Fréttablaðið - 30.11.2006, Side 48
Saltfélagið á Grandagarði 2
hefur vakið töluverða athygli
fyrir flotta og framsækna hönn-
unarvöru. Verslunin opnaði
nýlega í húsnæði sem flestir
þekkja en þar var Ellingsen
áður til húsa.
„Við leggjum töluvert upp úr
hágæðahönnun, því allra nýjasta
og flottasta í húsgögnum, ljósum,
gjafavöru, bókum og tímaritum,“
útskýrir Ólöf Jakobína Ernudótt-
ir, verslunarstjóri Saltfélagsins.
Hún bætir við að ekki séu teknar
inn heilar vörulínur frá fyrir-
tækjum heldur sé hver hlutur
valinn af kostgæfni.
Að sögn Ólafar er verslunin
uppfull af vörum frá þekktum og
virtum fyrirtækjum. Hlutir frá
hollenska vörumerkinu Moooi
eru meðal þess sem er á boðstól-
um og einkennist af tilrauna-
kenndri hönnun Marcel Wanders
og hönnuða hans. Þá þykja vörur
frá Droog Design ekki síður flott-
ar og fríkaðar.
„Vitra er aftur gamalgróið,
svissneskt fyrirtæki, sem hefur
nýlega sett á fót sérstaka heimil-
islínu en vörur úr henni verða
fáanlegar í versluninni,“ heldur
Ólöf áfram. „Einnig má geta Toms
Dixon, bresks hönnuðar sem hafði
starfað hjá fjölda fyrirtækja áður
en hann hóf nýverið framleiðslu á
eigin vörulínu. Er þá fátt upptal-
ið.“
Auk góðs og vandaðs vöruúr-
vals er kaffihús í Saltfélaginu,
sem hefur að sögn Ólafar fallið í
kramið hjá Vesturbæingum.
„Þetta er náttúrulega eina kaffi-
húsið í vesturbænum að Kaffi-
vagninum undanskildum,“ segir
hún. „Það á þátt í að ljá húsnæð-
inu skemmtilegan blæ, sem við
ákváðum að héldi hráu yfirbragð-
inu. Til marks um það gengum við
svo langt að banna málurunum að
sparsla í sprungurnar,“ bætir hún
hlæjandi við.
Þess má loks geta að Saltfélag-
ið er í eigu fyrirtækjanna Penn-
ans, Lumex og RDC (Reykjavík
Design Center).
Hágæðahönnun á Granda
Skólavörðustíg 21
Sími 551 4050 • Reykjavík
Úrval af gæða
sængurfatnaði fyrir
alla aldurshópa
Langur laugardagur