Fréttablaðið - 30.11.2006, Side 18

Fréttablaðið - 30.11.2006, Side 18
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Hannar lampa úr plexígleri Hakan og Aylin eru ritstjór- ar tímaritsins Bant í Tyrk- landi, en þau fengu heldur óhefðbundna brúðkaups- gjöf. 35 vinir þeirra lögðu í púkk og gáfu þeim ferð til Íslands. „Við héldum veislu á veitingastað í Istanbúl til að þakka þeim fyrir, og hengdum íslenska fánann á vegg- inn,“ segja hin nýbökuðu hjón þar sem þau sitja á hótelinu Klöpp á Klapparstíg. Þau eru þó ekki eingöngu hér til að skemmta sér, því þau nýta fríið til að taka viðtöl við íslenska tón- listarmenn eins og Dr. Gunna og Örvar úr múm. „Þetta er yfirleitt svona hjá okkur, við höfum farið saman til Barcelona og Stokkhólms og not- uðum þá tækifærið til að tala við þarlenda tónlistarmenn. En manni líður aldrei eins og þetta sé vinna, þvert á móti er þetta góð leið til að kynnast fólki,“ segir Aylin. „Við giftum okkur fyrir þremur vikum síðan, en vinirnir pössuðu upp á að panta ekki ferðina fyrr en blaðið var komið í prentun. Daginn eftir brúðkaupið þurftum við að mæta til vinnu,“ segir Hakan. Þau unnu áður hjá fyrirtækinu Merkez Dergi, sem gefur út fjölda- mörg blöð, meðal annars Cosmop- olitan á tyrknesku, en stofnuðu fyrir tveimur árum síðan tímaritið Bent. „Okkur langaði til að gera eitt- hvað þar sem við sjálf réðum ferð- inni. Í fyrstu lögðu vinir okkar til greinar, en nú erum við farin að geta borgað fólki og erum einnig með útvarpsþátt og höldum tón- leika. Þetta er allsherjar lífsstíls- blað, en við leggjum áherslu á að kynna listafólk og tónlistarmenn sem ekki er fjallað um annars stað- ar. Það er mikil gróska í Istanbúl þótt plötufyrirtækin sinni henni illa og gefi helst út iðnaðarpopp.“ En hvers vegna, ber mér skylda til að spyrja, Ísland? „Það var annaðhvort Brasilía eða Ísland,“ svarar Hakan. Jú, ann- aðhvort hlaut það að vera. „Ég hef mikinn áhuga á norður- slóðum og hef horft á íslenskar bíómyndir eins og Cold Fever, 101 Reykjavík og Nóa albínóa, og lang- aði til að sjá öll litlu húsin,“ segir Aylin. Nýbakaður eiginmaðurinn hefur meiri áhuga á tónlist. „Það hljómar klént, en ég hef hlustað mikið á Björk og hún hefur dregið upp ákveðna mynd af Íslandi sem er heillandi en kannski aðeins að hluta til rétt. Hún spilaði á djass- hátíð í Istanbúl fyrir tíu árum síðan en það hefði verið gaman að sjá hana hér með Sykurmolunum. Svo hlusta ég einnig á Sigurrós og múm.“ Hjónin verða hér í rúma viku og ætla að fara í sund, sjá Gullfoss og Geysi og svo að sjálfsögðu skoða sig um í plötubúðum. „Smekkleysubúðin og 12 Tónar eru mjög skemmtilegar búðir, en geisladiskar hér eru dýrir. Ég keypti þrjá geisladiska í gær en hefði fengið tíu á sama verði heima,“ segir Aylin. Ferð til Íslands í brúðkaupsgjöf Líklega hefur Tyrkjaránið mótað viðhorf Íslend- inga til Tyrkja öldum saman, þrátt fyrir að vera framið af Alsírmönnum undir stjórn Hollendings. Einnig vakti forræðisdeila Sophiu Hansen og Halim Al mikla athygli, en hægt er að nefna marga aðra Tyrki og heimsfrægari. Sertab Erener er ein vinsælasta söngkona Tyrklands, og vann Eurovision árið 2003 með laginu Everyway That I Can, sem fór í kjölfarið í fyrsta sæti í ýmsum Evrópulöndum. Drottning tyrkneska poppsins er þó hin rúmlega fimmtuga Sezen Aksu, sem hefur selt yfir fjörutíu milljón plötur. Áhrifameiri en þær báðar er Ahmet Ertegun, fæddur í Istanbúl en stofnaði Atlantic útgáfuna í Bandaríkjunum og uppgötvaði listamenn á borð við Ray Charles, Led Zeppelin og Frank Zappa. Rithöfundurinn Orhan Pamuk vann Nóbelsverð- launin í ár, fyrstur Tyrkja. Kúrdíski höfundurinn Mehmet Uzun er fæddur í Tyrklandi og býr nú í Istanbúl eftir langa dvöl í Svíþjóð. Til gamans má einnig nefna leikkonuna Tuna Metya sem búið hefur á Íslandi undanfarin ár og leikur nú í leikritinu Best í heimi. Lengra aftur í sögunni má finna marga fræga menn sem fæðst hafa á því svæði sem nú er Tyrkland, svo sem Abraham ættfaðir, skáldið Hómer, Pál postula og jafnvel jólasveininn sjálfan, heilagan Nikulás. Frægustu Tyrkir í heimi Þvílík della ? ? ? ? ? ? jólagjafir Fyrsta flokks gæði og frábær verð HLÝJAR Dúnsængur og koddar í miklu úrvali Laugavegi 87 • símar 551 8740 & 511 2004 Gefðu hlýju En hún hljómar von- andi ekki illa Er þögn sama og staðfesta?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.