Fréttablaðið - 30.11.2006, Side 16
Aðalsteinn Baldurs-
son, formaður Verkalýðsfélags
Húsavíkur og nágrennis, telur
hættu á því að matvöruverð hækki
á næstu mánuðum áður en lægri
vörugjöld, virðisaukaskattur og
almennir tollar á algengum kjöt-
vörum taka gildi í byrjun mars.
Aðalsteinn flutti ávarp á fundi
Bændasamtaka Íslands í gær og
fagnaði þessum tillögum. Hann
sagði að stórefla þyrfti eftirlit
með verðmyndun og verðlagningu
matvara á komandi mánuðum til
að tryggja að ávinningur skatta-
lækkana og annarra aðgerða skil-
uðu sér í buddu landsmanna.
„Ég hvet fólk til að fylgjast með
því hvað gerist. Það kæmi mér
ekki á óvart þó að verslunin tæki
upp á því að hækka vöruverð fyrir
lækkun. Það er hætta á þessu og
ég vara við því,“ sagði hann.
Aðalsteinn sagði að ekki mætti
stofna matvælaöryggi þjóðarinn-
ar í hættu eða ganga of nærri
hagsmunum og atvinnuöryggi
bænda, starfsfólks afurðastöðva
og annarra í landbúnaði og lýsti
áhyggjum af því að störf víðs
vegar um landið væru í hættu ef
frekari samdráttur yrði á næstu
árum og áratugum.
„Menn verða að átta sig á því
að málið snýst ekki bara um bænd-
ur. Það er miklu meira undir,“
sagði hann og gagnrýndi þing-
menn fyrir að tala fyrir eflingu
byggðar og atvinnulífs í dreifðum
byggðum landsins. „Er hægt að
taka mark á mönnum sem ríða um
héruð og safna fylgi vegna kosn-
inganna í vor? Miðað við þennan
málflutning er ég ekki viss um að
þeir komi allir ríðandi til þings
heldur verði hugsanlega fóta-
skortur á leiðinni.“
Aðalsteinn rifjaði upp kröfur
til afurðastöðva og kvaðst hafa á
tilfinningunni að þær væru miklu
meiri hér en hjá öðrum þjóðum. Í
Færeyjum þekkist að bændur
rými íbúðarhús á haustin og reki
sitt fé inn til slátrunar.
„Í Hvalfirði hefur mátt sjá
gesti og gangandi spígspora á
planinu, jafnvel með hundana
sína, innan um mörg tonn af hval-
kjöti sem ætlað er til manneldis.
Slíkt leyfist ekki í öðrum kjöt-
vinnslum á Íslandi.“
„Ég tel ekki að kaupmenn
hækki verð til að búa sig undir
þessa lækkun. Verð hækkar og
lækkar eftir gengi og markaðsað-
stæðum hverju sinni en ég reikna
ekki með að kaupmenn reyni að
sæta lagi,“ segir Hrund Rudolfs-
dóttir, formaður SVÞ.
Telur að stórefla þurfi verð-
eftirlit á matvörumarkaði
Formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis óttast að matvöruverð hækki á næstu mánuðum og
telur að stórefla þurfi eftirlit með verðlagningu matvara. Formaður SVÞ telur enga hættu á verðhækkun.
Um 84 prósent Íslendinga
eru í Þjóðkirkjunni, samkvæmt
tölum þjóðskrár, og hefur þeim
fækkað um eitt og hálft prósent á
einu ári. Þeim sem eru skráðir í
önnur trúfélög eða eru ótilgreind-
ir hefur hins vegar fjölgað um
þrjú þúsund manns, og eru nú
fjögur prósent landsmanna. Í síð-
astnefnda hópinn flokkast sam-
kvæmt Hagstofu: „Þeir sem telj-
ast til trúfélags sem hefur ekki
verið viðurkennt eða til trúar-
bragða án trúfélags hér á landi
svo og þeir sem upplýsingar vant-
ar um koma saman í einn lið:
Óskráð trúfélög og ótilgreint.
Utan trúfélaga teljast þeir sem
hafa skráð sig svo.“ Þeim sem
standa utan trúfélaga hefur fjölg-
að um 235 manns á sama tíma. Ef
dæmi eru tekin af öðrum trúfélög-
um hefur meðlimum í Félagi mús-
lima fjölgað um tuttugu, en í kaþ-
ólsku kirkjunni hefur fjölgað um
næstum því þúsund manns. Tölur
fyrir árið 2006 verða birtar í lok
janúar á næsta ári.
Um 20.000 manns standa
utan viðurkenndra trúfélaga
Lúðvík Gústafsson,
deildarstjóri umhverfissviðs
Reykjavíkurborgar, segir stækk-
un álversins ekki hafa verið rædda
í umhverfisráði enda hafi engin
beiðni komið um að það yrði gert.
„Í dag er ekki hægt að greina
áhrif álversins í Staumsvík á loft-
gæði í okkar mælingum og áhrif
umferðar á loftgæði eru mun meiri.
Hvort það breytist við stækkun
álversins er óvíst en mælingar á
flúormengun sem gerðar voru
fyrir tíu árum sýndu enga slíka
mengun af völdum álversins.“
Bæjarstjórn Garðabæjar hefur
ekki rætt sérstaklega fyrirhugaða
stækkun álversins en Gunnar Ein-
arsson bæjarstjóri segir að málið
verði hugsanlega sett á dagskrá.
„Þó svo að fyrirhuguð stækkun sé
í lögsögu Hafnarfjarðar er ljóst að
nærliggjandi bæjarfélög verða
fyrir áhrifum af stækkuninni. Það
er þó erfitt að meta það á þessum
tímapunkti hver áhrifin yrðu en
mengunarþátturinn hefur verið í
umræðunni og fyrirhuguð stækk-
un álversins mun væntanlega
auka umferð í gegnum Garðabæ.“
Gunnar er formaður samtaka
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu og segir hann að fyrirhuguð
stækkun álversins í Straumsvík
hafi ekki verið rædd innan sam-
takanna.
Óvissa með mengun eftir stækkun álvers
fylgir hverri
OROBLU vöru
Kaupauki
BRILLANCE
sokkabuxur
KYNNINGAR
á jólavörunum frá
OROBLU í dag
fimmtudag, kl. 14-18
í Lyfjavali í Mjódd.
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
Meindl
Colorado GTX
Jólatilboð
17.900 kr.
verð áður 19.900 kr.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
35
20
0
11
/0
6
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI