Fréttablaðið - 30.11.2006, Page 36

Fréttablaðið - 30.11.2006, Page 36
greinar@frettabladid.is Eystrasaltslöndin eru næsti bær við Norðurlönd og glíma nú að sumu leyti við svipaða vaxtarverki og Íslendingar. Eistland, Lettland og Litháen hafa haft hamskipti síðan 1991, þegar þau losnuðu undan oki Sovétríkj- anna og endurheimtu langþráð frelsi og sjálfstæði. Umskiptin hafa lyft lífskjörum Letta í nýjar hæðir, en nýfengnu frelsi og meðfylgjandi lífskjarabyltingu fylgja ýmis vandamál svo sem við var að búast. Hér segir frá því. Hefjum leikinn í Lettlandi. Þar búa rösklega tvær milljónir manns, þar af þriðjungurinn í höfuðborginni, Rigu. Landið er á fleygiferð. Landsframleiðslan hefur aukizt um tíu prósent í ár. Fá lönd önnur en Kína geta státað af svo örum vexti. Þriðjungur íbúa Lettlands kann þó ekki lettnesku. Flest þetta fólk er Rússar. Forsagan er sú, að Sovétstjórnin rak Letta á sínum tíma tugþúsundum saman burt úr eigin landi, suma í fangabúðir, aðra í opinn dauðann, og sendi í þeirra stað til Lettlands Rússa, sem urðu ný yfirstétt í Lettlandi. Margir aðrir Lettar flúðu land, ef þeir gátu. Samsetning mannfjöld- ans gerbreyttist smám saman. Þegar veldi Sovétríkjanna í Lettlandi hrundi 1991, hafði Rússum þar fjölgað svo, að þeir voru orðnir tæpur helmingur landsmanna. Rússneska var aðalmálið í Rigu. Annað var eftir því. Flestir Rússar höfðu ekki séð ástæðu til að læra lettnesku, enda voru Lettar kúguð undirstétt í eigin landi. Þegar Lettar náðu landi sínu á sitt vald á ný 1991 við hrun Sovétríkjanna, tóku þeir til óspilltra málanna. Þeir sam- þykktu strax ný lög þess efnis, að atkvæðisréttur og kjörgengi gætu ekki öðrum hlotnazt en þeim, sem kunna lettnesku og kunna einnig viðhlítandi skil á sögu Lettlands. Þetta þýðir í reynd, að rússneskir íbúar Lettlands þurfa að þreyta próf í lettnesku og sögu til að öðlast sömu lýðréttindi og innfæddir Lettar – og samt eru þessir Rússar margir innfæddir sjálfir, þeir eru afkomendur Rússanna, sem byrjuðu að flykkjast til Lettlands 1940, þegar Sovétríkin sölsuðu landið undir sig með ofbeldi. Rússarnir hafa þó fæstir kosið að hverfa aftur til Rússlands. Þeir virðast líta svo á, að þeim sé nú betur borgið sem hálfmállausri láglaunastétt í Lettlandi en sem óbreyttum borgurum í Rússlandi. Rússarnir vinna ýmis störf, sem Lettar kæra sig ekki um. Þeir eru eins og nýbúar í landi, þar sem þeir hafa þó flestir átt heima alla ævi. Ríkisstjórnin í Kreml fylgist gerla með afdrifum Rússa í Lettlandi og hinum Eystrasalts- ríkjunum tveim og lætur á sér skiljast, að hún muni ekki láta bjóða þeim hvað sem er. Lettar óttast eins og gefur að skilja grannann í austri. Sumir rúss- neskir íbúar landsins af eldri kynslóðinni kæra sig ekki um að læra lettnesku og segjast bíða þess, að Rússar ráðist á ný inn í landið. Þetta viðhorf er ekki til þess fallið að treysta böndin milli lettneska meiri hlutans og rússneska minni hlutans. Aðrir Rússar eru vinveittari Lettum og lögðu þeim lið í baráttunni gegn yfirráðum Sovétstjórnarinnar fyrir 1991. Lettar hafa látið hendur standa fram úr ermum. Þeir gengu í Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið 2004 og bíða þess með nokkurri óþreyju að fá að taka upp evruna. Síðan 2004 hafa 100.000 Lettar – fjögur prósent þjóðarinnar – neytt lags og flutt af landi brott í leit að betri lífskjörum í öðrum ESB- löndum. Við þetta myndaðist djúp hola á lettneskum vinnumarkaði. Hvað gerðu vinnuveitendur? Þeir fluttu inn ódýrt vinnuafl – einkum frá Rússlandi. Nú standa Lettar frammi fyrir tveim kostum. Annar kosturinn er að horfa aftur í tímann og fara í ljósi hins liðna hægt í innflutning á nýju rúss- nesku vinnuafli til að styrkja ekki stöðu rússneska minni hlutans í landinu og eiga það ekki á hættu að ýfa upp ný átök um réttleysi Rússa í landinu. Hinn kosturinn er að horfa heldur fram á veginn og færa sér í nyt ódýrt vinnuafl, hvaðan sem það kemur, til að fóstra hagvöxtinn, sem Lettar þurfa svo mjög á að halda til að bæta skaðann, sem kúgun Sovétríkjanna bakaði þeim 1940- 1991. Hér er úr vöndu að ráða. Það er yfirleitt ekki heppilegt, að íbúar lands séu klofnir í tvær fylkingar eftir bæði þjóðerni og efnahag. Það er púðurtunna. Á Íslandi býr nú ört vaxandi fjöldi erlendra verkamanna og annarra innflytjenda. Sumt af þessu fólki býr við húsakost og kjör, sem innfæddir myndu fæstir láta bjóða sér. Íslendingar þurfa að búa í haginn fyrir nýbúa og aðra, sem eru hingað komnir til skemmri vinnudvalar, til að jafna kjörin. Kennum þeim að minnsta kosti íslenzku, og sögu. Innflutningur vinnuafls: Taka tvö Eftir snarpa fimm tíma rimmu í borgarstjórn var samningur um sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun samþykktur. Það var sérkennilegur andi í salnum. Yngri deildin í meirihlutanum gaf lítinn kost á augnsambandi undir umræð- unum, brosti vandræðalega, beit á jaxlinn og greiddi atkvæði. Borgar- stjóri var skilinn einn eftir í and- svörum. Eina ræða Gísla Marteins var tveggja mínútna svar, flutt til að koma því á framfæri að engu skipti þótt borgar- stjóri slægi úr og í um einkavæðingu Landsvirkj- unar, Gísli sjálfur og Geir Haarde væru báðir þeirrar skoðunar að einkavæðing skyldi verða! Málsvörn borgarstjóra var orðin býsna flótta- leg. Hann leitaði hvarvetna skjóls til að skauta fram hjá kjarnanum: það sem skorti við samnings- borðið var pólitískt afl til að knýja fram ásættan- lega niðurstöðu fyrir Reykvíkinga. Okkur lá ekk- ert á að selja og áttum ekki að verðlauna ríkið fyrir óbilgirnina. Borgarstjóri gat heldur engu svarað um ástæður þess að hann gekk á bak skrif- legu loforði til borgarráðs frá júlí sl. um að kynna þar meginlínur í samningum þegar fyrir „liggi atriði sem taka þarf afstöðu til“. Hápunktur umræðunnar var þó þegar upplýst var að borgarstjóri hefði orðið tvísaga í málinu. Í Frétta- blaðinu 4. nóvember kannaðist hann ekki við að minnisblað með verðmati upp á 91,2 milljarða væri til. Viku síðar byggði hann þó á sama minnis- blaði í svörum til borgarráðs. Í borg- arstjórn bar borgarstjóri fram þær skýringar að hann hefði ekki kynnt sér minnisblaðið með útreikningun- um fyrr en eftir að þetta verðmat kom til umfjöllunar í fjölmiðlum. Með öðrum orðum: borgarstjóri kynnti sér ekki lykilgögn um samn- ingsmarkmið borgarinnar fyrr en fimm dögum eftir að hann skrifaði undir samning um sölu Landsvirkjunar. Hvernig ætli færi fyrir nýjum forstjóra sem færi á bak við stjórn við gerð risasamninga og verði hendur sínar í umræðunni með því að undir- strika að hann hefði ekki kynnt sér lykilgögn áður en hann skrifaði undir? Niðurstaðan endurspeglar vanhæfni borgarstjóra: illa var haldið á hagsmun- um Reykjavíkurborgar, verðið var of lágt og greiðsluformið vont. Það sem eftir situr er vondur samningur og sú tilfinning að enginn fulltrúi meirihlutans hefði gengið að honum ef þeirra eigin peningar hefðu verið undir. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Meinleg málsvörn borgarstjóra LAUGARDAGUR EFTIR IAN McEWAN ÓMISSANDI SKÁLDSAGA ÓMISSANDI SKÁLDSAGA FYRIR ALLA ÞÁ SEM MÓTMÆLTU ÍRAKSSTRÍÐINU. OG HINA SEM GERÐU ÞAÐ EKKI. „Það óviðjafnanlega við bækur McEwans er að þær uppfylla bæði flettiþörf og þörfina fyrir að hugsa og finnast maður hafa breyst, jafnvel þroskast, við lesturinn.“ – Silja Aðalsteinsdóttir, TMM Þýðandi: Árni Óskarsson F yrir ekki svo mörgum árum gilti sú regla að þegar safnaðarbörn í Fríkirkjunni í Reykjavík fluttu frá höfuðborginni voru þau sjálfkrafa afskráð úr Frí- kirkjusöfnuðinum og í þá þjóðkirkjusókn þar sem þeirra nýja lögheimili var. Um það bil aldarfjórðungi eftir að þessi regla var afnum- in þykja svo róttæk afskipti ríkisins af trúarlífi landsmanna algjörlega fráleit. Enn þann dag í dag búum við hins vegar við þann veruleika að í landinu er ríkiskirkja sem nýtur mikilla forréttinda. Nýfallinn dómur Héraðsdóms Reykavíkur í máli Ásatrú- arfélagsins gegn íslenska ríkinu beinir kastljósinu að þessu lögverndaða misrétti sem þjóðkirkjan býr við umfram önnur trúfélög. Ásatrúarfélagið krafðist þess að njóta sama réttar og þjóð- kirkjan og fá greidd sambærileg gjöld, miðað við höfðatölu félagsmanna sinna, og greidd eru í kirkjumálasjóð og Jöfnun- arsjóð sókna samkvæmt lögum. Byggði Ásatrúarfélagið kröfu sína á jafnréttis- og trúf- relsisákvæðum stjórnarskrárinnar. Héraðsdómur hafnaði kröfunni og vísaði meðal annars til þess að þjóðkirkjan nýtur sérstakrar verndar samvæmt stjórnarskrá og lögum umfram önnur trúfélög, en sú sérstaka vernd þjóðkirkjunnar færir henni meðal annars um tvo milljarða á ári hverju umfram önnur trúfélög. Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði Ásatrúarfélags- ins, vill ekki sætta sig við þetta misrétti og hefur gefið út að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Hjörtur Magni Jóhannsson, fríkirkjuprestur í Reykjavík, er annar forsvarsmaður trúfélags utan þjóðkirkjunnar sem hefur hefur gagnrýnt óeðlileg forréttindi þjóðkirkjunnar. Í útvarpspredikun þann 19. nóvember benti hann til dæmis á þá undarlegu hugsun, sem er að baki samningi þjóðkirkjunnar og ríkisins, að laun biskups, vígslubiskupa og presta séu greiðsla ríkisins fyrir kirkjujarðir. „Prestar þjóðkirkjunnar og starfsmenn Biskupsstofu eru sem sagt einir og sér að taka út kirkjusögulegan arf allra kristinna formæðra og forfeðra. Hvaða starfsmaður biskups eða þjóðkirkjuprestur skyldi nú vera að taka út arf minna forfeðra og formæðra, langt aftur í aldir? Hvaða þjóðkirkju- starfsmenn skyldu nú vera að taka út kirkjusögulegan arf Hvítasunnumanna, aðventista og allra hinna?” spurði Hjörtur Magni. Hjörtur Magni hefur líka verið óþreytandi við að benda á að ríkisstyrktar trúmálastofnanir eru hverfandi fyrirbæri á heimsvísu og það hefði ekki í för með sér endalok kristni á Íslandi þótt íslenska þjóðkirkjan yrði lögð niður. Full ástæða er til að taka undir þau orð. Má reyndar ætla að trúarlíf landsmanna gengi í gegnum ákveðna endurnýjun og uppgang ef ríkið sleppti alfarið af því hendinni eins og hefur orðið raunin á öðrum sviðum. Kirkja sem er ekki reist á kletti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.