Fréttablaðið - 30.11.2006, Síða 78

Fréttablaðið - 30.11.2006, Síða 78
Norski krimmahöfundurinn Tom Egelands á íslenska þýðingu á markaði þessa hausts. Spennusög- una Nótt úlfanna sem hann sendi frá sér í fyrra þar sem lýst er her- töku og gíslatöku flugumanna frá Tjetsníu. Tilkynnt var á miðviku- dag að nú yrði ráðist í að kvik- mynda þessa sögu og væri veittur til þess verks stórstyrkur úr Norska kvikmyndasjóðnum, nær hundrað miljónir íslenskra króna. Það er sænskur leikstjóri, Kjell Sundvall, sem leikstýrir, en hann á að baki tíu myndir í fullri lengd og er Veiði- mennirnir þekktust þeirra. Kjell er um þessar mundir að vinna við kvikmynd um Beck, hinn þekkta sænska rannsóknarlögreglumann. Úlfanótt kemur við kviku sam- tímans, nú þegar þekktir gagnrýn- endur Putins hafa verið myrtir, bæði í Moskvu og London, fyrir að forvitnast um vel þaggað fram- ferði rússsneska hersins í Tjetsníu. Útgefandi Egeland í Rússlandi hefur hætt við að gefa verk hans út þar í landi, en verk þessa spennu- höfundar hafa farið víða síðari misserin. Í viðtali við norska dag- blaðið segir Egeland í gær að menn verði að forðast að skoða mál þessa stríðshrjáða lands af einsýni. Land- ið eigi í stríði við stórveldi. Atburð- irnir í Beslan og takan á leikhúsinu í Moskvu blindi menn. Hann bend- ir á að þótt Rússar kalli bardaga- menn frá Tjetsníu hermdarverka- menn megi til dæmis Norðmenn minnast að það voru skæruliðarnir sem sprengdu Rjukan-verið í stríð- inu líka í augum Þjóðverja. Egeland skrifar sjálfur handrit- ið að Nótt úlfanna en framleiðslan mun kosta nærri 200 milljónir íslenskar.Verkið verður unnið sem kvikmynd fyrir bíó en líka í lengri gerð sem þáttaröð fyrir sjónvarp. Egeland er fæddur 1959 og starfaði sem blaðamaður áður en hann tók til starfa í sjónvarpi. Við enda hringsins kom út í fyrra og naut mikilla vinsælda. Hún er nú komin út í fjórtán löndum. Nótt úlfanna fer á hvíta tjaldið Rinascente-hópurinn heldur tón- leika annað kvöld á vegum tónlist- arhátíðarinnar „Tónað inn í aðventu“. Hópinn skipa þau Hall- veig Rúnarsdóttir sópransöng- kona, Hrólfur Sæmundsson barít- ón og Steingrímur Þórhallsson, organisti og listrænn stjórnandi hópsins. Á efnisskránni að þessu sinni eru verk eftir Feneyjatónskáldin Gabrieli og Girolamo Frescobaldi, sem uppi voru á 16. og 17. öld. Gabrieli var eitt þekktasta tón- skáld Evrópu á þeim tíma og eitt höfuðtónskálda á mörkum endur- reisnar og barokks. Frescobaldi var einnig áhrifamikill en áhrif hans má meðal annars merkja á tónsmíðum Johanns Sebastians Bach. Söngverk hans eru glæsi- leg, en gera miklar kröfur til flytj- andans. „Þetta er tónlist á mörk- um endurreisnar og barr- okk, annars vegar söng- lög og nokkrir dúettar en einnig hljómborðs- lög frá þessum tíma,“ segir Hrólfur. „Við flytjum þessa tónlist beint úr handritunum, milliliðalaust frá tón- skáldi til túlk- anda.“ Hann áréttar að músík sem þessi geti skolast til í endurritun og krefjandi sé að rýna í handskrifaðar nóturnar en hóp- urinn leitist við að flytja tónlistina í sem upprunalegustu mynd. „Steingrímur á mestan heiðurinn að þessu, hann stúderaði í tónskóla Vatíkansins á sínum tíma og við- aði að sér alls konar efni eins og þessu,“ útskýrir Hrólfur. Steingrímur stofnaði Rinas- cente-hópinn árið 2003 en hann hefur frá stofnun einbeitt sér að flutningi barokk og endurreisnar- tónlistar beint upp úr frumhand- ritum. „Þetta verður mjög hugguleg stemning,“ útskýrir Hrólfur, „tón- leikarnir fara fram í safnaðar- heimili Neskirkju og þar myndast notaleg stemning.“ Þess skal einn- ig getið að hljómburður í safnað- arheimilinu þykir einnig afar góður. Tónleikar Rinascente- hópsins hafa hingað til fengið frábæra dóma og góða aðsókn. Á næsta ári hyggst hóp- urinn ráðast í flutning á óperu eftir Georg Frie- drich Handel. Tónleikahátíðinni „Tónað inn í aðventu“ lýkur nú á sunnudag, en hún er árlegur viðburður í Nes- kirkju. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 annað kvöld. Barokk í Neskirkju
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.