Fréttablaðið - 30.11.2006, Síða 102

Fréttablaðið - 30.11.2006, Síða 102
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Þetta hefur gengið frábærlega, smá snurfus eftir en stærstu tökunum er lokið,“ segir Reynir Lyngdal, leikstjóri ára- mótaskaups- ins, en tökum á því lauk á þriðjudags- kvöld. Töku- liðið barðist við vind og kulda við Kleifarvatn en Reynir segir að þetta hafi passað fullkomlega við atriðið. „Þetta er vonandi upphafs- atriðið, mjög dramatískt og epískt,“ segir Reynir en viður- kennir þó að veðurfarið hafi leikið þá grátt fyrir tveimur vikum þegar lokaatriðið var sett á svið fyrir framan Hallgrímskirkju. „Þá var hörkufrost og mikill vindur og ég held að allir leikararnir hafi lagst í rúmið með kvef og lungna- bólgu.“ Reynir er ritstjóri skaupsins en auk hans sitja þau Þorsteinn Guð- mundsson, Hugleikur Dagsson, Margrét Örnólfsdóttir og bræð- urnir Ari og Úlfur Eld- járn í ritnefnd. Leik- stjórinn segir að markmiðið í ár hafi verið að fanga þjóðarsálina frekar en að endurskapa skemmti- leg atvik frá árinu sem nú er að líða þótt þeim verði vissulega gerð góð skil. „Við viljum reyna að hafa smá tilfinningu fyrir markaðinum og poppkúltúrnum,“ bætir Reynir við en tekur þó fram að þjóðþekkt- ar persónur komi einnig við sögu og að áhorfendur skaupsins eigi eftir að sjá yngri kynslóðina spreyta sig á ráðamönnum þjóðar- innar. „Þetta verður ekki „nastí“ og við ætlum ekki að leggja neinn í einelti,“ útskýrir leikstjórinn sem viðurkennir að smá kvíði sé fyrir hendi að einhver stórvægi- leg tíðindi gerist í desember. „Við höfum reyndar gert ráðstafanir en vonandi halda ráðamenn þjóð- arinnar og áhrifafólkið í þjóðfélaginu sig bara til hlés,“ segir Reynir. Ráðamenn þjóðarinnar hafi hægt um sig „Jósef frá Nasaret er sennilega með kokkálaðri mönnum fyrr og síðar,“ segir Lísa Pálsdóttir, útvarpskona og forkólfur leikfé- lagsins Peðið, sem frumsýnir söngleikinn Jóla- pera – eða helgileik- urinn um Jósef frá Nasaret, á Grand rokki á sunnu- dag. Peðið hefur starfað á Grand rokki frá því það setti upp leikritið Lamb fyrir tvo á menningarhátíð Grand rokks í fyrra. „Þetta leikrit er eftir Jón Benjamín Einarsson smið, sem maðurinn minn frétti að skrifaði leikrit í laumi og átti nokkur á lager. Við völdum þetta og settum upp. Í hláturskasti var síðan ákveðið að semja söngleik, Barperuna, sem var sýndur á menningarhátíðinni í ár og í öðru hláturskasti ákváðum við svo að setja upp jólaleik, sem er nú að fara á fjalirnar.“ Jólapera er verk í léttum dúr þar sem jólaguðspjallið er sagt frá sjónarhorni Jósefs. „Hann skilur ekki upp né niður í tilstandinu yfir einni barnsfæðingu, hvað allir þessir englar og vitringar eru að vilja, enda hefur hann ekki orðið fyrir neinni opinberun,“ segir Lísa en áréttar að ekki sé verið að gera gys að heilagri ritningu. „Þetta er falleg sýning og fjölskylduvæn, með góðri tónlist. Okkur langaði bara að segja jólasöguna á dálítið gamansaman en græskulausan hátt.“ Vilhjálmur Hjálmarsson leik- stýrir verkinu en Björgúlfur Egilsson, eiginmaður Lísu, og Magnús R. Einarsson útvarpsmað- ur semja tónlistina og Tómas R. Tómasson Stuðmaður er þeim innan handar á sviðinu. Leikhóp- urinn samanstendur aðallega af fastagestum Grand rokks og fara sýningar fram á efri hæð staðar- ins á hverjum sunnudegi fram að jólum. Jólaguðspjallið á svið á Grand rokki Spurningaþátturinn Meistarinn sem sló eftirminnilega í gegn fyrr á árinu verður aftur á dagskrá þegar nýtt ár er runnið upp. Þetta staðfesti spyrillinn Logi Berg- mann Eiðsson í samtali við Frétta- blaðið. „Við höfum verið að ákveða nákvæma dagsetningu en ég reikna með að allt fari á fullt í jan- úar,“ segir Logi og því geta spurn- ingakeppnisóðir Íslendingar farið að undirbúa sig af krafti enda til mikils að vinna, fimm milljónir. Líkt og síðast verður þjóðþekkt- um einstaklingum boðin þátttaka í þættinum og segir Logi að þeir hafi lagt höfuðið í bleyti um hverj- ir fá hið eftirsótta boðskort auk þess sem inntökupróf verði haldin fyrir almenning. „Þetta verður mjög svipað form og síðast og það verður forvitnilegt að sjá hverjir koma aftur,“ segir Logi en þeir fjórir sem komust í undanúrslitin fá sjálfkrafa þátttökurétt. Þegar Fréttablaðið hafði upp á fyrsta Meistaranum, hinum unga verkfræðinema Jónasi Erni Helga- syni, hafði hann ekki tekið neina ákvörðun um hvort hann hygðist verja titilinn. Jónas hafði sigur gegn Ingu Dóru Ingvarsdóttur í æsispennandi úrslitaviðureign og fór hann heim með fimm milljónir í beinhörðum pening- um. „Ég hef ekki ákveðið neitt, er reyndar ekkert viss um að það gerist þótt það yrði óneitanlega spennandi,“ segir Jónas. „Ég vil í það minnsta ekki þverneita fyrir það,“ bætir Meist- arinn við. Jónas viður- kennir að hafa eytt peningunum misgáfulega, hann hafi ferðast en stærsti hluti vinningsupphæðar- innar var lögð inn á bók þar sem hún ávaxtast hægt og örugglega. Inga Dóra Ingvarsdóttir sagðist ekki eiga harma að hefna þegar Fréttablaðið náði tali af henni en hún starfar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. „Ég ligg hins vegar undir feldi og er að bræða það með mér hvort ég verði aftur með,“ segir hún. „Hef ekki tekið neina ákvörðun um það,“ bætir hún við en viður- kenndi að óneitanlega yrði það áhugavert. 59.900 kr. Hvað er jólalegra en tónleikar með Pogues á aðventunni í London? Þessi stórkostlega hljómsveit hefur farið sigurför um heiminn síðustu misserin. Gríptu tækifærið og sjáðu Shane MacGowan og félaga þann 17. des. í Carling Academy Rixton-höllinni. Innifalið er flug fram og tilbaka með sköttum, gisting á 4* hóteli í 2 nætur með morgunverði, rúta til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn og miði á tónleika The Pogues. Fararstjóri er Óli Palli enda er ferðin í samstarfi við Rokkland. ROKKLANDSFERÐ: THE POGUES Verð á mann í tvíbýli: PAKKAFERÐIR VIÐ ALLRA HÆFI Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 16.–18. desember 54.900 kr. Arsenal og Manchester City mætast á hinum nýja og glæsilega Emirates Stadium , þriðju- daginn 30. janúar í Ensku úrvalsdeildinni. Skelltu þér á flottan leik í London og sjáðu Thierry Henry og hinar stjörnurnar leika listir sínar. Gist er á þriggja stjörnu hóteli, miðsvæðis í London í eina nótt. Innifalið er flug, gisting og miði á leikinn. ARSENAL– MAN. CITY 30.–31. janúar Verð frá: … fær Ólafur Elíasson sem eykur hróður íslenskrar myndlistar um allan heim og vekur áhuga ótrúlegasta fólks á henni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.