Fréttablaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 27
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Hrafnhildur Árnadóttir er bara þriggja ára gömul en hún veit samt alveg um hvað jólin snúast. Hrafnhildur er orðin mjög spennt fyrir jólunum og hlakkar mikið til að opna pakkana í kvöld. Hún man reyndar í fljótu bragði ekki eftir neinu sérstöku sem hana langar að fá í jólagjöf. „Ég er ekki búin að hugsa það,“ segir hún spek- ingslega. Jólasmákökur eru í miklu uppáhaldi hjá Hrafnhildi og henni finnsti nammikökur bestar. Hún segist samt ekki borða mikið nammi. „Ég geri það ekki. Bara mat og kökur. Ég borða líka jólamat og svo opnum við pakkana.“ Hrafnhildur viðurkennir fúslega að henni finnist pakk- arnir það skemmtilegasta við jólin. „Ég fæ marga pakka, frá mömmu og pabba og Hermanni og Auði. Ég fékk einu sinni Baby-born í jólagjöf. Ég ætla að gefa mömmu og pabba pakka sem ég bjó til í leikskólanum.“ Hún veit samt alveg að við höldum jólin ekki bara út af pökkunum. „Þau eru af því að Jesúbarnið fæddist,“ segir hún. Hrafnhildi finnst mjög gaman að vera í jólafríi og hún ætlar að fara á jólaball. „Kannski kemur einn jólasveinn sem heitir Gluggagægir eða Gáttaþefur með stóra nefið,“ segir hún og hlær. Í desember er Hrafnhildur búin að vera mjög þæg og hún hefur því fengið ýmislegt skemmtilegt í skóinn frá jóla- sveinunum. „Ég fékk hristu og Auður fékk Herra Jóla en mamma las hana fyrir mig.“ Hún segist samt ekkert hafa séð jólasveinana setja neitt í skóinn. „Ég fer bara undir sæng og fel mig þegar þeir koma,“ segir hún en vill þó alls ekki viðurkenna að hún sé hrædd við þá. „Stekkjastaur er uppáhalds jólasveinninn minn og Gluggagægir og Gátta- þefur og allir jólasveinarnir.“ Eftir jólin koma áramót og Hrafnhildur er ekki síður spennt fyrir þeim en jólunum. „Mér finnst flugeldar skemmtilegastir. Ég ætla líka að sprengja flugelda en þá þarf að hafa gleraugu. Ég er alltaf með gleraugu þegar eru áramót.“ Pakkarnir langbestir sunnudaga kl. 21:00 90% heimila ná Sirkus TV á ADSL kerfinu, Breiðbandinu, Digital Ísland en einnig er hægt að ná Sirkus TV með venjulegu UHF loftneti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.