Fréttablaðið - 30.11.2006, Side 68

Fréttablaðið - 30.11.2006, Side 68
Nú virðist vera komið tækifæri til þess að losna undan EES- samningnum eða að minnsta kosti að láta reyna á undanþágumögu- leikana frá hinum allt óaðgengi- legri valdboðum ESB. Þær fregnir berast nú frá Nor- egi að menn þar séu farnir að átta sig á að EES-samningurinn er ekki í þágu Norðmanna nema undan- þágur fáist frá tilskipunum ESB sem bæði Noregur, Ísland og Liechtenstein eru nauðbeygð til þess að gegna. Aðstæður í Noregi, reyndar líka á Íslandi, eru allt aðrar en í ESB-kjarnalöndum og reglugerðir ESB henta því oft afar illa. EES-samningurinn fól í sér framsal á fullveldi ríkjanna þriggja og þar með afsal á óskor- uðum rétti þeirra til þess að setja sjálf lög og reglur í sínum þjóð- löndum. Það sem kveikti í Norð- mönnum núna er þjónustutilskip- unin svokallaða sem greinilega á að útvíkka markað ESB-þjónustu- fyrirtækja, hún er þó líklega í raun með svipuðum tilgangi og stór hluti tilskipana ESB: miðstýra heilum atvinnugreinum frá Brus- sel, gefa stórfyrirtækjum í ESB forskot en gera staðbundinni atvinnustarfsemi, sérstaklega litl- um fyrirtækjum, erfiðara fyrir og hamla nýliðun. Ein afleiðing þjón- ustutilskipunarinnar gæti orðið undirboð sem íslensk fyrirtæki, sem eru vön að hlýta hér reglum og mannasiðum, geta ekki keppt við og neyðast kannske til þess að leggja upp laupana. Norðmenn benda á að ekki hafi enn reynt á undan- þáguákvæði í EES- samningnum, með öðrum orðum hafa Noregur, Ísland og Liechtenstein ekki þorað að neita að hlýða ESB hingað til. Nú er greinilega kom- inn tími til þess að láta á þetta reyna. Valdboð ESB vegna EES-samn- ingsins eru líklega orðin um 3000 (fáir í íslenska stjórnkefinu virð- ast vita nákvæma tölu) sem þýðir að Íslendingar hafa fengið í gróf- um dráttum eitt valdboð á hverj- um virkum degi síðan samningur- inn reið yfir þjóðina með samþykkt Alþingis 1993. Ekki sér fyrir end- ann á flóði tilskipana. Íslenska stjórnkerfið hefur bólgnað út, kostnaðurinn við það vex stöðugt, grónar og góðar íslenskar stofnanir eru að kaffærast í smámuna- semi evrópskrar skrif- finnsku. Sveitarfélögin verða óþyrmilega fyrir barðinu á tilskipununum og ráða illa við kostnað- araukann sem af því hlýst, skattgreiðendur finna það. Og íslensk fyr- irtæki þurfa að bera sívaxandi kostnað af leyfisveitingakerfum, reglugerðum og kvöðum. Íslensk stjórnvöld geta orðið trauðla sett landslýð lög eða reglur lengur án þess að fletta þurfi upp í tilskip- anafeni EES-samningsins og gá hvort mönnum leyfist að stjórna landinu í samræmi við vilja og aðstæður landsmanna. Íslensk stjórnvöld hafa þegar í raun misst stjórnina á starfsum- hverfi atvinnustarfseminnar, við- skiptunum við útlönd, innstreymi útlendinga og brýnum menningar- legum málum. Vinnumarkaðstil- skipanirnar, samkeppnisreglurn- ar eða uhverfistilskipanirnar eru ekki settar í samræmi við íslenska þörf heldur vegna þess að þær samræmast aðstæðum og vilja stjórnenda ESB. Viðskiptahindr- anir EES við lönd utan hins mar- gjaplaða „innra markaðs“ eru ekki í þágu Íslands heldur ESB. Rekstr- arumhverfi atvinnunnar hér er að þróast í átt að evrópsku umhverfi, þar sem ósveigjanleiki, ofstjórn hins opinbera og allt of miklar og kostnaðarsamar kvaðir eru búnar, þegar á heildina er litið, að reka atvinnulífið í ESB í hatrammlega stöðnun sem enginn sér leið út úr, þrátt fyrir stöðuga útþenslu- stefnu. Lífvænleg nýliðun i viss- um hlutum íslensks atvinnulífs er nú líka farið að hraka og ekki víst að erlend stórfyrirtæki geti hlaup- ið í skarðið endalaust. Það væri stórt skref í rétta átt ef Norðmenn gætu fengið undan- þágu frá kvöðum EES-samnings- ins, við Íslendingar þurfum að styðja þá í því. En endanleg lausn á fullveldismálinu fæst ekki nema að EES-samningnum verði sagt upp og Íslendingar, og mögulega Norðmenn líka, taki upp tvíhliða viðskiptasamninga við ESB eins og stærsta landið í EFTA, Sviss, gerði á sínum tíma þegar Sviss- lendingar höfnuðu EES-samningn- um. Það hefur gefist þeim afar vel, þeir halda sínu sjálfstæði og hafa notið meiri velgegngni en ESB-ríkin. EFTA (Sviss, Noregur, Liechtenstein og Ísland) er góður vettvangur til þess að koma Íslandi (og mögulega Noregi og Liechten- stein) undan tilskipanavaldi ESB og til þess að styðja Norðmenn, EFTA hefur reynst okkur farsæl- lega og sækir fram á heimsvísu en ekki bara á þröngu svæði Evrópu. Höfundur er verkfræðingur. Færi að losna undan EES Kennarar í skólum borgarinnar hafa á undanförnum vikum ályktað og sent frá sér yfirlýsing- ar þar sem þeir lýsa óánægu sinni með að ekki hefur fengist niður- staða í hvort endurskoðunar- ákvæði í samningum þeirra komi þeim til góða. Á undanförnum dögum hafa sveitarstjórnarmenn tjáð sig í fjöl- miðlum um með hvaða hætti þeir sjá fyrir sér samninga við kennara í framtíðinni. Þeir leggja til að aðskilja þurfi annars vegar samn- inga um launakjör og hins vegar samninga um innra skólastarf. Það sé í höndum sveitarstjórnarmanna að útfæra það. Því ber að fagna að sveitar- stjórnarmenn tjái sig um grunn- skólann. Grunnskólinn er stærsta og mikilvægasta verkefni sveitar- félaga og hornsteinn íslensks þjóð- félags. Góð grunnmenntun þjóðar- innar er forsenda þess að við getum talist til sjálfstæðrar þjóð- ar. Sveitarfélögin hafa gríðarlega hagsmuni af því að efla traust samfélagsins til samningagerðar við grunnskólakennara áður en næsta samn- ingalota hefst. Koma þarf í veg fyrir að starf í grunnskólum verði fyrir viðlíka uppnámi og í samningalotunni árið 2004. En hvað ber þá að varast í þessari umræðu? Kjarasamningar kennara hafa verið tví- hliða. Annars vegar samningar um kaup og kjör og hins vegar fjalla þeir um gæði kennslu. Í drögum um kjarastefnu Félags grunn- skólakennara er tvennt sem sér- staklega miðar að því að bæta skólastarfs. Í fyrsta lagi sveigjan- leg kennsluskylda; ekki á að vera lágmark á kennsluskyldu en það á að vera hámark. Í öðru lagi nem- endafjöldi í bekk/námshóp, til þess að hægt sé að tryggja að nemenda- hópar verði aldrei stærri en svo að unnt sé að sinna hverjum nemanda með þeim hætti sem grunnskóla- lög og aðalnámskrá kveða á um. Kennarar hafa í gegnum tíðina lagt áherslu á að samningar þeirra inni- haldi ákvæði sem gera þeim kleift að vinna af fagmennsku. Þessir kjaraliðir hafa ekki skil- að þeim betri launum í krónum talið en hins vegar betri skóla og þar með starfsumhverfi. Kennarar hafa talið mjög mikilvægt að tryggja faglega kennslu í grunnskólum um allt land. Þetta endurspegl- ast í könnunum sem gerðar hafa verið á skólastarfi og árangri nem- enda í samræmdum prófum, s.s PISA. Ekki er merkjanlegur munur á skólum hér á landi, ólíkt því sem gerist annars staðar í heiminum. Ísland skipar sér í fyrsta sætið hvað þetta varðar og Norðurlönd koma strax á hæla okkar enda hafa samningar kennara á Norðurlönd- um gengið út á það sama: Að tryggja faglega og góða kennslu, bæði í gegnum kjarasamninga og aðalnámskrá. Hefjast þarf strax handa ef byggja á upp traust tímanlega fyrir næstu samninga um að nægi- legt fjármagn sé tryggt til að allir nemendur njóti lögbundinnar kennslu í framtíðinni. Ef takast á að fylkja kennurum að baki þeirri samningagerð sem framundan er verða sveitarstjórn- armenn að sýna að þeir séu trausts- ins verðir með því að bregðast strax við endurskoðunarákvæði samningsins, þ.e. skoða hug sinn til þeirra samninga sem þegar hafa verið undirritaðir. Orðheldni skipt- ir miklu máli í samningagerð. Öll viljum við jú að allir nem- endur njóti lögbundinnar kennslu í framtíðinni og nægt fjármagn sé tryggt til að standa straum af kostnaði við hana. Höfundur er formaður Kenn- arafélags Reykjavíkur. Orðheldni skiptir máli Sveitarfélögin hafa gríðarlega hagsmuni af því að efla traust samfélagsins til samningagerð- ar við grunnskólakennara áður en næsta samningalota hefst. ÞAÐ virðist hafa farið framhjá mörgum að ein meginástæðan fyrir mengun og gróðurhúsaloft- tegundum er jarðvegseyðing, hér á landi sem annars staðar. Þegar gróðurinn hverfur hættir hann að binda koltvísýring og þá tekur rotnun lífrænna leyfa við. Úr jarð- veginum streymir því koltvísýr- ingur og metan úr uppþurrkuðum mýrum. Öll viljum við draga úr mengun en hefur fólk áttað sig á því að mengun frá bílum hér á landi, skipum og verksmiðjum er lítil miðað við þá mengun, sem jarð- vegseyðingin, þessi niðurgreidda niðurlæging, gefur frá sér? Nú er talað um vakningu í umhverfis- málum og því ber að fagna en hvernig má það vera að um þetta er ekkert talað, þessar manngerðu auðnir og eyðimerkur? Það er beit- in, lausagangan, sem kemur í veg fyrir að unnt sé að snúa dæminu við, klæða landið nýjum gróðri og loka þannig mestu mengunarupp- sprettunni. Í vakningunni sem um er talað vekur mesta athygli afstaða Vinstri grænna. Þeir gefa sig út fyrir að vera umhverfisverndar- fólk og þess umkomnir að lesa öðrum pistilinn en eru síðan sam- mála bændasamtökunum um að beita skuli auðnirnar og ekki komi til mála að friða þær. Hvaða orð á að velja því fólki, „umhverfisverndarfólki“, sem lætur sem því komi ekki við ömur- legt ástand hinnar lifandi náttúru, undirstöðu alls lífs á jörðinni? Hræsnarar er eina orðið sem á við Vinstri græna eða Vinstri svarta eins og margir eru farnir að kalla þá. Að lokum vil ég hvetja alla til að lesa greinina „Að grafa sér gröf“, sem birtist í Lesbók Morg- unblaðsins um síðustu helgi. Hún er holl hugvekja. Ef við tökum okkur ekki á er viðbúið að ósann- indin um „óspillt“ land og „sjálf- bæran búskap“ verði rekin öfug ofan í okkur. Það gæti haft alvar- legar afleiðingar fyrir orðstír lands og þjóðar og hugsanlega spillt fyrir okkur á erlendum markaði. Höfundur er járnsmiður. Öll viljum við draga úr mengun en hefur fólk áttað sig á því að mengun frá bílum hér á landi, skipum og verksmiðjum er lítil miðað við þá mengun sem jarðvegseyðingin gefur frá sér? Grafarþögn Vinstri grænna Íslenska stjórnkerfið hefur bólgnað út, kostnaðurinn við það vex stöðugt, grónar og góðar íslenskar stofnanir eru að kaffærast í smámunasemi evrópskrar skriffinnsku. Nemur eyrað það sem augað sér ? Fáðu enn kröftugri hljómburð úr stóra flatskjánum þínum með Yamaha heimabíómagnara. Með Yamaha magnara og réttu hátölurunum verða heildaráhrifin af myndinni og upplifunin öll sterkari, hljómurinn kemur úr öllum áttum í rýminu og þér finnst eins og það sé bíó heima hjá þér.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.