Fréttablaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 32
Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, prestur í Langholts- og Bústaðakirkju, nam guðfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1996. Fyrsti hluti námsins er þriggja ára BA nám í guðfræði. Síðan bætast við tvö ár í viðbót. Námi lýkur síðan með emb- ættisprófi eða Cand. theol gráðu. Fyrirkomulag guðfræðinámsins hefur þó örlítið breyst og þeir sem innritast frá og með næsta hausti fá masters- gráðu, Mag. theol sem veitir embættisgengi. Það eru þó ekki allir guðfræðingar sem verða prestar. „Til að gerast prestur þarf að fara í gegnum ákveðið ferli hjá kirkjunni samhliða námi til að gerast prestur. Þessi starfsþjálfun er á vegum Biskupsstofu og kallast samfylgd- arkefi,“ segir Arna. Margir guðfræðingar vinna við ýmis spennandi störf, til dæmis við kennslu eða stjórnun og bæta jafnvel við sig öðru námi. Innan samfylgdarkerfisins taka guðfræðinemar þátt í safnaðarstarfi undir handleiðslu prests. Til dæmis predika þeir eða taka þátt í fermingarfræðslu eða öðru barna- og unglingastarfi. Arna tók sjálf mikið þátt í kristi- legu starfi sem barn og unglingur og fann snemma löngun til að gerast prestur. „Trú mín á Jesú Krist er grundvöllur fyrir starfsvalinu,“ segir Arna. Útskrifaðir guðfræðingar með embættispróf verða þó ekki sjálfkrafa prestar. „Til að gerast prestur þarf að vígj- ast í tiltekið embætti þar sem auglýst er eftir presti. Eftir það er maður prestur ævilangt hvort sem maður er starf- andi eður ei,“ segir Arna sem sjálf var vígð til prests á Raufarhöfn árið 2000. Arna hefur verið starfandi í Reykja- vík síðan í sumar og segir starf prestsins vera mjög fjöl- breytt. „Maður tekur þátt í öllum stærstu stundunum. Bæði í gleði og sorg eins og skírn, fermingum, brúðkaupum og jarðarförum. En síðan sinnir presturinn líka almennu messuhaldi, kyrrðar- og helgistundum ásamt öðru starfi í sókninni. „Sálgæslustarfið snýst oft um áfallahjálp við slys og dauðsföll, en einnig um ráðgjöf við brúðkaup og skilnað. Það er oft erfitt, en í senn mjög gefandi,“ segir Arna. Presturinn er embættismaður sem þarf á miklum skipu- lagshæfileikum að halda. „Við þurfum að skrá allt í kirkju- bækur og láta Hagstofu fá upplýsingar um skírn, giftingar, skilnað og dauðsföll, auk þess að halda utan um allt það starf sem fer fram í kirkjunni,“ segir Arna. Það eru margir sem koma að starfi kirkjunnar, eins og tónlistarfólk, kórar, organistar og fleiri og það eru margir þræðir sem prestur- inn þarf að halda í. Prestar sinna fjölmörgum öðrum verk- efnum og eru meðal annars á sjúkrahúsum, í fangelsum og á hjúkrunarheimilum. Það er öflugt starf í kirkjum landsins fyrir hátíð ljóss og friðar og Arna hlakkar mikið til. „Jólin eru góður tími og það er ofsalega gaman að vera prestur í desember,“ segir Arna brosandi. Gaman að vera prestur um jól Tölvunarfræðingur / Kerfisfræðingur Norðurál óskar að ráða starfsmann til framtíðarstarfa í tölvudeild. Við leitum að einstaklingi sem er tilbúinn til að takast á við fjölþætt verkefni og vaxa í starfi. Í hverju felst starfið? Almennum rekstri netkerfis Uppsetningu vélbúnaðar Umsýslu netþjóna Ráðgjöf og aðstoð við notendur Þátttöku í verkefnahópum og ýmsum tilfallandi verkefnum Hvaða kröfur gerum við? Góð þekking MS Windows kerfum Þekking á Cisco svissum Gagnagrunnsþekking Þekking á ERP kerfum, helst SAP Góð enskukunnátta Góð samskiptahæfni og þjónustulund Áreiðanleiki og metnaður Hvað er í boði? Góður aðbúnaður og góð aðstaða hjá fyrirtæki í mikilli sókn Kraftmikill og góður hópur samstarfsfólks Traustar tekjur og laun að hluta árangurstengd Jafnrétti Við leggjum áherslu á jafna möguleika karla og kvenna til starfa hjá Norðuráli. Hvernig sækir þú um? Vinsamlega sendu okkur umsókn þína fyrir 9. janúar n.k. Þú getur sótt um á vef fyrirtækisins: www.nordural. is, sent umsókn þína á netfangið umsokn@nordural.is eða póstlagt umsóknina, merkta: tölvudeild. Trúnaður Við förum með umsókn þína og allar persónulegar upplýsingar sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar Nánari upplýsingar veita Sigurður Jón Björnsson, fjármálastjóri, og Emil Hilmarsson, deildarstjóri tölvudeildar, í síma 430 1000. Grundartanga • 301 Akranesi • Sími 430 1000 • Fax 430 1001 • nordural@nordural.is • www.nordural.is Norðurál Norðurál framleiðir árlega 220.000 tonn af áli til útflutnings. Um þessar mundir er unnið að stækkun álversins sem felur í sér að framleiðslugeta verður aukin í 260.000 tonn á árinu 2007. Hjá okkur starfa nú um 360 manns að margvíslegum verkefnum og gert er ráð fyrir að starfsfólki fjölgi enn frekar á næsta ári. Leyfðu okkur að aðstoða. Skráðu þig á www.hhr.is. » Ráðningarþjónusta HH Ráðgjöf, Ráðningarþjónusta • Fiskislóð 81 • 107 Reykjavík Sími: 561 5900 • Fax: 561 5909 • hhr@hhr.is • www.hhr.is RÁÐNINGARÞJÓNUSTA Ert þú í atvinnuleit? A ug l. Þó rh ild ar 2 20 0. 33 7 Íþróttamiðstöð S E L T J A R N A R N E S B Æ R Íþróttamiðstöð Seltjarnarness Óskum að ráða starfsfólk Sundlaug Seltjarnarness • Óskum eftir afleysingamanni í þrjá mánuði og hugsanlega áframhaldandi vinnu eftir það. Í starfinu felst m.a. umsjón með búningsklefa karla. Um er að ræða vaktavinnu og fullt starf frá áramótum. Íþróttahús Seltjarnarness • Óskum eftir starfsmanni í gæslu búningsklefa kvenna. Um er að ræða vinnu frá kl. 08:00 - 16:00 virka daga. Laun eru samkvæmt kjarasamningi starfs- mannafélags Seltjarnarness og launa- nefndar sveitarfélaga. Upplýsingar gefur Haukur Geirmundsson í síma 898-9490 eða 561-1700. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Stæsta bloggsamfélagið á Íslandi Viltu sýn’eikkað? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.