Fréttablaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 49
Ljóst var þegar Guðrún Árný kom fram á skemmtisviðum landsins að hæfileikar hennar voru miklir, röddin styrk og stór, framkoma örugg og viljinn einbeittur til að standa sig. Í öðrum löndum hefði söngleikjabransinn gleypta hana lifandi, þjálfað hana upp til leiks á sviði – en hér gefast ekki slík tæki- færi. Á þeim vettvangi var henni þó vís frami í tilteknum gerðum söngleikja – dæmi hennar er því áminning um hversu vanbúin við erum til að veita slíka alþýðu- skemmtun þó víða leynist talent sem ráði við slík verkefni. Á þessum diski leitar Guðrún á nokkur svið, þetta eru dramatísk, melódramatísk lög, allt yfirbragð- ið er sótt í frönsku hefðina eins og Celine Dion plægði með miklum vinsældum. Lagavalið er breitt en sveigt undir stórhljómsveitarstíl útsetninga Þóris Baldurssonar fyrir rythmasveit og sinfóníu- hljómsveit: hér eru lagasmíðar eftir Benny í Abba, Stevie Wonder og George Michael, og minni spá- menn íslenska, tvö eftir hana sjálfa. Ljóðin er sótt til kunn- ugra textasmiða og í flutn- ingi á lögum sem þessum reynir mikið á að menn falli ekki í flatan samsetning til að þjóna línunni: textarnir eru veikasti blettur safns- ins og sanna að jafnvel í rómantískum söngvum er brýnt að ort sé af anda- gift. Útgáfa diskins er öll af miklum metnaði og væri synd ef Guðrún næði ekki til áheyrenda sem unna tónlist af þessum skólanum – nóg er af inn- flutningi í þessum anda. Því það er jú erindið að ná eyrum og hér er allt unnið af slíkum ágæt- um. Og Guðrún er söngkona af slíkum kalíber að synd væri að henni entist ekki þol og metnaður til að ná fullum tökum á list sinni á vettvangi sem henni hæfði. Tónlist af þessu tagi er ekki að mínum smekk, en ég finn í henni ríkan metnað og er viss um að stór- um hópi mun falla hún í geð – komist rödd hennar og tónlist að í spilun og fái athygli þar sem margir eru um hituna. Rödd úr Hafnarfirði Vetrarhefti tímaritsins Þjóðmála er komið út en meðal efnis þar er viðamikil umfjöllun um pól- itískar hliðar Hafskipsmálsins svonefnda. Björn Jón Bragason segir þar frá stóryrðum stjórn- málamanna í ræðustóli á Alþingi um stjórnendur Hafskips, en þau leiddu til Hafskipsmálsins sem skók íslenskt samfélag á níunda áratug 20. aldar. Ragnhildur Kolka fjallar um hnignun Sam- einuðu þjóðanna og spillinguna sem þrífst innan þessarar alþjóða- stofnunar. Árni Björnsson segir frá tilraunum austur-þýsku leyni- þjónustunnar til að veiða hann í net sitt á námsárum hans í Austur- og Vestur-Þýskalandi á sjöunda áratug 20. aldar í greininni: „Stasi og ég“. Auk þess skrifa Gréta Ing- þórsdóttir, Gísli Freyr Valdórsson, Björn Bjarnason, Björn Bjarna- son, Hannes Hólmsteinn Gissur- arson og Jónas H. Haralz í ritið. Í Þjóðmálum má einnig finna umfjöllun um jólabækur ársins og fjármál stjórnmálaflokkanna, kvæði Matthíasar Johannessen auk forvitnilegra bókadóma. Rit- stjóri Þjóðmála er Jakob F. Ásgeirsson. Ný Þjóðmál í Súlnasal á Hótel Sögu annan í jólum Upplýsingar í síma 525 9950 og á hotelsaga@hotelsaga.is Jóladansleikur MILLJÓNAMÆRINGANNA Milljónamæringarnir verða í hátíðarskapi á jóladansleik þeirra í Súlnasal Hótel Sögu annan í jólum, 26. desember. Húsið opnar kl. 22. Miðaverð 2.200 kr. Miðasala í Súlnasal frá kl. 13 samdægurs. Upplýsingar í síma 525 9950. Söngvarar eru: Bogomil Font, Páll Óskar, Bjarni Arason og Raggi Bjarna.PIPA R • S ÍA • 6 0 9 1 1 Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00. SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur Lau. 6/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt. Kúlan Smíðaverkstæðið kl. 20:00 PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker. Lau. 6/1 nokkur sæti laus, fös. 12/1 kl. 16:30 nokkur sæti laus, lau. 13/1 örfá sæti laus, lau. 20/1. Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis. Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is. STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter Lau. 6/1, lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1, lau. 27/1. SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson. Fös. 29/12 kl. 20:00 uppselt, lau. 30/12 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, lau. 6/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 21/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus. BAKKYNJUR eftir Evripídes Frumsýning 26/12 uppselt, 2. sýn. mið. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 28/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 11/1 örfá sæti laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1. Stóra sviðið kl. 20:00 Þjóðleikhúsið óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla! 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.