Fréttablaðið - 30.11.2006, Síða 1

Fréttablaðið - 30.11.2006, Síða 1
71,8% 44,6%46% Fr é tt a b la › i› Fr é tt a b la › i› M b l. M b l. *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í september 2006. Fimmtudagar LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA höfuðborgarsvæðið B la ð ið B la ð ið40 30 50 20 60 70 80 Smáauglýsin í Framúrstefnulegur stóll úr basti hefur fylgt Önnu Kristínu frá barnæsku. Anna Kristín Þorsteinsdóttir bjó í Noregi alla sína barn- æsku og þar festu foreldrar hennar kaup á forláta fínum baststól. „Þessi svokallaði ættarstóll var keyptur í einhvers konar norskri línu í kringum 1980,“ segir Anna. „Þá var allt svona í furu og basti og stóllinn þótti mjög nútímalegur. Hann fylgdi mér svo í gegnum allan uppvöxtinn og hvert sem við fluttum fór stóllinn með. Ég var alltaf mjög hrifin af þess- um stól og því var hann alltaf kallaður „stóllinn hennar Önnu“. Við bróðir minn rifumst reyndar gjarna um hver mátti sitja í honum, en ég hafði alltaf betur þar sem ég var bæði eldri og frekari. Þegar ég svo flutti að heiman þá varð stóllinn eftir í foreldrahúsum í Noregi, en þegar þau fluttu aftur heim til Íslands þá fékk ég blessaðan stólinn. Um það leiti var ég að eignast eldri son minn og það vildi svo heppi- lega til að ég gat líka notað stólinn sem vöggu,“ segir Anna Kristín hlæjandi og bætir því við að hún hafi síðar einnig notað stólinn til að vagga dóttur sinni með. „Svo þegar börnin mín urðu stærri þá tóku þau miklu ástfóstri við þennan stól og líkt og við bróðir minn rifumst um hver mætti sitja í honum þá gera börnin mín það í dag. Þannig er þetta allt að endurtaka sig,“ segir Anna að lokum glöð í bragði. Á framúrstefnulegan stól úr basti Opið til 21 í kvöld BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag Meistarinn liggur undir feldi Fjöldi þeirra sem leita sér meðferðar vegna kókaín- fíknar hefur meira en tuttugufald- ast á örfáum árum. Að sögn Þórar- ins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, hófst þessi mikla fjölgun rétt fyrir aldamótin síðustu. „Á tveggja ára tímabili frá 1998 til 2000 fjölgaði þeim sem leituðu til okkar vegna kókaínfíknar frá því að vera um tíu á ári í það að vera yfir 150. Síðan hefur fjöldinn auk- ist hægt og rólega. Núna fáum við yfir 200 tilfelli árlega. Þetta breyttist mikið á þessum tíma. Neyslan varð almennari og tengist meira skemmtunum og skemmt- anaiðnaðinum. Obbi þeirra sem leita til okkar vegna kókaínneyslu er enda ungt fólk, flest á aldrinum 20-30 ára.“ Að sögn Þórarins fer það mikið eftir fjárhag neytenda hverju sinni hvaða efna þeir eru að neyta. „Það er að færast í aukana að fólk noti einvörðungu kókaín. Þegar vel stendur á hjá því efnalega þá sækir það í kókaín en skiptir svo yfir í amfetamín þegar það er féminna. Sumir kvarta yfir því að kókaín sé svo dýrt, annars myndu þeir taka meira af því.“ Í síðustu viku var íslenskur karlmaður handtekinn í Leifsstöð með þrjú kíló af kókaíni í farangri sínum. Það er mesta magn efnis- ins sem gert hefur verið upptækt við tollaeftirlit hér á landi frá upp- hafi. Það er þriðja stóra kókaín- málið sem upp hefur komið á síð- ustu mánuðum. Í ágúst var átján ára stúlka gripin við reglubundið tollaeftirlit með um tvö kíló af efn- inu í fórum sínum. Í október komu svo upp tvö aðskilin mál með skömmu millibili þar sem saman- lagt um 700 grömm af kókaíni fundust falin í skóm einstaklinga sem komu til landsins. Alls hefur verið lagt hald á um 13 kíló af efn- inu í ár sem er langmesta magn kókaíns sem lögregla og tollgæsla hafa gert upptækt á einu ári. Fyrra metár var árið 2004 þegar lagt var hald á rúm 6 kíló. Utan þess árs var meðaltal kóka- íns sem var gert upptækt á tíma- bilinu 1999 til 2005 í kringum eitt kíló. Þórarinn segir að það magn sem finnist sé fyrst og síðast mælikvarði á það að aðilar séu að reyna að koma kókaíni á markað hérlendis. „Það er eftirsóknarvert að koma kókaíni á markað vegna þess að verðið er mjög hátt og ágóðavonin mikil. Það er mikið af fólki í þjóðfélaginu sem vill kóka- ín og er tilbúið að borga mikið fyrir að fá það.“ Fjöldi kókaínfíkla hefur tuttugufaldast Kókaínfíklum í meðferð á Vogi hefur fjölgað úr tíu á ári í yfir 200 á innan við áratug. Neyslan almennari og tengd breyttum skemmtanahefðum segir yfir- læknir á Vogi. Metmagn af kókaíni hefur verið gert upptækt á þessu ári. Það er mikið af fólki í þjóðfélaginu sem vill kókaín og er tilbúið að borga mikið fyrir það. Breytt staða varnar- mála Íslands eftir brottför varn- arliðsins er einnig úrlausnarefni NATO og af Íslands hálfu verður málið borið upp í Norður-Atlants- hafsráðinu, æðstu stofnun banda- lagsins, á næstu vikum. Þetta sagði Geir H. Haarde forsætis- ráðherra á leiðtogafundi NATO sem lauk í Ríga í Lettlandi í gær. Valgerður Sverrisdóttir utan- ríkisráðherra hitti á fundinum ráðherra frá Noregi, Danmörku, Bretlandi og Kanada og átti við þá viðræður um hugsanlega aukna aðkomu þessara næstu grannþjóða Íslendinga að því að tryggja öryggi og varnir Íslands. Á fundi Valgerðar með norsk- um starfsbróður hennar, Jonas Gahr Störe, var ákveðið að emb- ættismenn landanna myndu halda áfram viðræðum um aukið örygg- is- og varnarsamstarf þjóðanna á Íslandi um miðjan desember. Jafnframt myndu fulltrúar norskra stjórnvalda kynna sér aðstæður á hinu nýja öryggis- svæði á Keflavíkurflugvelli, sem íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að þjóni þar áfram landvarna- hlutverki. Valgerður og Ulrik Federspiel, ráðuneytisstjóri danska utanrík- isráðuneytisins, urðu líka ásátt um að danskir og íslenskir emb- ættismenn myndu hittast á næstu vikum til að ræða möguleikana á efldu samstarfi á þessu sviði. Utanríkisráðherra ræddi einn- ig við breska Evrópumálaráð- herrann Geoff Hoon og kanad- íska utanríkisráðherrann Peter Gordon MacKay. Þeir lýstu áhuga á að koma til Íslands bráðlega til viðræðna um öryggis- og varnar- mál í Norðurhöfum. Viðræður um varnarsamstarf Tala látinna í Darfúr- héraðinu vegna átaka þar er talin vera komin upp í minnst 200.000 manns. Þetta kom fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í gær, en aðrar rannsóknir hafa bent til þess að talan gæti verið nær 400.000 eða jafnvel hærri. Súdanska ríkisstjórnin heldur því hins vegar fram að raunveru- lega talan sé eingöngu brot af áætlun SÞ. Erfitt hefur reynst að komast að endanlegri tölu í átökunum sem mannréttindasamtök hafa kallað „verstu mannúðarkrísu heims“ því erlendir hjálpar- starfsmenn hafa eingöngu haft takmarkaðan aðgang að Súdan síðan átökin hófust árið 2003. Hundruð þús- unda talin af Dagný Jónsdóttir, annar af fulltrúum Framsóknarflokks- ins í menntamálanefnd, lagði fram yfirlýsingu á fundi nefndar- innar í gærkvöldi um að Fram- sóknarflokkurinn styddi afgreiðslu frumvarpsins um Ríkisútvarpið ohf. úr nefndinni á fundinum. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi minnihlutans í menntamálanefnd, sagði að þegar rúm klukkustund var liðin af fundinum hafði meirihlutinn ekki lagt fram neinar tillögur um að takmarka auglýsingatekjur RÚV í frum- varpinu. Fundinum var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Frumvarp af- greitt úr nefnd
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.