Fréttablaðið - 30.11.2006, Síða 70

Fréttablaðið - 30.11.2006, Síða 70
nám, fróðleikur og vísindi Grunnskólalögunum verður hugs- anlega breytt á næsta ári. 25. nóv- ember síðastliðinn var haldið mál- þing á Hótel Nordica þar sem rætt var um álitamál í endurskoðun laganna, svo sem samfellu á milli skólastiga, skólaskyldu og fræðsluskyldu, einstaklingsmiðað nám, samræmd próf og samstarf um skólastarf. Um 250 manns mættu á málþingið. Að sögn Guðrúnar Ebbu Ólafs- dóttur, formanns nefndar sem semur frumvarp til nýrra grunn- skólalaga, voru niðurstöðurnar á málþinginu meðal annars þær að reyna að líta á skólastigin þrjú, grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigið sem eina heild. Hún segir niðurstöður málþingsins vera í átt til aukins sveigjanleika, valfrelsis, sjálfstæðis og velferð- ar nemenda. Ein af niðurstöðum málþings- ins að sögn Guðrúnar Ebbu er að breyta eigi fyrirkomulaginu á samræmdu prófunum í tíunda bekk því þau séu of stýrandi. Guð- rún Ebba segir að engar ákvarðan- ir hafi verið teknar um það hvern- ig prófunum verður breytt. Guðrún Ebba segir að málþing- ið hafi verið lokapunktur í sam- ráðsferli sem hófst hjá nefndinni í mars. Hún segir að nefndin hafi talað við á annað hundrað hags- munaaðila á landinu, „Það var mikil ánægja með þetta þing hjá þátttakendunum. Fólki fannst gott að fá tækifæri til að ræða þessi mál.“ Nefndin mun meðal annars nota þær niðurstöður sem komu fram á málþinginu þegar hún vinnur lagafrumvarpið um breyt- ingar á grunnskólalögunum sem hún á að skila menntamálaráð- herra, Þorgerði Katrínu Gunnars- dóttur, í lok ársins. Grunnskólalög í endurskoðun Fræðsluþörf í stað skólaskyldu Skipulagi Háskóla Íslands mun líklega verða breytt á næsta ári. Í stað ellefu deilda munu líklega koma fimm til sjö skólar. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, er formað- ur nefndar háskólaráðs sem vinnur að breytingunum. Fyrstu hugmyndir nefndarinnar um væntanlegar breytingar voru kynntar á háskólafundi þann sautj- ánda nóvember síðastliðinn. Ólafur segir að ein hugmyndin sé að í stað þeirra ellefu deilda sem nú eru í Háskóla Íslands komi fimm til sjö skólar: heilbrigðisvís- indaskóli, félagsvísindaskóli, hug- vísindaskóli, verkfræði- og raun- vísindaskóli, og mögulega uppeldisvísindaskóli. Ef verður af sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskólans, sem Ólafur telur afar líklega, muni uppeldis- vísindaskólinn líklega verða byggður upp í kringum Kennara- háskólann. Að sögn Ólafs eru breytingarn- ar fyrst og fremst fyrirhugaðar vegna þess að í úttektum sem Rík- isendurskoðun og Evrópsku háskólasamtökin framkvæmdu voru gerðar athugasemdir við núverandi deildaskiptingu í skól- anum. Ástæðan fyrir þessum athuga- semdum er gríðarlegur stærðar- munur á deildum skólans. „Mun- urinn á fjölda nemenda í deildum skólans er mikill. Í fámennustu deildunum eru hundrað til tvö- hundruð nemendur en í þeim fjöl- mennustu um 2.500. Við erum að tala um fimmtánfaldan mun á milli fámennustu og fjölmennustu deildanna. Önnur ástæða er sú að mönnum hefur þótt of mikið að vera með ellefu deildir,“ segir Ólafur og bætir því við að önnur orsök breytinganna sé mikil aukn- ing nemenda í skólanum. Næstu skref verða þau að nefnd háskólaráðs mun ýta undir að þessar breytingar verði ræddar í deildum og skorum skólans á næstu vikum og mánuðum. „Við viljum að það fari í gang mjög öflug grasrótarumræða í skólan- um um þessar hugmyndir, þannig að háskólasamfélagið fái gott tækifæri til að ræða þær. Vonandi verður komin niður- staða um breytingarnar næsta vor,“ segir Ólafur og bætir því við að breytingarnar séu liður í því markmiði að efla Háskóla Íslands til muna. Gagngerar breytingar á skipulagi háskólans
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.