Fréttablaðið - 30.11.2006, Side 2

Fréttablaðið - 30.11.2006, Side 2
 Sektir vegna umferð- arlagabrota hækka umtalsvert á morgun. Sektirnar geta numið allt að 300 þúsund krónum sé ekið á meira en 170 km hraða. Þá varða viðurlög á brotum á reglum um aksturs- og hvíldartíma nú sekt og punkti eða punktum í ökuferils- skrá. William Thomas Möller, lög- fræðingur hjá Umferðarstofu, fagnar þessum breytingum og segir hækkunum ætlað að ná árangri í því að slá á brotafjölda. „Þegar aðgerðir sem þessar eru gerðar er ekki síður mikilvægt að lögreglan haldi vöku sinni yfir umferðalagabrotum því bestur árangur næst ef allir vinna saman.“ Sem dæmi um sektir vegna aksturs yfir löglegum hámarks- hraða má nefna að sé ekið á 46-50 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 km skal sektin vera 15 þús- und krónur en 50 þúsund sé ekið á 71-75 km hraða þar sem hámarks- hraði er 30 km. Fyrir slík brot skal ökumaður jafnframt sviptur öku- leyfi í þrjá mánuði. Sé ekið á 101-110 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km skal sektarfjárhæð vera 15 þúsund krónur, 60 þúsund krónur ef hrað- inn er á milli 131-140 km og beita skal 110 þúsund króna sekt og þriggja mánaða ökuleyfissvipt- ingu sé ökuhraðinn orðinn 161-170 km þar sem hámarkshraðinn er 90 km. Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Fylgismenn sjíaklerksins Muqtada al-Sadrs á þingi og í rík- isstjórn Íraks hafa dregið til baka stuðning sinn við ríkisstjórn lands- ins. Með þessu vilja þeir mótmæla því að Nouri al-Maliki forsætis- ráðherra skuli fara á fund George W. Bush Bandaríkjaforseta í Jór- daníu. Fundur þeirra Bush og al-Mal- ikis „ögrar tilfinningum írösku þjóðarinnar og er brot á stjórnar- skrárbundnum réttindum Íraka,“ að því er segir í yfirlýsingu frá þrjátíu þingmönnum og fimm ráð- herrum, sem allir eru hliðhollir Sadr. Bush hélt í gær rakleiðis frá leiðtogafundi Atlantshafsbanda- lagsins í Lettlandi til Jórdaníu þar sem hann á fundi bæði með al- Maliki og Abdullah Jórdaníukon- ungi. Aðalefni fundanna er að finna leiðir til að draga úr átökum í Írak, átökum milli sjía og súnníta sem hafa verið svo harðskeytt undanfarið að margir vilja segja að borgarastyrjöld sé skollin á í landinu. Stuðningsmenn Sadrs hótuðu því fyrir fáeinum dögum að segja sig úr stjórn landsins láti al-Mal- iki, sem er sjálfur sjíi, verða af því að hitta Bush að máli. „Írakstjórn á að semja við Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, ekki við leiðtoga þess lands sem hefur hertekið Írak,“ sagði Falih Hassan, þingmaður úr hópi Sadrs. Hafa sagt sig úr stjórn Íraks Umferðarsektir hækka á morgun Bæjarstjórn Kópavogs ákvað samhljóma á fundi á þriðjudag að leita heimildar umhverfisráð- herra fyrir eignarnámi á 863 hektörum lands úr Vatnsendajörð- inni. Samkvæmt samkomulagi við Þorstein Hjaltested, land- eiganda á Vatnsenda, verð- ur umsamið verð fyrir landið ekki gert opinbert fyrr en hefur veitt eignarnámsheimildina. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hindra ákvæði í erfðaskrá Þorstein í að selja land úr Vatnsendajörðinni beinni sölu. Þess vegna er sú krókaleið farin að óska eignarnámsheimildar og gera síðan sátt í málinu. Sú sátt mun síðan byggjast á samkomulagi sem þegar liggur fyrir. Staðfesta ósk um eignarnám Maðurinn sem fékk hjartastopp í lögreglubíl á laugardagskvöldið liggur enn á gjörgæsludeild Landspítalans. Sigurbjörn Víðir Eggertsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að rannsókn málsins standi yfir. Hann telur líklegt að því verði vísað til ríkissaksóknara. Maðurinn var gestur á Radisson SAS Hótel Sögu í Reykjavík á laugardagskvöldið. Lögreglan var kölluð á hótelið vegna óláta sem maðurinn var með og lenti í átökum við hann. Maðurinn var í hjartastoppi þegar komið var með hann á lögreglu- stöðina. Sjúkralið kom á staðinn og lífgaði manninn við og var hann fluttur á gjörgæsludeild. Liggur enn á gjörgæsludeild Allt að sextíu rússneskir njósnarar starfa nú í Bretlandi, kom fram í máli Chris Bryant, þingmanns verkalýðs- flokksins, sem forsætisráðherr- ann Tony Blair stýrir. „Ég tel að sjálfstæð ríki ættu að hafa áhyggjur af því þegar verulega margir njósnarar starfa í löndum þeirra,“ sagði Bryant á málþingi um tengslin milli Moskvu og Lundúna sem haldið var í Westminister Hall. Bryant sagði jafnframt að þessir njósnarar njósni nokkurn veginn óhindrað, því Bretar beini frekar sjónum sínum að mögulegri ógn frá öfgasinnuðum múslimum. Sextíu njósna í Bretlandi Karl, finnst þér kínverskt betra en íslenskt? Reykjavíkurborg hefur greitt 208 milljónir króna fyrir tæplega fjögurra hektara land í Norðlingaholti. Eigandinn var Kjartan Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins. Upphæðin er í samræmi við úrskurð matsnefndar eignarnáms- bóta frá því í mars. Í apríl lá hins vegar fyrir sú stefna í borgarráði að una ekki úrskurðinum heldur skjóta málinu til dómstóla. „Það er í raun með ólíkindum að taka kúvendingar í svona málum án þess að ráðfæra sig við borgarráð. Ég man ekki betur en að það hafi allir í borgarráði, meðal annars núverandi borgarstjóri, verið sam- mála um að fara með málið fyrir dóm,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgar- stjórn. „Það er augljóslega mörgum spurningum ósvarað í þessu máli. En eitt er víst: Það getur ekki verið hlutverk borgarinnar að gera starfs- lokasamning við Kjartan Gunnars- son.“ Umleitanir um viðskiptin stóðu lengi án árangurs. Að lokum bauð Kjartan landið fyrir 130 milljónir króna en borgin vildi aðeins greiða fimmtíu milljónir. Matsnefnd eign- arnámsbóta úrskurðaði síðan í mars á þessu ári að greiða ætti 208 millj- ónir króna. Í borgarráði í apríl var lögð fram umsögn skrifstofustjóra lögfræði- skrifstofu borgarinnar þar sem sagt var fullt tilefni til að skjóta málinu til dómstóla því matið væri alltof hátt og ekki stutt neinum áþreifan- legum rökum, eins og sagði í umsögn Kristbjargar Stephensen, sem nú gegnir einnig starfi borgarritara tímabundið. Kristbjörg segir nú að fyrir matsnefndinni hafi borgin nefnt 111 milljónir króna sem hámarksupp- hæð sem síðan hafi verið greidd Kjartani í maí sem innáborgun. Eftir að hún hafi í sumar uppreikn- að þessar 111 milljónir í samræmi við nýtt lóðaútboð í Norðlingaholti hafi aðeins munað á bilinu 20 til 30 milljónum króna á þeirri tölu og niðurstöðu matsnefndarinnar. Kristbjörg segist þá hafa skrifað minnisblað til Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar borgarstjóra þar sem fram hafi komið að hún vildi ekki standa ein að þeirri ákvörðun að efna til dómsmáls þegar svo lítið bæri í milli og hætta væri á að borg- in yrði jafnvel dæmd til að greiða enn hærri upphæð. Borgarstjóri hafi þá fallist á tillögu hennar um að una niðurstöðu matsnefndarinnar. Þessi ákvörðun var ekki kynnt borg- arráði: „Það hefði væntanlega verið eðli- legt vegna stærðar málsins að kynna borgarráði að niðurstaðan hafi orðið önnur en leit út fyrir síðasta vor. En það fórst einfaldlega fyrir,“ segir Kristbjörg. Greiða 208 milljónir fyrir fjóra hektara Reykjavíkurborg greiddi 208 milljónir fyrir fjóra hektara í Norðlingaholti. Upphæðin er samkvæmt niðurstöðu matsnefnd eignarnámsbóta sem borgarráð ákvað í vor að skjóta til dómstóla. Borgaritari segir forsendur hafa breyst. Sjúkraflugvél var ekki staðsett í Vestmannaeyjum á þriðjudagskvöld þegar þurfti að flytja alvarlega veikan mann til Reykjavíkur. Því var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til að flytja manninn. Að sögn Sigurbjarnar Daða Dagbjartssonar hjá Landsflugi, sem annast sjúkraflug til og frá Vestmannaeyjum, var sjúkraflug- vélin í viðhaldi. Hann segir það heldur ekki hafa skipt neinu máli þótt vélin hefði verið í Eyjum þar sem ekki hafi verið flugfært þaðan þegar kallið kom. Sjúkraflugvélin var í viðhaldi Sérstakri fjárveitingu upp á samtals 560 milljónir króna er varið til að mæta rekstrarhalla heilbrigðisstofnana samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar við meðferð fjáraukalaga. Tillagan var afgreidd úr nefndinni í gær og er stefnt að afgreiðslu laganna í dag. Birkir Jón Jónsson, formaður fjárlaganefndar, segir þetta í samræmi við fyrri ákvarðanir ríkisstjórnarinnar. Við meðferð frumvarpsins eftir aðra umræðu bætast 738 milljónir við þá 16,2 milljarða sem fjáraukalög- in ráðgera að ríkisútgjöldin aukist um á árinu, frá því sem kveðið var á um í fjárlögum. Aukning um 738 milljónir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.