Fréttablaðið - 18.11.2006, Side 76

Fréttablaðið - 18.11.2006, Side 76
S íðastliðinn mánudag var haldin svolítil athöfn í Washington þar sem tekn- ar voru fyrstu skóflustungurnar að minnismerki um Martin Luther King, leiðtoga bandarískra blökkumanna og baráttumann fyrir réttindum þeirra. Minnismerkið verður býsna stórt í sniðum, rétt eins og önnur minnismerki í Wash- ingtonborg, og mun standa nokkurn veginn mitt á milli íburðarmikilla minnismerkja um Abraham Lincoln og Thomas Jefferson. Við athöfnina voru staddar bæði dóttir og systir Martins Luthers King ásamt flestum helstu baráttu- mönnum fyrir réttindum þeldökkra. Þetta var tilfinningaþrungin stund og sumum vöknaði um augu. Meðal ræðumanna var Barack Obama, 45 ára gamall þingmaður í öldungadeild Bandaríkjaþings. Obama er eini blökkumaðurinn sem nú situr í öldungadeildinni, en í sögu Bandaríkjanna til þessa hafa einungis fimm blökkumenn komist þar inn fyrir dyr sem þingmenn deildarinnar. Obama er mikil stjarna í banda- rískum stjórnmálum um þessar mundir. Margir blökkumenn hafa óbilandi trú á honum og meðal demókrata eru hávæarar raddir um að Obama verði á endanum for- seti Bandaríkjanna. Obama er enginn nýgræðingur í stjórnmálum. Hann sat í öldunga- deild ríkisþingsins í Illinois í átta ár, frá 1996 til 2004. Hann bauð sig fram til fulltrúadeildar Bandaríkja- þings árið 2000, en náði ekki kjöri. Árið 2004 gerði hann aðra til- raun til þess að komast á þing í Washingtonborg, að þessu sinni í öldungadeildina, og flaug þá inn sem þingmaður fyrir Illinois. Sumarið 2004, nokkrum mánuðum áður en þingkosningarnar fóru fram, var Obama fenginn til þess að flytja aðalræðuna á flokksþingi Demókrataflokksins. Það er þessi ræða sem fyrst varð til þess að vekja verulega athygli Bandaríkja- manna á Obama. Þá strax hófust vangaveltur um að hann yrði þegar fram liðu stundir forsetaefni Demó- krataflokksins og hugsanlega þar með fyrsti blökkumaðurinn sem næði því takmarki að verða forseti Bandaríkjanna. Sjálfur hefur hann ekkert viljað gefa upp um það, hvort hann vilji bjóða sig fram í næstu forsetakosn- ingum árið 2008, þótt væntanlega verði hann að fara að gefa einhver svör nú þegar þingkosningarnar eru afstaðnar. Obama er fæddur í Havaí og ólst þar upp, en faðir hans var hagfræð- ingur að mennt, fæddur í Kenía. Í ræðunni á flokksþinginu, eins og reyndar einnig í þeim tveimur bókum sem hann hefur gefið út, verður honum tíðrætt um föður sinn, sem var útlendur námsmaður í Bandaríkjunum, „fæddur og upp- alinn í litlu þorpi í Kenía. Hann ólst upp við að líta eftir geitunum, gekk í skóla í litlu hreysi með blikkþaki. Pabbi hans – afi minn – var kokkur, heimilisþjónn hjá Bretum,“ sagði Obama í ræðu sinni á flokksþinginu árið 2004. Móðir Baracks er aftur á móti hvít á hörund, fædd í Kansas þar sem faðir hennar – hinn afi Bar- acks – vann við olíuboranir og í landbúnaðarstörfum þangað til hann skráði sig í herinn – daginn eftir að Japanar réðust á Pearl Har- bour. Í fyrri bók sinni, sem heitir Dreams from My Father, segist hann varla hafa tekið eftir því á uppvaxtarárunum „að faðir minn var ekkert líkur fólkinu í kringum mig – að hann var svartur sem bik en móðir mín hvít eins og mjólk.“ Obama er eini þeldökki maðurinn sem nú situr í öldungadeild Banda- ríkjanna, en í fulltrúadeildinni sitja hins vegar rúmlega 40 svartir Bandaríkjamenn, rétt tæplega tíu prósent þingmanna deildarinnar. Ýmis tíðindi hafa orðið í þessari viku þegar hugað er að stöðu blökku- manna á þinginu. James Clayburn varð á fimmtudaginn fyrir valinu sem aðstoðarleiðtogi meirihluta full- trúadeildarinnar, svonefndur „flokksvörður“ eða „Party Whip“, þegar Demókrataflokkurinn kaus í helstu leiðtogaembætti sín á flokks- fundi sínum á fimmtudaginn. Þetta er í annað sinn í sögu Bandaríkjanna sem blökkumaður er kosinn í þetta embætti, og Clayburn verður þar með valdamesti blökkumaðurinn á nýja þinginu sem kemur fyrst saman í janúar. Clyburn, sem er 66 ára og hefur setið á þingi frá 1992, virtist hrein- lega klökkur þegar hann ræddi við blaðamenn og minntist þá móður sinnar, sem rétt eins og foreldrar Obamas hafði átt sér stóra drauma fyrir hönd sonarins, en „hún lifði ekki að sjá drauma sína rætast,“ sagði Clyburn. Þar að auki benti allt til þess að blökkumenn yrðu fyrir valinu sem nefndarformenn í fimm af helstu nefndum þingsins og það út af fyrir sig telst marka mikilsverð tíma- mót í sögu blökkumanna í Banda- ríkjunum, einmitt nú þegar minn- ismerkið um Martin Luther King er að verða að veruleika. Frægð og frami Baracks Obama Barack Obama er ein af helstu vonarstjörnum Demókrataflokksins í Banda- ríkjunum, hugsanlegur forsetaframbjóðandi og eini blökkumaðurinn sem situr í öldungadeild Bandaríkjaþings.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.