Fréttablaðið - 30.11.2006, Síða 80

Fréttablaðið - 30.11.2006, Síða 80
Kristín Steinsdóttir rithöfundur er einn af ástsælustu barnabókahöf- undum landsins en skáldsagan Á eigin vegum er önnur skáldsaga hennar sem skrifuð er fyrir full- orðna. Sagan segir frá ekkjunni Sig- þrúði sem ber út blöð og mætir í jarðarfarir, hún er einstæðingur því allt hennar fólk er horfið á braut en samt halda dagarnir áfram að líða. Sigþrúður er trú yfir litlu, en það er lyndiseinkunnin sem hún gefur konunni með græna hattinn sem sækir stundum sömu jarðar- farir og hún og Sigþrúður endar síðan á að fylgja síðasta spölinn þó þær hafi alls ekki þekkst. Breytni sú er til marks um innræti aðalpers- ónunnar, hún lætur sig varða um annað fólk en heldur sig ávallt í hæfilegri fjarlægð. Þetta er ósköp hæversk saga um hógværa konu sem vart virðist skipta skapi. Undir rólegu yfirborð- inu krauma samt þrár sem vakið er máls á í endurlitum Sigþrúðar þar sem hún rifjar upp bernsku sína og hjúskaparár, eini breyskleiki henn- ar virðist vera sá að hana dreymir. Af forsögunni að dæma hefur Sig- þrúður snemma lært að treysta ekki á neinn nema sjálfa sig. Nú verður þó breyting á og það má lesa þessa skáldsögu Kristínar sem þroska- sögu, þó svo að þær sögur séu oftar en ekki um fólk í yngra kantinum. Þetta er saga um mikilvægi tæki- færanna því Sigþrúður er ein en ekki einmana og hún lærir loks að ferðast á eigin vegum, líka í bók- staflegri merkingu. Stíll bókarinnar er áreynslulaus, hófstilltur og á köflum ljóðrænn. Sagan er sögð í næstum guðlegri þriðju persónu þar sem söguhöf- undur vakir yfir Sigþrúði og minn- ingum hennar en þó er höfundur óspar á húmorinn. Broslegar senur sem lýsa hversdagsamstri aðalpers- ónunnar kallast við harmrænar lýs- ingar á uppvexti Sigþrúðar og lífs- baráttu hennar og Tómasar. Kunnuglegum stefjum íslenska malaróttans bregður líka fyrir en ólíkt manninum sínum hefur Sig- þrúður töluverða aðlögunarhæfni sem sannast best í bókarlok. Dag- draumar hennar, sem hún hefur ekki fært í orð við neinn, eru einnig afhjúpaðir lesendum og þar er kannski mesti sársaukinn líka, Sig- þrúður er af kynslóð sem ekki leyf- ir sér að vona upphátt. Á heildina litið er þetta afar vel heppnuð saga af manneskju sem lærist að gefa sjálfri sér annað tækifæri. Höfundi tekst að gera gleði og sársauka næstum heillar ævi skil í merkilega stuttri frásögn, eftirminnilegt samferðafólk Sig- þrúðar er dregið upp með örfáum orðum og söguhetjan sjálf fylgir lesandanum að lestri loknum – það væru allir bættir að því að búa yfir smá Sigþrúði. Að orða vonina upphátt 27 28 29 30 1 2 3 Mynd þessi birtist ranglega með frétt um greiningarsýningu Þjóð- minjasafnsins, Ókunn sjónarhorn, sem lauk um síðustu helgi. Hið rétta er að „sjónarhorn“ hennar er vel þekkt, myndina tók Gunnlaugur P. Kristinsson, ljós- myndari á Akureyri, af eiginkonu sinni Gunborgu Kristinsson. Eru lesendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Árétting Lau. örfá sæti 2. des. Sun. 3. des. Fim. 7. des. Fös. 8. des. Lau. 9. des. Síðustu sýningar! Miðasala virka daga frá kl. 11-16 og 2 tímum fyrir sýningar. Sími 562 9700 idno.is og midi.is Sýningar kl. 20 Sýnt í Iðnó “Fólk ætlaði hreint vitlaust að verða úr hlátri.” S.A. TMM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.