Fréttablaðið - 30.11.2006, Síða 84

Fréttablaðið - 30.11.2006, Síða 84
V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 1 49 k r/ sk ey ti ð . Sendu SMS skeytið BTC OHF á 1900 og þú gætir unnið eintak! Aðalvinningur er DVD spilari og Over the Hedge á DVD Aukavinningar eru Over the Hedge á DVD, tölvuleikir, fleiri DVD myndir og margt fleira! Jólamyndirnar eru byrj- aðar að gera vart við sig í bíó og tvær slíkar verða frumsýndar á morgun. Önn- ur fjallar um jólameting nágranna sem endar með ósköpum en hin getur ekki orðið jólalegri enda byggist hún á frásögn Lúkasarguð- spjallsins um meyfæðing- una. The Nativity Story fylgir þeim Maríu og Jósef á leið þeirra frá Nasaret til Betlehem þar sem frelsarinn kom í heiminn eins og er fyrir löngu frægt orðið. Myndin hefst þó nokkru fyrr, á taugaveikl- un sem greip Heródes konung vegna spádóms Gamla testament- isins um Messías en spádómurinn varð til þess að hann fyrirskipaði útrýmingu allra sveinbarna í rík- inu sem voru undir tveggja ára aldri. Sögunni víkur síðan að Maríu en hennar bíður það hlutskipti að fæða son Guðs í þennan heim. Það þarf vart að rekja söguþráðinn frekar enda þekkir nánast hvert mannsbarn í hinum vestræna heimi framhaldið. The Nativity Story var heims- frumsýnd á sunnudaginn á sér- stakri hátíðarsýningu í Vatíkaninu að viðstöddum rúmlega 7.000 áhorfendum. Fréttir herma að myndin hafi fallið áhorfendum vel í geð og það má segja að hún njóti geistlegrar blessunar en þetta er í fyrsta skipti sem kvikmynd hlotn- ast sá heiður að vera frumsýnd í Páfagarði. Hin sextán ára gamla Keisha Castle-Hughes leikur guðsmóður- ina í The Nativity Story en hún vakti mikla athygli árið 2002 fyrir frábæran leik í nýsjálensku mynd- inni Whale Rider en hún hlaut fyrir vikið tilnefningu til Óskars- verðlauna sem besta leikkonan í aðalhlutverki. Hinn nánast óþekkti Oscar Isaac leikur Jósef en breski eðalleikarinn Ciarán Hinds (Mun- ich, Miami Vice) leikur Heródes en hann er síður en svo ókunnur sögutímanum þar sem hann lék Júlíus Seasar með miklum tilþrif- um í sjónvarpsþáttunum Rome. Kærleiksboðskapur Krists svífur ekki yfir vötnum í gamanmynd- inni Deck the Halls þar sem leikar- arnir Matthew Broderick og Danny DeVito leiða saman hesta sína í mögnuðum nágrannaerjum sem stofna jólagleði fjölskyldna þeirra í stórhættu. Jólin eru eftirlætisárstími Steve Finch sem Broderick leikur og hann er bókstaflega friðlaus á aðventunni þegar öll tilvera hans hverfist um jólaundirbúning og alls konar hefðir og uppákomum honum tengdum. Þetta gerir eigin- konu hans og börnum hins vegar lífið frekar leitt þar sem hann dregur þau áfram í ofstækinu. Ástandið versnar svo til muna þegar nýi nágranninn, bílasalinn Buddy Hall (DeVito), gerir tilkall til krúnunnar sem aðal jólakallinn í hverfinu. Hann byrjar á því að setja upp svo magnaða jólaljósa- seríu á húsið sitt að hún sést utan úr geimnum og þar með er stríðs- hanskanum kastað. Athyglin sem Buddy fær út á jólaljósin verður til þess að hann fyllist ofurkappi og gerir ýmsar glannalegar tilraunir til þess að toppa sjálfan sig í jólaskreyting- um á meðan Steve fellur algerlega í skuggann með sitt hefðbundna jólaflipp. Hann snýr því vörn í sókn og nágrannaerjurnar stig- magnast. Fjölskyldur klikkhausanna sameinast þó gegn þeim enda stefnir allt í það að illindin muni eyðileggja jólin fyrir öllum en stóra spurningin er hvort mögu- legt sé að fá kappana til þess að grafa stríðsöxina áður en það er um seinan. Hryllingsmyndin Saw náði miklum vinsældum árið 2004. Þetta var frekar einföld og ódýr mynd sem kom með ferskan andvara inn í staðnaðan hryllingsmyndabrans- ann enda fóru höfundar hennar frumlegar leiðir til þess að skelfa áhorfendur og vekja óhug í hjört- um þeirra. Vinsældir myndarinnar urðu til þess að framhaldsmyndin Saw II var hrist fram ári síðar og nú er hann mættur þriðja árið í röð í Saw III. Jigsaw er á síðasta snúningi að þessu sinni og bíður dauðans undir- lagður af krabbameini. Krankleik- inn hindrar hann þó ekki í því að halda illvirkjum sínum áfram þar sem Amanda, eitt af fáum fórnar- lömbum hans sem lifði þrautir hans af, hefur gerst lærlingur hans. Skötuhjúin ræna að þessu sinni lækninum Lynn sem fær að halda lífi svo lengi sem hún getur haldið Jigsaw gangandi en á meðan hún framlengir jarðvist sína með því að hjúkra illmenninu reynir Jeff, annað fórnarlamb, að leysa þraut að hætti Jigsaw á öðrum vettvangi. Sagað í sama knérunn í þriðja sinn Snjallir leikstjórar láta sér ekki nægja að láta orðaflaum persóna sinna segja áhorfendum alla söguna heldur nota þeir óþrjótandi möguleika myndmálsins til þess að gefa vísbendingar, afvegaleiða og segja meira um persónurnar en þær gera sjálfar með orðum sínum og athöfnum. Alfred Hitchcock gerði þetta af mikilli list og það er engin tilviljun að enn sé talað um að hann hafi leikið á áhorfendur eins og píanó. Það mætti til dæmis skrifa langt mál um notkun Hitchcocks á myndmálinu til að hrekkja áhorfendur í Psycho en látum eitt dæmi nægja. Norman Bates hefur drepið áður en hann hittir Marion Crane og slátrar henni í frægasta steypibaði kvikmyndasögunnar. Það kemur þó aldrei beinlínis fram í myndinni en Hitchcock kemur því til skila á sinn lúmska hátt. Norman er með uppstoppaða fugla upp um alla veggi og hefur gaman að því að „stuff birds“ sem þýðir bókstaflega að troða í fugla en „bird“ er einnig vel þekkt orð yfir stúlkur í heimalandi leikstjórans þannig að Norman er sennilega meira fyrir að troða í … Æi, þetta er smekklegra eins og Hitchcock afgreiddi það. Gægjur eru eitt meginþema Psycho. Myndin hefst á því að mynda- vélin súmmar inn um glugga þar sem Marion og elskhugi hennar hafa nýlokið sér af og áhorfandinn er því engu betri en Norman þegar hann fylgist síðar með Marion berhátta sig fyrir sturtuna. Þegar blóðbaðinu lýkur starir niðurfallið í sturtubotninum á áhorfandann á meðan það tekur við vatnsblönduðu blóði stúlkunnar þangað til myndavélin færist yfir á andlit hennar og hún starir á okkur dauðum augum eins og uppstopp- aður fugl á vegg. Hver myndavélarhreyfing og hver rammi góðrar kvikmyndar er útpældur og það ætti ekkert að vera innan hans fyrir tilviljun og þegar það er haft í huga eru smáatriði eins og val persónu á veggskrauti merkingarbær og dýpka ánægjuna af áhorfinu. Þá er það líka sameiginlegt einkenni á myndum þar sem myndmálinu er beitt af leikni að þær má horfa á aftur og aftur og aftur. Eins og Psycho. Myrtur fugl í sturtu Fer alltaf með vasaklút í bíó
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.