Fréttablaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 30.11.2006, Blaðsíða 94
 Um helgina verða staddir hér á landi fulltrúar frá knattspyrnuskóla Man. Utd en þeir eru hingað komnir í þeim tilgangi að kynna starfsemi skólans og hugmyndafræði hans. Af þessu tilefni verður efnt til kynningarfundar um starf og stefnu skólans. Einnig verða haldnar æfingar þar sem taka þátt ungar stúlkur og ungir piltar frá íslenskum liðum. Kynningarfundurinn verður haldinn kl. 10 á laugardagsmorg- un á Grand hóteli og er aðgangur ókeypis. Klukkan 13 sama dag verður síðan æfing í Risanum í Hafnarfirði og önnur æfing er á sama tíma og á sama stað daginn eftir. Nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Lúðvík Arnarson á tölvupóstfanginu ludvik@uu.is Kynning um helgina Eggert Magnússon, formaður KSÍ og tilvonandi stjórnarformaður West Ham, hefur staðfest við breska fjölmiðla að hann ætli að flytja til London svo að hann geti sinnt starfi sínu sem stjórnarformaður almennilega. Eggert staðfesti einnig að hann hefði keypt íbúð í London fyrr á árinu sem nýtist honum vel núna þar sem hann hefur búið í London undanfarnar sjö vikur. Þessi tilhögun Eggerts hefur vakið nokkra athygli enda hafa þeir erlendu fjársýslumenn sem hafa keypt ensk félög undanfarin ár flestir haldið sig nokkuð fjarri félaginu. Til að mynda hefur Malcolm Glazer, eigandi Man. Utd, aldrei séð leik á Old Trafford og Randy Lerner, eigandi Aston Villa, hefur ekki heldur séð sitt lið spila. Keypti íbúð í London Fréttablaðið hefur á und- anförnum vikum tekið ítarleg við- töl við marga af eftirsóttustu knattspyrnumönnum landsins síð- ustu ár. Tilgangur viðtalanna var að komast til botns í hinum sér- staka íslenska leikmannamarkaði sem enginn veit mikið um. Ekki einu sinni leikmennirnir sjálfir. Hvað eru leikmenn að fá í laun? Hvaða lið borga best? Hvernig samningar eru í boði hjá hverju félagi? Hvaða félög brjóta félaga- skiptareglurnar? Er verið að greiða leikmönnum „svart“ og hvaða lið á mest af peningum er á meðal þeirra spurninga sem Fréttablaðið spurði leikmennina að. Fréttablaðið mun alla þessa viku birta greinar sem ætlað er að varpa ljósi á leikmannamarkað- inn. Þær upplýsingar sem koma fram í greinunum eru alfarið fengnar frá leikmönnunum sjálf- um. Í dag skoðum við stórveldið í Vesturbænum, KR. Það hefur lengi loðað við KR að vera það félag sem greiðir leik- mönnum sínum hvað bestu laun- in enda hafa margir snjöllustu knattspyrnumenn þjóðarinnar lagt leið sína í Vesturbæinn. KR er vissulega að greiða leik- mönnum ágæt laun en KR er aftur á móti að bjóða um margt öðruvísi samninga en Valur til að mynda sem er aðallega í pen- ingagreiðslum og engu öðru. Leikmenn sem KR er á höttun- um eftir er boðið meiri fríðindi á borð við afnot af bíl og íbúð og stundum fylgja líka með í pakkan- um hlutir á borð við bensínkort. Það eru ekki mörg ár síðan KR stóð frekar höllum fæti fjárhags- lega en reksturinn gengur betur í dag KR er ekki lengur að bjóða ofurlaun í hæsta flokki en á móti kemur að það eru nokkuð margir leikmenn hjá félaginu sem eru með góða samninga í kringum 200- 300 þúsund krónur í fastagreiðslu á mánuði. KR var í raun að bjóða betri samninga fyrir sumarið 2005 en það gerir í dag. KR hefur verið að búa til umgjörð í kringum meistaraflokkinn hjá sér sem er leikmönnum að skapi. Leikmenn virðast líka vera til í að leika fyrir Teit Þórðarson. Það ein- kennir einnig félagið að það stendur við sína samn- inga og enginn dráttur er á greiðslum lengur eftir því sem best er vitað. Eitt sterkasta vopn KR er að félagið virðist eiga auðvelt með að útvega leik- mönnum atvinnu sem í einhverj- um tilvikum er framtíðarstarf við- komandi leikmanns. Fyrir vikið er viðkomandi leikmaður ekki á eins háum launum hjá félaginu og margur heldur. Dæmi eru um að leikmenn hjá KR hafi fengið tekjutryggingu samhliða starfinu sem þýðir að leikmaðurinn heldur launum þó hann missi vinnuna. Félagið þarf þá að bjarga honum um nýtt starf og sér til þess að hann haldi sömu launum. KR er með sigurleikjabónus sem er í kringum 30-40 þúsund krónur. KR er með titlabónus í kringum hálfa milljón króna fyrir þá leik- menn sem eru líklegir til að spila mest fyrir liðið. KR býður leik- mönnum, sem það er í viðræðum við, einnig undir- skriftafé sem er allt frá hálfri millj- ón króna. Það eru ekki mörg félög á Íslandi sem eru til í að greiða fyrir leik- menn hér innanlands en KR er eitt þeirra þótt formaður rekstrarfé- lags KR vilji halda öðru fram. Þrátt fyrir betri rekstur á síðustu árum er ekki allt eins og best verð- ur á kosið hjá KR. Vesturbæjarlið- ið er enn að greiða einhverjum leikmönnum svart þótt þeim hafi farið mjög fækkandi á síðustu árum. Reyndar virðist skipta máli hver sér um að semja við leik- manninn því dæmi er fyrir því að stjórnarmaður hafi sagt við leik- mann að KR væri hætt að greiða svart. Nokkru síðar hefur annar stjórnarmaður frá félaginu sam- band við leikmanninn og býður honum svartar greiðslur. Forráðamenn KR hafa einnig gert sig seka um að brjóta reglur um félagaskipti og úttekt Fréttablaðs- ins hefur leitt í ljós að Valur og KR eru grófust í að setja sig í sam- band við samningsbundna leik- menn án leyfis. Síðast í sumar hafði KR ólög- lega samband við samningsbund- inn leikmann annars félags í byrj- un ágúst. KR fór reyndar þá leið að láta utanaðkomandi aðila hlera leikmanninn fyrst. Viðbrögð leik- mannsins voru jákvæð og þá hafði stjórnarmaður í félaginu umsvifa- laust samband án leyfis félags við- komandi leikmanns. Fyrir ári síðan var félagið ekki eins varkárt í samskiptum við leikmenn og þá höfðu stjórnar- menn ólöglega beint samband við samningsbundna leikmenn án þess að hlera þá á undan. Á morgun: FH KR er ekki það félag sem býður bestu samningana. KR hefur nokkuð dregið saman seglin og býður lakari samninga í ár en í fyrra. Félagið er ekki hætt að greiða leikmönnum svartar greiðslur þótt þær séu á miklu undanhaldi. KR og Valur eru grófust í að hafa samband við samningsbundna leikmenn án leyfis. Þurfum á stuðningi áhorfenda að halda Það fer vel um íslenska kvennalandsliðið í handbolta í smábænum Valcea í Rúmeníu. Íþróttahúsið sem leikirnir í riðlin- um fara fram í er í rúmlega hundr- að þúsund manna borg sem heitir Valcea og er staðsett í djúpum dal Karpatafjallanna en hótelið sem íslenska liðið gistir á er í þorpi þar rétt fyrir utan og er u.þ.b. hálf- tíma akstur í íþróttahúsið. Í þorpinu er fátt um fína drætti og þar eru nánast eingöngu hótel, sem gera sig út fyrir að vera heilsuhótel, með tilheyrandi nudd- aðstöðu og öðru því um líku. Víða má sjá áhrif gamla kommúnista- ríkisins á svæðinu. Mörg hótel- anna eru í hálfgerðri niðurníðslu. Hótelið sem íslenska liðið er á er þó tiltölulega nýtt af nálinni ef mið er tekið af öðrum hótelum í nágrenninu og ágætlega er hugsað um íslensku stelpurnar. Það má augljóslega sjá á keyrslunni á milli hótelsins og íþróttahússins að mikil fátækt er á svæðinu. Rútan sem keyrir liðið á milli staða hefur hingað til gengið undir nafninu klakavagninn sökum slæmrar miðstöðvar í langferða- bílnum. Stelpurnar kvörtuðu sáran undan kulda fyrstu dagana og reynt var eftir fremsta megni að biðja bílstjórann um að hækka hit- ann en án árangurs. Það stafaði að öllum líkindum af samskiptaörðugleikum, því það var sama hvað sagt var, alltaf kólnaði meira í bílnum. Rúta kvennalandsliðsins kölluð „klakavagninn“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.