Fréttablaðið - 30.11.2006, Side 8

Fréttablaðið - 30.11.2006, Side 8
Hvaða sögufræga hús verður að kínversku veitingahúsi? Íslenska kvennalandsliðið vann góðan sigur í undankeppni HM í handbolta á þriðjudag. Hverjir voru andstæðingarnir? Íþróttavefur The Guardian heldur úti skopmyndasamkeppni og nýjasta viðfangsefni hennar er Íslendingur. Hvað heitir hann? Bor›apantanir í síma 444 5050 e›a vox@vox.is Jólamatse›ill me› íslenskri villigæs í a›alrétt frá 1. des. & villigæs Jól Málflutningur í máli Hannesar Hólmsteins Gissurar- sonar prófessors og Jóns Ólafs- sonar kaupsýslumanns, í yfirrétti á Englandi, fer fram í dag. Kröfu Hannesar um að dómur sem féll í enskum dómstóli, þess efnis að Hannesi bæri að greiða Jóni tólf milljónir króna vegna orða sem hann birti á heimasíðu sinni, yrði ógiltur var hafnað. Hann áfrýjaði málinu í kjölfarið til yfir- réttar. „Aðalatriðið er að ég tel að mér hafi verið ranglega stefnt og í dómi undirréttar var á það fallist að mér hafi verið stefnt á röngum forsendum. Hins vegar þótti það ekki nóg ástæða til þess að fallast á mína kröfu og ég ákvað í kjölfarið að láta á það reyna, hvort yfirrétt- ur myndi meta efnisatriði málsins með sama hætti,“ sagði Hannes er Fréttablaðið náði tali af honum í gær en hann var þá staddur í Lond- on og ætlaði sér að vera viðstaddur málflutninginn í dag. Grundvöllur málsins byggist á ummælum er birtust á heimasíðu Hannesar, sem vistuð var á vef- svæði Háskóla Íslands. Ummælin voru á ensku og fjölluðu um að Jón hefði lagt grunninn að viðskipta- ferli sínum með ólögmætum fíkni- efnaviðskiptum. Hannes hefur síðan margsinnis haldið því fram að hann hafi aðeins verið að endur- segja fréttir sem fjallað hafi verið um í íslenskum dagblöðum, meðal annars í Morgunpóstinum árið 1995. Jón Ólafsson sagði lögfræðinga sína sjá alfarið um málið er Frétta- blaðið náði tali af honum í gær. Hann var því ekki tilbúinn til þess að ræða efnisatriði þess. Málið tekið fyrir í yfirrétti á Englandi Sigrún Björk Jakobsdóttir tekur við starfi bæj- arstjóra á Akureyri 9. janúar næstkomandi. Þá sest Kristján Þór Júlíusson, fráfarandi bæjar- stjóri, í stól forseta bæjarstjórn- ar en Sigrún hefur gegnt því emb- ætti á þessu kjörtímabili. Kristján Þór mun leiða lista Sjálfstæðis- flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum en hann hlaut fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í liðinni viku. Sigrún Björk verður fyrst kvenna til að gegna embætti bæj- arstjóra á Akureyri. „Áherslur kvenna eru oft á tíðum öðruvísi. Það eru 79 sveita- félög á landinu í dag og af þeim eru 20 þar sem konur gegna emb- ætti sveitarstjóra. Ég fagna auknum hlut kvenna í þessum hópi og hlakka til að takast á við þau verkefni sem bíða,“ segir Sigrún. Hún segist ekki ætla að gera stórar breytingar þegar hún tekur við starfinu. „Akureyri er með mjög skýrt mótaða stefnu í sínum málum og meirihlutaflokkarnir hafa góðan málefnasamning sem ég mun vinna eftir.“ Sigrún hefur setið í bæjarráði en Hjalti Jón Sveinsson mun taka við sæti hennar þar. Fyrsta konan til að gegna starfinu „Á hverjum degi verða fleiri Palestínu- menn fatlaðir vegna árása og aðgerða Ísraels- hers,“ segir Ziad Amro, fatlaður palestínskur félagsráðgjafi, sem staddur er hér á landi á vegum félagsins Ísland-Palestína, Blindrafé- lagsins og Öryrkjabandalags Íslands. Yfir kaffibolla og rammíslenskri berjasaft í notalegu einbýlishúsi í Breiðholtinu virðast hörmungarnar í Palestínu langt undan, en fyrir Amro eru þær hluti af daglegri reynslu. „Ástandið er afar erfitt fyrir alla, en ekki síst fyrir fatlaða. Gaza-svæðið er í raun bara eitt stórt fangelsi Ísraels,“ segir Amro, sem sjálfur missti sjónina vegna aðgerða Ísraels- hers í háskólanum þar sem hann stundaði nám fyrir nokkrum árum. „Efnahagur fólks er bágborinn, það er enga vinnu að fá og enginn lífeyrir frá ríkinu.“ Amro, sem hefur lengi verið virkur í mannréttindabaráttu fatlaðra á herteknu svæðunum heima fyrir, starfar sem formaður Öryrkjabandalags Palestínu en hann er jafnframt stofnandi bandalagsins. Eins var hann fulltrúi Palestínu í nefnd Sameinuðu þjóðanna um sáttmála um réttindi og reisn fatlaðra sem samþykktur var í september. „Við lifum við aðgerðir Ísraelsmanna. Nú stendur yfir aðgerðin „Haustský“ á Gaza- svæðinu sem hefur á seinustu tveimur til þremur vikunum ollið varanlegri fötlun yfir fimmtíu palestínskra manna, kvenna og barna,“ segir Amro. Og í hernumdu landi er fátt eitt til ráða og lítið um úrræði fyrir fatlaða, sem oft eiga afar erfitt með að sjá sér og sínum farborða. „Það verður að stöðva Ísrael. Þetta er eina landið í heiminum sem brýtur á hverjum degi alþjóðalög, og við verðum að kalla eftir að þau ríki sem hafa neitunarvald í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Rússland, Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Kína, sem og gyðingar um heim allan, fari að beita sér í þágu palestínsku þjóðarinnar,“ sagði Amro. En þrátt fyrir að hann hafi misst sjónina vegna aðgerða Ísraelshers, segir hann að ekki sé við Ísraelsmenn að sakast. „Ég ásaka ekki ísraelska fólkið, ég kenni ísraelsku ríkisstjórninni um ástandið heima hjá mér,“ segir Amro, sem býr í Ramallah á Vesturbakkanum. „Auðvitað verður að draga þá fyrir dóm sem bjóða sig fram í sjálfboða- vinnu innan hersins til að brjóta alþjóðalög, en í heildina er eingöngu við Ísraelsstjórn og þau ríki og sérfræðingaráð sem sýna henni stuðning að sakast.“ Amro heldur fyrirlestur síðdegis í dag á vegum Blindrafélagsins og Öryrkjabandalags Íslands í Hamrahlíð 17 klukkan 17.30. Ástandið er erfitt fyrir alla Palestínskur félagsráðgjafi segist ekki saka Ísraela um ástandið í Palestínu, heldur stjórnina. Hann missti sjónina í árás Ísraelshers. Amro er staddur hér á landi til að ræða stöðu fatlaðra í Palestínu. Útgáfufélag DV hefur samið við Holberg Másson um greiðslu miskabóta vegna fréttar sem birtist í DV 24. janúar síðastliðinn. Í fréttinni sagði meðal annars að Holberg hefði smyglað hassi til landsins í loftbelg á áttunda áratugnum. „Hinn 29. nóvember 2006 var gengið frá sátt við Holberg Másson vegna forsíðufréttar í DV í ársbyrjun. Fyrir liggur að fréttin var efnislega röng. Af því tilefni vilja 365 miðlar hf., sem gefur út DV, taka fram að félagið harmi rangan frétta- flutning blaðsins af fortíð Holbergs, samhliða því sem hann er beðinn afsökunar á þeim óþægindum sem hin ranga umfjöllun olli honum,“ segir í yfirlýsingu 365. Sátt um miska- bætur vegna rangrar fréttar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.