna málsins og að ljósmyndarinn hefði ekki þurft að leita til læknis eftir atvikið. Hann hafi þó tilkynnt það til lögreglu. Er þetta ekki í fyrsta skiptið sem lögreglan þarf að hafa afskipti af Rooney vegna slagsmála en í mars síðastliðnum rannsakaði lög- reglan meinta árás Rooney á námsmann á skemmtistað í borg- inni. Sá ákvað að kæra ekki og var því málið látið niður falla. Sætir rannsókn vegna slagsmála Ian Dowie, fyrrum stjóri Crystal Palace, var í gær sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Charlton sem Hermann Hreiðars- son leikur með. Liðinu hefur gengið skelfilega það sem af er leiktíðinni, hefur unnið tvo af tólf leikjum og er í botnsæti deildar- innar. Nú síðast tapaði liðið um helgina fyrir Wigan, 3-2. Charlton hefur unnið Bolton og Manchester City á leiktíðinni og gert jafntefli við Watford og Newcastle. Dowie tók við starfinu af Alan Curbishley sem hafði stýrt liðinu með góðum árangri í tæp fimmtán ár. Að Dowie undanskildum hafa aðeins fjórir menn stýrt liðinu síðan 1982. Dowie er fyrsti knattspyrnu- stjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem fær að taka poka sinn á þessu tímabili. Ian Dowie rek- inn frá Charlton Fyrrverandi markvörður sænska landsliðsins, Magnus Hedman, mun semja við Chelsea um að leika með liðinu út þessa leiktíð. Hann mun því fylla skarð þriðja markvarðar liðsins þar sem Carlo Cudicini og Hilario hafa færst ofar í goggunarröðinni vegna meiðsla Petr Cech. „Við höfum náð samkomulagi,“ sagði Hedman við heimasíðu sænsku sjónvarpsstöðvarinnar TV4 í gær. í fréttinni er sagt að Hedman muni fara til Lundúna í vikunni til að skrifa undir samninginn. Cech verður frá alla leiktíðina þar sem hann höfuðkúpubrotnaði í leik gegn Reading í síðasta mánuði. Hafa tvær stálplötur verið ígræddar í höfuð hans og er búist við að hann geti hafið æfingar í janúar. Hedman er fyrrverandi markvörður hjá Celtic og Coventry en lagði hanskana á hilluna vorið 2005. Semur við Chel- sea út leiktíðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.