Fréttablaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 26
Jólamáltíðin úti í garði JÓL AÐ HEIMAN Ekki eru allir Íslendingar hér á landi um jól og áramót, og halda hátíðina utan landsteinanna. Sigríður Hjálmarsdóttir hafði samband við fólk sem heldur jólin í ár á fjarlægum slóðum. Steindór og fjölskylda hans búa í Hong Kong og halda jólin þar eins og undanfarin ár en þar hafa þau búið vel á sjötta ár. Þeim þykir sumartíminn betri til að heim- sækja Ísland en taka á móti vinum og ættingjum á heimili sínu á aðfangadag jóla. Steindór er framkvæmdastjóri og einn af eigendum Nautilus Holdings ltd. sem sérhæfir sig í fjárfestingum í sjávarútvegsgeir- anum. Hulda, konan hans, er ljós- móðir og rekur sitt eigið fyrirtæki með þjónustu fyrir verðandi og nýbakaðar mæður. Þau eiga börn- in Starra, 9 ára, og Freyju, 8 ára. „Jólin í Hong Kong eru auðvit- að að mörgu leyti frábrugðin því sem gerist á Íslandi. Hér er mikil samsuða trúarbragða og þjóðerna svo í raun eru stórviðburðir helstu trúarbragða frídagar hjá okkur, hvort sem um er að ræða kristna, múslima eða búdda,“ segir Stein- dór og bætir því við að flestir virð- ist nýta sér jólin til að gera sér glaðan dag óháð trúarbrögðum, enda sé þar lögbundið frí bæði á jóladag og annan í jólum. „IKEA er gjarna sá staður sem við sækjum nauðsynjar til jólanna, þar fáum við jólatré, skreytingar, síld, piparkökur og rækjur, en við höfum reyndar ekki viðhaldið þeim sið að baka ómælt magn af smákökum fyrir jólin, enda ein- hvern veginn ekki nógu kalt hér til að njóta sykursjokksins sem fylgir góðri smáköku og bolla af kakói,“ segir Steindór og viðurkennir að rjómahnallþórur hljóti sömu örlög. „Þær passa eiginlega ekki inn í umhverfið. Nóa konfekt fáum við þó alltaf sent frá Íslandi með jóla- pökkunum, en það skipar svo sterkan sess í jólastemningunni að þó tertur og kökur vanti, þá heldur Nói gamli velli.“ Steindór segir jólahaldið ósköp íslenskt í ár og þá sérstaklega aðfangadagskvöld. „Við fáum rjúp- ur sendar frá Íslandi þetta árið, en aðalréttur jólanna verður kalkúnn, nú sem síðustu ár. Í gegnum netið hlustum við yfirleitt á jólakveðjur Ríkisútvarpsins á Þorláksmessu, en sökum tímamismunar er morg- unútvarpið og fram að hádegis- fréttum sá tími sem við náum frá Íslandi, enda klukkan orðin 4 síð- degis hér þegar fólk vaknar á Íslandi.“ Tíðarfarið á þessum árstíma sem telst vetur í Kína er yfirleitt gott að sögn Steindórs. „Hitastigið er í kringum 20 stig og sólríkt svo við munum borða jólamáltíðina úti í garði. Það verður gestkvæmt þessi jólin hjá okkur, en á aðfanga- dag verðum við með sex íslenska gesti í mat hjá okkur. Hluti af þeim er systkinahópur Huldu, konunnar minnar, sem flest búa hér og nokkr- ir vinir að auki sem flugu hingað niður eftir yfir hátíðarnar.“ Hlaðborð af krásum Parið Guðbergur Þór Garðars-son og Inácio Pacas da Silva Filho, sem jafnan eru kallaðir Beggi og Pacas, ætla að vera í Brasilíu um jólin ásamt börnunum sínum. „Pacas á börn í Brasilíu og við ætlum að vera hjá þeim um jólin,“ segir Beggi og bætir við að þeir ætli að hafa brasilísk jól í ár. „Við verðum með börnunum mínum og börnunum hans en það sem er lík- lega mest öðruvísi við þessi jól er að það er meiri hiti og annað and- rúmsloft,“ bætir Beggi við en segir Pacas mun betur til þess fall- inn að segja frá jólahefðunum í Brasilíu því hann er fæddur og uppalinn þar í landi. Pacas segir jólin hefjast á hádegi á jóladag í Brasilíu og yfir- leitt sé þá hlaðborð af jólakrásum. „Samkvæmt hefðinni verðum við með jólakalkún auk ýmiss konar meðlætis og drykkja. Stundum hef ég farið í miðnæturmessu með ömmu minni en annars bara sla- kað á yfir drykk með fjölskyld- unni,“ segir hann en jólin munu þeir félagarnir halda hjá systkin- um Pacas í Arares. Börn Pacas eru sextán og sautj- án ára en börnin hans Begga eru sjö og fjórtán ára þannig að tími er kominn til að þau hittist, að þeirra mati. „Við ætlum að kíkja á strönd- ina en þar verða allir að vera í hvítum fötum á jólunum,“ segir Pacas og bætir því við að í Brasilíu sé ekki eytt eins miklum pening fyrir jólin og hér á landi. „Jólin í Brasilíu eru ekki sér- staklega hátíð barnanna en þó fá þau einn pakka frá jólasveininum að morgni jóladags. Þann pakka finna þau undir rúminu sínu þegar þau vakna,“ segir Pacas. Pacas segist hafa steingleymt að taka með hangikjöt og laufa- brauð til Brasilíu en það komi þó ekki að sök því það verði svo mikið af kjöti og kræsingum þar hvort eð er. „Jólin eru löng hátíð í Brasil- íu en þar er etið og drukkið í marga daga í um 40 gráðu hita,“ segir Pacas og óskar gleðilegra jóla. Í Betlehem um jólin Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður félagsins Ísland- Palestína, ætlar að eyða jólunum í Palestínu ásamt yngstu dóttur sinni, Kristínu, sem er fimmtán ára. „Það er liðið um það bil ár síðan ég var síðast í Palestínu en ég hef aldrei verið þar á jólum. Það varð því úr að ég og yngsta dóttir mín, sem er fimmtán ára, mín færum þangað núna og yrðum yfir jólin,“ segir Sveinn en þau feðginin munu halda til í Jerúsalem. „Á aðfanga- dagskvöld ætlum við til Betlehem og vera þar eitthvað fram á jóla- nótt,“ bætir hann við. Spurður hvort það séu yfirleitt margir í Betlehem yfir jólin segir Sveinn: „Það var þannig hér áður fyrr en ég er hræddur um að það sé ákaflega lítið núna því hernám- ið hefur algjörlega eyðilagt fyrir ferðamannaþjónustunni. Það er því sáralítið um ferðamenn, sér- staklega á Vesturbakkanum, miðað við það sem var. Ísraels- stjórn bannar ferðir útlendinga og raunar líka Ísraela um Vestur- bakkann, þó menn komist nú þang- að,“ segir Sveinn og bætir því við að mikill múr umlyki nú Betle- hem. „Það er háð hernámsyfir- völdum hvort hliðið inn í Betleh- em verður opið eða ekki þannig að það er ekkert víst að við komumst inn í borgina. Ég reikna samt með því og vona að það gangi.“ Sveinn sér fyrir sér að jólin verið hátíðleg í Betlehem. „Ég reikna með að það verði mikil upplifun að vera á þessum helga stað á jólanóttina. Stað sem maður hefur heyrt svo mikið um allt frá blautu barnsbeini og alist upp við trúna á Jesú og fæðingu hans í Betlehem. Þannig að þetta verður vonandi bara yndislegt.“ Spurður hvort þau sakni þess ekkert að vera heima yfir jólin segir Sveinn að það sé nú alltaf hægt að velta sér upp úr því ef maður vill. „Ég verð til dæmis ekki hjá fyrsta barnabarninu um jólin en það fæddist á þessu ári og svona en við erum búin að fá okkar litlu jól með fjölskyldunni og verðum í huganum með þeim, eins og þau með okkur,“ segir Sveinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.