Fréttablaðið - 30.11.2006, Side 16

Fréttablaðið - 30.11.2006, Side 16
 Aðalsteinn Baldurs- son, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis, telur hættu á því að matvöruverð hækki á næstu mánuðum áður en lægri vörugjöld, virðisaukaskattur og almennir tollar á algengum kjöt- vörum taka gildi í byrjun mars. Aðalsteinn flutti ávarp á fundi Bændasamtaka Íslands í gær og fagnaði þessum tillögum. Hann sagði að stórefla þyrfti eftirlit með verðmyndun og verðlagningu matvara á komandi mánuðum til að tryggja að ávinningur skatta- lækkana og annarra aðgerða skil- uðu sér í buddu landsmanna. „Ég hvet fólk til að fylgjast með því hvað gerist. Það kæmi mér ekki á óvart þó að verslunin tæki upp á því að hækka vöruverð fyrir lækkun. Það er hætta á þessu og ég vara við því,“ sagði hann. Aðalsteinn sagði að ekki mætti stofna matvælaöryggi þjóðarinn- ar í hættu eða ganga of nærri hagsmunum og atvinnuöryggi bænda, starfsfólks afurðastöðva og annarra í landbúnaði og lýsti áhyggjum af því að störf víðs vegar um landið væru í hættu ef frekari samdráttur yrði á næstu árum og áratugum. „Menn verða að átta sig á því að málið snýst ekki bara um bænd- ur. Það er miklu meira undir,“ sagði hann og gagnrýndi þing- menn fyrir að tala fyrir eflingu byggðar og atvinnulífs í dreifðum byggðum landsins. „Er hægt að taka mark á mönnum sem ríða um héruð og safna fylgi vegna kosn- inganna í vor? Miðað við þennan málflutning er ég ekki viss um að þeir komi allir ríðandi til þings heldur verði hugsanlega fóta- skortur á leiðinni.“ Aðalsteinn rifjaði upp kröfur til afurðastöðva og kvaðst hafa á tilfinningunni að þær væru miklu meiri hér en hjá öðrum þjóðum. Í Færeyjum þekkist að bændur rými íbúðarhús á haustin og reki sitt fé inn til slátrunar. „Í Hvalfirði hefur mátt sjá gesti og gangandi spígspora á planinu, jafnvel með hundana sína, innan um mörg tonn af hval- kjöti sem ætlað er til manneldis. Slíkt leyfist ekki í öðrum kjöt- vinnslum á Íslandi.“ „Ég tel ekki að kaupmenn hækki verð til að búa sig undir þessa lækkun. Verð hækkar og lækkar eftir gengi og markaðsað- stæðum hverju sinni en ég reikna ekki með að kaupmenn reyni að sæta lagi,“ segir Hrund Rudolfs- dóttir, formaður SVÞ. Telur að stórefla þurfi verð- eftirlit á matvörumarkaði Formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis óttast að matvöruverð hækki á næstu mánuðum og telur að stórefla þurfi eftirlit með verðlagningu matvara. Formaður SVÞ telur enga hættu á verðhækkun. Um 84 prósent Íslendinga eru í Þjóðkirkjunni, samkvæmt tölum þjóðskrár, og hefur þeim fækkað um eitt og hálft prósent á einu ári. Þeim sem eru skráðir í önnur trúfélög eða eru ótilgreind- ir hefur hins vegar fjölgað um þrjú þúsund manns, og eru nú fjögur prósent landsmanna. Í síð- astnefnda hópinn flokkast sam- kvæmt Hagstofu: „Þeir sem telj- ast til trúfélags sem hefur ekki verið viðurkennt eða til trúar- bragða án trúfélags hér á landi svo og þeir sem upplýsingar vant- ar um koma saman í einn lið: Óskráð trúfélög og ótilgreint. Utan trúfélaga teljast þeir sem hafa skráð sig svo.“ Þeim sem standa utan trúfélaga hefur fjölg- að um 235 manns á sama tíma. Ef dæmi eru tekin af öðrum trúfélög- um hefur meðlimum í Félagi mús- lima fjölgað um tuttugu, en í kaþ- ólsku kirkjunni hefur fjölgað um næstum því þúsund manns. Tölur fyrir árið 2006 verða birtar í lok janúar á næsta ári. Um 20.000 manns standa utan viðurkenndra trúfélaga Lúðvík Gústafsson, deildarstjóri umhverfissviðs Reykjavíkurborgar, segir stækk- un álversins ekki hafa verið rædda í umhverfisráði enda hafi engin beiðni komið um að það yrði gert. „Í dag er ekki hægt að greina áhrif álversins í Staumsvík á loft- gæði í okkar mælingum og áhrif umferðar á loftgæði eru mun meiri. Hvort það breytist við stækkun álversins er óvíst en mælingar á flúormengun sem gerðar voru fyrir tíu árum sýndu enga slíka mengun af völdum álversins.“ Bæjarstjórn Garðabæjar hefur ekki rætt sérstaklega fyrirhugaða stækkun álversins en Gunnar Ein- arsson bæjarstjóri segir að málið verði hugsanlega sett á dagskrá. „Þó svo að fyrirhuguð stækkun sé í lögsögu Hafnarfjarðar er ljóst að nærliggjandi bæjarfélög verða fyrir áhrifum af stækkuninni. Það er þó erfitt að meta það á þessum tímapunkti hver áhrifin yrðu en mengunarþátturinn hefur verið í umræðunni og fyrirhuguð stækk- un álversins mun væntanlega auka umferð í gegnum Garðabæ.“ Gunnar er formaður samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu og segir hann að fyrirhuguð stækkun álversins í Straumsvík hafi ekki verið rædd innan sam- takanna. Óvissa með mengun eftir stækkun álvers fylgir hverri OROBLU vöru Kaupauki BRILLANCE sokkabuxur KYNNINGAR á jólavörunum frá OROBLU í dag fimmtudag, kl. 14-18 í Lyfjavali í Mjódd. SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 Meindl Colorado GTX Jólatilboð 17.900 kr. verð áður 19.900 kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 35 20 0 11 /0 6 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.