Fréttablaðið - 30.11.2006, Síða 47
Einfaldar, ódýrar gallabuxur
eru eftirsóttar.
Fyrirtækið Kicking Mule Jeans
hefur markaðssett nýjar gallabux-
ur, 1950 Classics, en eins og heitið
gefur til kynna draga þær dám af
bláu, gallabuxunum sem nutu vin-
sælda á 6. áratugnum.
Nýju gallabuxurnar, sem verða
fáanlegar í Odin í New York og
Arlington í Virginiu, eru að sögn
eins forsvarsmanna Kicking Mule
Jeans handsaumaðar og -litaðar í
Japan.
Vegna þess hversu vel litaðar
gallabuxurnar eru upplitast þær
síður, en þess ber og að geta að
þær má ekki setja í þvottvél þar
sem þær eru úr afar viðkvæmu
efni.
Sumir telja reyndar ókost að
geta ekki þvegið þær í þvottavél
og finnst ekki bæta úr skák að
efnið skuli vera eins og sand-
pappír viðkomu við fyrstu notk-
un.
Forsvarsmenn Kicking Mule
Jeans telja aftur á móti að hluti
aðdráttarafls buxnanna felist ein-
mitt í þessum „ókostum“, auk þess
sem margir eigi eftir að sætta sig
við þá vegna þess hversu sjald-
gæfar handgerðar gallabuxur eru
orðnar. Fágæti buxnanna á líkast
til eftir að auka ennfremur
aðdráttaraflið, því aðeins verða
40 stykki fáanleg.
Ekki munu þó allir hafa efni á
að kaupa sér hinar nýju 1950
Classics gallabuxur, þar sem
stykkið kemur til með að kosta um
41.916 krónur.
Fágætar
gallabuxur
*Tilboðsverð 2006
S
e
p
t.2
0
0
6
Nicorette Fruitmint
Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr
reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru
einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að
kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun,
varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar
aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um
lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall,
óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette
nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette
nikótínlyf nema að ráði læknis.
Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ.
Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.
www.nicorette.is
Nýttbragð
sem kemurá óvart
25%
afsláttur
*