Fréttablaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 53
Á jólunum er gleði og gaman, Heims um ból og Göngum við í kringum eru vinsæl jólalög sem Íslendingar þekkja flestir frá barnæsku. Árni Björnsson þjóð- háttafræðingur fjallar meðal ann- ars um texta jólalaga í bók sinni, Sögu jólanna, en þeir hafa margir valdið heilabrotum. „Fúm, fúm, fúm er bara eins og hó, hó, hó eða eitthvað slíkt og þýðir ekki neitt,“ segir Árni Björnsson, en bók hans Saga jólanna kom út nú fyrir jólin. „Babbi í „Babbi segir“ þýðir svo bara pabbi, en börn segja þetta oft meðan þau eru lítil og höfundurinn notar þetta til að stuðla.“ Heims um ból hefur vakið athygli fyrir óvenjulegan texta Sveinbjörns Egilssonar. „Mann- kindin liggur sem sagt meinvill í myrkrinu af því að hún var ramm- villt áður en Kristur kom í heim- inn,“ segir Árni. Margir hafa jafnframt velt því fyrir sér af hverju Adam sáir í kvæðinu um hann og syni hans sjö. „Það voru til tvö dönsk kvæði um Adam, í öðru sáir hann, en hitt fjallar um syni hans. Ein- hvern tímann var kvæð- unum slengt saman á íslensku og þess vegna er þetta svona kjána- legt. Danshreyfingin við að sá er skrítin, af því að maður á að fara í bænastellingu. Mér er ekki kunn- ugt um hvernig það kom til,“ segir Árni. Að sögn Árna er það ekki jóla- hefð að ganga í kringum einiberja- runn. „Mikið af þessum leikjum eru komnir úr dönsku. Í Dan- mörku var þetta ekki jólalag, en á Íslandi kom fólk aðallega saman á jólunum og þess vegna var lagið sungið þá.“ Nú skal segja er einnig úr dönsku. „Textinn hefur alltaf verið að mestu eins, nema hvað strák- arnir gera,“ segir Árni. „Þeir ýmist sparka bolta, slá á trommu eða blása í lúður.“ Stelpurnar hafa hins vegar alltaf vaggað brúðu og hneigt sig. „Kynjahlutverkin voru mjög greinileg í þessum textum,“ segir Árni og nefnir þar meðal annars „Hann fékk bók, en hún fékk nál og tvinna“ úr laginu Hátíð í bæ. Sama gildir um mömmu sem er í eldhúsinu á meðan pabbinn bisar við flibbahnappinn. „Enginn veit hverjir Andrés og Jón á Völlunum í Jólasveinar einn og átta eru. Einn og átta þýðir heldur ekki endilega níu. Þetta þýðir bara margir jólasveinar og er notað til að stuðla. En margir textanna eru ekki skráðir fyrr en á 19. öld og því ekki endilega víst að við þekkjum upphaflegu kvæð- in,“ segir Árni, en meira má lesa um íslensk jólalög í bókinni hans. Skemmtistaðurinn Gaukur á Stöng lokaði endanlega síðastliðið föstudagskvöld þegar Jet Black Joe tróð þar upp í hinsta sinn. Fjölmarg- ar hljómsveitir hafa gert garðinn frægan á Gauknum í gegnum tíðina, þar á meðal Sóldögg, Skítamórall, Jet Black Joe og Dikta. Að sögn Sigurðar Hólm Jóhanns- sonar, sem hefur rekið Gaukinn undanfarin þrjú ár, stóð reksturinn ekki undir sér. Þurfti hann að greiða 1750 þúsund krónur í leigu á mán- uði og innkoman frá gestum staðar- ins náði ekki að brúa bilið. „Þetta er slæmt fyrir öll þessi bönd sem við erum búnir að vera að ala upp núna. Miðasalan hefur ekki verið til staðar lengur, sérstaklega eftir að sveitaballaböndin fóru að hætta,“ segir hann og segir jaðar- böndin sem hafi spilað á Gauknum ekki fá nægan stuðning frá stjórn- völdum. „Þetta er það sem við erum að hlusta á allan daginn í útvarpinu og öllum þykir sjálfsagt að þessi jaðarbönd séu að spretta upp. Ég sé ekki hvernig þau geti farið á erlenda grund og spilað fyrir fólk ef þau geta ekki spilað hér fyrst. Það þarf eitthvað að gera. Ég er búinn að reyna mitt besta í næstum þrjú og hálft ár.“ Ekki er vitað hvað tekur við í húsnæði Gauksins. Orðrómur hefur þó verið uppi um að minjagripasala verði á staðnum og einnig að veit- ingastaðurinn Hard Rock verði opnaður þar. Myndbandavefurinn YouTube. com nýtur mikilla vinsælda meðal netverja, en þar má finna ýmiss konar skemmtun, meðal annars heimatilbúin myndbönd og brot úr frægum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Íslendingar hafa ekki látið sitt eftir liggja og fræg atriði úr Fóstbræðraþáttunum vinsælu eru meðal þess sem Íslendingar hafa lagt til á vefinn. Vinsælasta myndband allra tíma á síðunni er þó dansatriðið „Evolution of Dance“ með grínist- anum Judson Laipply, þar sem hann dansar sig gegnum danssög- una á sex mínútum. Tæplega 37 milljónir manns hafa skoðað myndbandið síðan það birtist fyrst fyrir átta mánuðum. Danssagan á YouTube Árið 2001 stofnuðu æskufélagarnir Akiva Schaffer, Jorma Taccone og Andy Samberg hópinn Lonely Island. Nýútskrifaðir úr úr háskóla, þar sem þeir lærðu kvikmyndagerð og leiklist, ákváðu þeir að taka höndum saman til þess að skapa vandað gamanefni. Þeir bjuggu til sketsa, tónlistarmyndbönd, stutt- myndir og fleira grín og settu það allt á heimasíðu sína, thelonelyis- land.com. Fljótlega slógu þeir ræki- lega í gegn á meðal netverja og innan skamms voru sjónvarpsstöðv- ar farnar að falast eftir gríni þeirra. Þannig fór að Akiva Schaffer og Jorma Taccone réðu sig sem hand- ritshöfunda í einn þekktasta gam- anþátt Bandaríkjanna, Saturday Night Live og var Andy Samberg ráðinn sem leikari. Saturday Night Live hefur getið af sér marga af þekktustu grínleikurum samtím- ans. Segja margir að drengirnir úr Lonely Island hafi frískað rækilega upp á þáttinn og gert hann sam- keppnishæfan öðrum gamanþáttum á ný, en eftir 30 ár í loftinu var ferskleikinn ekki lengur í öndvegi. Í vændum er kvikmynd frá þeim félögum og ber hún heitið Hot Rod. Heimasíða þeirra pilta er ennþá starfrækt og er þar hægt að nálgast alls kyns grínefni og nýjustu fréttir af félögunum. Þeir Andy, Akiva og Jorma eru tvímælalaust þeir grín- arar sem fólk ætti að fylgjast með næstu árin, bjartasta von grín- heimsins, ferskir, fyndnir og alveg ótrúlega sniðugir. Næstir til þess að slá í gegn DOA kl. 6 - 8 B.i.12 SAW 3 kl. 10:50 B.i.16 SKOLAÐ Í BURTU Ísl tal. kl. 1:20 - 3:30 Leyfð SANTA CLAUSE 3 kl. 1:20 - 3:30 - 5:40 - 8 Leyfð JÓNAS M/- Ísl tal kl. 2 Leyfð BÆJARHLAÐIÐ M/- Ísl tal kl. 4 Leyfð FLAGS OF OUR FATHERS kl. 2 - 5 - 8 - 10:50 B.i.16 FLAGS OF OUR FATHERS VIP kl. 8 - 10:50 FRÁIR FÆTUR M/- Ísl tal kl.1 - 3:20 - 5:40 Leyfð FRÁIR FÆTUR VIP kl. 1 - 3:20 - 5:40 HAPPY FEET M/-Ensk tal kl. 5:40 - 8 - 10:20 Leyfð DÉJÁ VU kl. 8 - 10:50 B.i.12 THE DEPARTED kl. 10:20 B.i. 16 FRÁIR FÆTUR M/- Ísl tal kl. 1:20 - 3:40 - 5:30 - 6 Leyfð HAPPY FEET M/-Ensk tal. kl. 3:20 - 5:30 - 8:10 - 10:30 Leyfð SKOLAÐ Í BURTU M/- Ísl tal. kl. 1:30 - 3:40 Leyfð DÉJÁ VU kl. 8 - 10:30 B.i.12 THE HOLIDAY kl. 8 - 10:40 B.i. 7 BÆJARHLAÐIÐ M/- Ísl tal kl. 2 Leyfð FLAGS OF OUR FATHERS kl. 8 - 10:30 B.i. 16 FRÁIR FÆTUR M/- Ísl tal kl. 3 - 5:30 Leyfð ERAGON kl. 3 - 5:30 - 8 B.i. 12 DÉJÁVU kl. 10:10 B.i. 12 FLAGS OF OUR FATHERS kl 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 16 FRÁIR FÆTUR M/- Ísl tal kl. 2 - 4 - 6 Leyfð SKOLAÐ Í BURTU M/- Ísl tal kl. 2 Leyfð HAPPY FEET M/-Ensk tal. kl. 4 - 8:30 Leyfð DÉJÁ VU kl 10:30 / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK NATIVITY STORY kl. 5:50 B.i.6 SANTA CLAUSE 3 kl. 3:40 Leyfð BOSS OF IT ALL kl. 8 - 10:10 B.i.7 SKOLAÐ Í BUR.. Ísl tal kl. 2:30 Leyfð FLAGS OF OUR FATHERS kl. 3 - 4:30 - 7:30 - 9 - 10:30 B.i. 16 FRÁIR FÆTUR Ísl tal. kl. 2:30 - 4:45 Leyfð HAPPY FEET Ensk tal. kl. 2:30 - 4:45 - 9 Leyfð DÉJÁ VU kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 Háskólabíó Clint Eastwood hlaut tilnefningu til Golden Globe verðlauna fyrir bestu leikstjórn. Mynd eftir Óskarsverðlaunahafann Clint Eastwood. Sannkallað meistaraverk sem kvik- myndað var að mestum hluta á Íslandi. SÝNINGARTÍMAR 26. DES SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Ein besta teiknimynd ársins sem enginn má missa af er komin. Frábært grin og skemm- tun fyrir alla fjölskylduna. Tilnefnd til Golden Globe sem besta teiknimynd ársins. Hér er á ferðinni frumlegasti spennuhasar ársins DENZEL WASHINGTON VAL KILMER KVIKMYNDIR.IS H.J. -MBL MÖRGÆSAÆÐIÐ ER HAFIÐ! -H.J. MBL „SNJÖLL OG BRÁÐFYNDIN“ ENDURUPPLIFUNIN FORSTJÓRI HEILA KLABBSINSHINIR FRÁFÖLLNU FÁNI FEÐRANNA Framleidd af Steven Spielberg / AKUREYRI Gleðileg bíójól Sýnd í SAMbíóunum Kringlunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.