Fréttablaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 12
Þ eir atburðir sem nýverið hafa gerst í Norður-Kóreu og Íran hafa hringt viðvörun- arbjöllum víða um heim. Norður-Kóreu- menn gerðu tilraunir með lang- dræga eldflaug þann 5. júlí og sprengdu plútóníumsprengju þann 9. október. Og þó svo hvorug til- raunin hafi tekist eins og til var ætlast, var ógnin sem af þeim staf- aði öllum ljós. Þann 11. apríl tilkynntu Íranar að þeir hefðu auðgað lítið magn úrans og lýstu því jafnframt yfir að þeir teldu sig þar með tilheyra svo- kölluðum „kjarnorkuklúbbi“. Magn- ið sem þeir auðguðu var vissulega lítið og þeir lýstu jafnframt yfir að markmiðið væri einungis að fram- leiða eldsneyti fyrir kjarnorkuver. Engu að síður er ljóst að sá sem getur auðgað úraníum í 3,5 prósent, eins og Íranar halda fram að þeir hafi gert, hefur getu til að auðga það enn frekar upp að þeim mörk- um sem nauðsynlegt er að ná til framleiðslu kjarnasprengju. Ef Kína, Frakkland, Rússland, Bret- land og Bandaríkin mynduðu fyrsta hóp kjarnorkuríkja og Indland, Ísrael og Pakistan annan, erum við þá að verða vitni að myndun þess þriðja, sem gæti orðið til þess að kjarnavopn breiddust enn frekar út? Ég held að hægt sé að koma í veg fyrir þetta. Það eina sem til þarf er að ríkisstjórnir fylgi upphaflegu hugmynd samningsins um takmörk- un á útbreiðslu kjarnavopna, sem á nú undir högg að sækja. Á sjöunda áratugnum töldu yfir- völd varnarmála í mörgum ríkjum að kjarnavopn yrðu viðurkennd vopn og ómissandi í sérhverju vopnabúri. Leiðtogar á borð við John F. Kennedy Bandaríkjaforseta höfðu áhyggjur af því ótrygga ástandi sem myndi skapast í heimi þar sem menn væru með fingurinn á kjarnorkuhnappnum úti um allan heim. Útbreiðsla kjarnavopna hefur ekki orðið með þeim hætti sem Kennedy óttaðist mest. Fjölmörg ríki sem búa yfir tæknikunnáttu til að þróa kjarnavopn hafa hafnað að nýta sér hana, hafa staðfest samn- inginn og bendir ekkert annað til en að þau muni standa við skuldbind- ingar sínar. Nú þegar árið 2007 er að ganga í garð hafa margir engu að síður áhyggjur af afleiðingum þess ef Norður-Kóreumenn halda áfram til- raunum sínum með kjarnavopn og ef Íranar feta sömu slóð. Flest kjarnavopnalaus ríki sem eru aðilar að samningnum um tak- mörkun við útbreiðslu kjarnavopna hafa sömuleiðis verulegar áhyggj- ur af því að kjarnorkuveldin fimm taki skuldbindingar sínar um afvopnunarviðræður ekki nógu alvarlega. Þau viðurkenna að kjarnavopnum hefur vissulega fækkað úr 50 þúsund sprengjum þegar mest lét á árum kalda stríðs- ins, niður í 27 þúsund sem stendur, en þau gagnrýna harðlega að kjarn- orkuveldin hafa ekki náð meiri árangri. Fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Kofi Annan, sagði á árinu sem er að líða að „alþjóðasamfélagið virðist gjör- samlega hafa sofið á verðinum“ gagnvart afvopnun. Á sama tíma og Bandaríkjaþing hefur fellt tillögur um smíði sér- stakra kjarnorkusprengja til að eyða neðanjarðarbyrgjum undir- býr Bandaríkjastjórn engu að síður framleiðslu á nýrri tegund af kjarnasprengjum. Hún eyðir jafn- framt milljörðum dala í þróun geimvopna samtímis sem hún hafn- ar alþjóðlegum kröfum um að vopnakapphlaupið í geimnum verði tekið til umræðu á afvopnunarráð- stefnunni í Genf. Þróun Bandaríkjamanna á eld- flaugavörnum í geimnum hefur leitt til þess að Kínverjar og Rúss- ar eru að þróa vopn sem vinna á þeim vörnum og breska ríkis- stjórnin er að undirbúa þróun kjarnaflauga til að leysa Trident- flaugar sínar af hólmi fram til 2020. Útgjöld ríkja heims til her- mála á árinu 2005 eru talin hafa numið þúsund milljörðum banda- ríkjadala, eða sem svarar um 72 þúsund milljörðum íslenskra króna og eru útgjöld Bandaríkjanna einna um helmingur þeirrar upphæðar. Nú nærri 40 árum eftir fullgild- ingu samningsins um takmörkun við útbreiðslu kjarnavopna og nærri 15 árum eftir lok kalda stríðsins, er löngu tímabært að kjarnorkuveldin taki skuldbinding- um sínum af meiri alvöru. Samtímis því sem afvopnun verður að komast á dagskrá á næsta ári þarf einnig að finna lausn á þeirri ógn sem vofir yfir vegna kjarnorkubrölts Norður-Kóreu og Írans. Hvað Norður-Kóreumenn snertir munu Suður-Kórea og Japan líta frekari uppsöfnun þeirra á kjarna- vopnum og þróun kjarnaeldflauga, sem banvæna ógn. Nýlegar aðgerð- ir Norður-Kóreumanna hafa þegar vakið hörð viðbrögð embættis- manna í Japan, sem bent hafa á að stjórnarskrá landsins útilokar ekki þróun kjarnavopna í sjálfsvarnar- skyni og jafnvel ekki að þau verði notuð til árása af fyrra bragði. Ef þróunin verður með þessum hætti er ljóst að spenna í þessum heimshluta eykst verulega. Kína, Japan, Suður-Kórea, Taívan og Bandaríkin eiga mikilla sameigin- legra hagsmuna að gæta í að koma í veg fyrir slíka þróun mála og beina Norður-Kóreu af núverandi braut. Er sá möguleiki í stöðunni? Hvað Írana varðar, hófst undir- búningur þeirra að auðgun úrans einhvern tímann undir lok níunda áratugar síðustu aldar, meðan þeir áttu í hinu skelfilega stríði við Íraka undir stjórn Saddams Hussein. Verkinu hefur greinilega miðað áfram með hraða snigilsins síðan þá. Engu að síður álíta flestir að haldi þeir áætlun sinni til streitu leiðir það til aukinnar spennu á þessu svæði sem logar í illdeilum fyrir. Það gæti haft keðjuverkandi áhrif í för með sér – þó ekki til skamms tíma litið því ekkert af kjarnavopnalausu ríkjunum á svæð- inu býr yfir nægilegri tæknikunn- áttu til þróunar kjarnavopna. Án efa óska menn þess um allan heim að Íranar hverfi frá áætlun- um sínum um auðgun úrans, jafn- vel þótt slíkt ferli sé ekki bannað samkvæmt samningnum um tak- mörkun á útbreiðslu kjarnavopna. Er hugsanlegt að fá Írana til að gera þetta? Eftir innrás Bandaríkjamanna í Írak, þar sem þeir beittu hervaldi til að uppræta ímynduð gereyðing- arvopn, er sem betur fer almenn andstaða í heiminum við hernaðar- aðgerðir gegn Norður-Kóreu eða Íran. Þrátt fyrir að umræða komi upp af og til vestanhafs um skyndi- árás á kjarnatilraunastöðvar Norð- ur-Kóreumanna er afar ólíklegt að menn sjái slíka lausn sem raunhæf- an kost. Höfuðborg Suður-Kóreu, Seúl, er innan þess sviðs sem eldflaugar Norður-Kóreumanna draga. Sér- hver árás á Norður-Kóreu myndi leiða til þess að örvæntingarfull ríkisstjórn landsins gæti gripið til þess óyndisúrræðis að nota hugsan- leg kjarnavopn, sem enginn veit hvar eru né hversu mörg þau eru. Jafnvel hótanir einar um árás eða tilraunir til að koma stjórnvöldum Norður-Kóreu frá völdum, myndu að öllum líkindum gera þau illskeytt- ari og hugsanlega kærulausari. Hvað Íran varðar myndu hern- aðaraðgerðir af þessu tagi og jafn- vel hótanir um slíkar aðgerðir vera gagnslausar og jafnvel snúast upp í öndverðu sína. Þær gætu þannig orðið vatn á myllu þeirra afla í Íran sem halda því fram að landið þurfi einmitt kjarnavopn til að verja hendur sínar. En ef hernaðaraðgerðir koma ekki til greina, hvað er þá til ráða? Í því sambandi gæti verið gagnlegt að spyrja þeirrar spurningar hvers vegna sum ríki telja sig þurfa á kjarnavopnum að halda, og reyna í framhaldinu að fjarlægja hvatana sem kveikja þessa þörf. Árið 2003 birti Evrópusamband- ið áætlun sína um takmörkun við útbreiðslu gereyðingarvopna og þar segir meðal annars: „...besta lausnin á þeim vanda sem við blasir vegna útbreiðslu gereyðingarvopna er sú að ekkert ríki telji sig þurfa á slíkum vopnum að halda. Ef nauð- syn krefur þarf að leita pólitískra lausna á þeim vanda sem býr að baki því að ríkin reyna að koma sér upp gereyðingarvopnum. Því örugg- ari sem ríki eru um sinn hag, þeim mun meiri líkur eru á að þau hverfi frá slíkum áformum...“ Hvað deilurnar við Norður- Kóreu áhrærir er spurningin sú hvort hægt sé að fá þarlend stjórn- völd til að fórna því öryggi sem þau telja að kjarnavopn veiti þeim. Í staðinn fengju þau öryggissáttmála, stjórnmálatengsl og tryggingu fyrir því að endir verði bundinn á ein- angrun landsins og því veitt þróun- araðstoð á borð við þá sem stjórn- völd í Víetnam hafa til að mynda fengið. Þetta er spurningin sem ég held að Bandaríkin og aðrir þátttak- endur í sex landa viðræðunum í Peking eru að reyna að fá svör við. Því er skynsamlegast við þær aðstæður sem uppi eru að ögra stjórnvöldum í Norður-Kóreu sem minnst, það gerir fátt annað en að styrkja þau í þeirri trú að þau þarfn- ist kjarnavopna. Með sama hætti verður að koma Írönum í skilning um að þeim sé ekki ógnað og að þeir þurfi ekki á kjarnavopnum að halda til að tryggja öryggi sitt, né heldur þurfi þeir að geta auðgað úran. Allt myndi þetta ganga betur fyrir sig ef Bandaríkjamenn byðu Írönum sömu kosti og þeir bjóða Norður- Kóreumönnum með skuldbindingu um að beita hvorki vopnavaldi gegn þeim né að reyna að grafa undan stjórnvöldum landsins. Á sama hátt og í deilunni við Norð- ur-Kóreumenn gæti frumkvæði Bandaríkjamanna að eðlilegum sam- skiptum við Írana riðið baggamuninn í þeirri viðleitni að fá þá til að hverfa frá áætlunum um auðgun úrans. Erfitt er að skilja hvers vegna gert hefur verið að skilyrði fyrir við- ræðum við Írana að þeir hætti auðg- un úrans þar sem megintilgangur viðræðnanna verður einmitt að fá þá til að hætta því. Hvað Norður-Kór- eumenn snertir er allt kapp lagt á að koma á viðræðum þrátt fyrir að þeir haldi áfram að framleiða plútóníum- sprengjur af fullum krafti. En það sem ef til vill er mikil- vægast að allir aðilar gerir sér grein fyrir er að möguleikinn og þörfin á takmörkun við útbreiðslu kjarnavopna er ekki úr sögunni þrátt fyrir atburðina í Íran og Norð- ur-Kóreu. Þvert á móti hafa þeir sýnt enn betur fram á þörf þess að á árinu 2007 megum við alls ekki gefa upp vonina um að þeim markmiðum sem lagt var upp með 1968 verði náð. Að koma kjarnorkuandanum aftur í flöskuna Þann 9. október síðastliðinn sprengdu Norður-Kóreumenn kjarnasprengju neðanjarðar. Ásamt því að Íranar þverskallast við að fara að tilmælum alþjóðasamfélagsins og hætta auðgun úrans, er þessi tilraunasprenging Norður-Kóreumanna mesta ógnunin við samninginn um takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna sem fram hefur komið um áratuga skeið. Hans Blix, sænski stjórnar- erindrekinn og fyrrum yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna, sem stjórnaði leit SÞ að gereyðingarvopnum Íraka, færir rök fyrir því í eftirfarandi grein að takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna er ekki úr sögunni og að fram undan eru gullin tækifæri fyrir þá sem staðráðnir eru í að hindra útbreiðslu þessara vopna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.