Fréttablaðið - 30.11.2006, Side 54

Fréttablaðið - 30.11.2006, Side 54
Upphaflega voru jólasveinarn- ir ekki bara níu eða þrettán. Svartiljótur, Lungnaslettir og Flotnös eru nú flestum gleymdir. Í gamla daga gengu sögur af mun fleiri jólasveinum en þeim sem sungið er um í vísunni eftir Jóhannes úr Kötlum. Af einhverj- um ástæðum heltust þó ansi marg- ir úr lestinni. Svo margir að í dag tölum við einatt um jólasveinana einn og átta, eða þrettán, eftir því sem við á. Ástæðan að baki því að svo margir heltust úr lestinni er m.a. talin vera þessi vísa Jóhann- esar sem hefur með tímanum orðið sígild en einnig hafa erlend áhrif komið við sögu. Í Evrópu og Bandaríkjunum er aðeins um einn jólasvein að ræða en á Norður- löndunum eru einnig svokallaðir jólanissar, eða álfar á ferð. Íslensku jólasveinarnir eru einskonar blanda af gömlu hrekkjalómunum sem gerðu víð- reist um landið fyrr á öldum, dönskum jólanissum og hinum búsældarlega Santa Klás sem upp- haflega kom frá Hollandi. Eins og við vitum hafa nöfn jólasveinanna eitthvað að gera með það hvernig þeir hegða sér. Því þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá fyrir sér hegðun eða útlit Lungnaslettis, Lummusníkis, Svartaljóts og Reykjasvelgs. Í raun má telja að þessir jólasvein- ar hafi verið öllu verri og ofbeldis- hneigðari en þeir sem við höldum eftir í dag, í það minnsta voru sög- urnar af þeim ekki fagrar. Lungna- slettir gekk t.d. með lungun fram- an á sér og ef illa lá á honum, hikaði hann ekki við að slá fólk með lungunum. Flotnös tók flot í nefið þegar fólk leit af öskunum sínum. Það er því um að gera að draga sængina upp fyrir haus og láta sem maður sé ekki á svæðinu ef slík vera birtist á glugganum eitthvert kvöldið fram að jólum. Ausa, Baggalútur, Baggi, Banda- leysir, Bitahængir, Bjálfansbarn- ið, Bóla, Bjálfinn, Bjálminn sjálf- ur, Drumbur fyrir alla, Dúðadurtur, Efridrumbur, Faldafeykir, Flauta- þyrill, Flotnös, Flaska, Flotgleyp- ir, Flórsleikir, Froðusleikir, Ganga- gægir, Guttormur, Hlöðustrangi, Hrútur eða Hnútur, Kattarvali, Kleinusníkir, Klettaskora, Lampa- skuggi, Litlipungur, Lummusníkir, Lungnaslettir, Lútur, Lækjarræg- ir, Moðbingur, Móamangi, Pönnu- skuggi, Rauður, Redda, Reykja- svelgur, Skefill, Sledda, Smjörhákur, Steingrímur, Syrju- sleikir, Strympa, Svartiljótur, Svellabrjótur, Tífall, Tífill, Tígull, Tútur og Þambarskelfir, Þorlákur og Örvadrumbur. Ekki bara einn og átta Tífall og Tútur, Baggi og Hnútur, Rauður og Redda, Steingrímur og Sledda, sjálfur Bjálfinn og Bjálfans barnið, Bitahængir, Froðusleikir, Gluggagægir og Syrjusleikir Hreinsar loftið Eyðir lykt Drepur bakteríur ECC Bolholti 4 Sími 511 1001 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.