Fréttablaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 18
Tími fjölskyldu og fagnaðar Þ að er ekki jólalegt um að litast þegar blaðamaður hittir Diddú á kaffihúsi í Borgartúni, allur snjór á bak og og burt og skýin liggja yfir borginni eins og grátt teppi. Jólabarnið Diddú viðurkennir að jafnvel hún eigi erfitt með að komast í jólaskapið þegar veðrið er svona. „En til þess nota ég sönginn,“ segir hún og brosir. „Ég er búin að syngja mikið þessa aðventu, fyrir utan þessa hefðbundnu tónleika ferðaðist ég líka til Ameríku og Rússlands þannig það var í nógu að snú- ast.“ Fyrr um daginn ætlaði hún að syngja fyrir sjúklinga á Borgarspítalanum sem eiga ekki heimangengt um jólin, eins og hún gerir á hverju ári, en nú brá svo við að söng- konan er með hálsbólgu. „Ég vona að ég geti sungið fyrir þau á morgun, það er hætt við að jólin komi bara alls ekki ef ég get ekki sungið fyrir fólkið þarna.“ Diddú segir að jólin leiki stórt hlutverk í lífi sínu og á svo margan hátt, „Þetta er tími fagnaðar og tími fjölskyldunnar. Foreldrar mínir sungu báðir í kirkjukór þannig að jólin voru sterklega mótuð af því og tengd- ust alltaf söng. Og þá var alltaf snjór. Ég tengi jólin alltaf við fortíðina, ég held að flestir reyni að endurupplifa stemninguna frá æskuárunum. Það var alltaf mikið til- stand á heimilinu.Við erum sjö systkinin og það var erill á þessum árstíma, við föndruð- um mikið og bökuðum, fólk hafði meiri tíma þá en núna. Maður reynir líka að halda í hefðirnar; ég man að ég var dálítið stressuð þegar ég hélt fyrstu jólin með manni og börnum, þar sem við vorum að búa til okkar jól. Allir leitast við að halda í sínar hefðir og þá þarf að gera málamiðlanir en þannig ganga siðirnir í arf milli kynslóða.“ Snjór skiptir Diddú miklu máli á jólum. „Mér finnst það alltaf vera friðarjól ef það er dúnmjúkur, þykkur snjór yfir öllu, fólk róast við það. Mér finnst mikilvægt að finna frið og geta lagst í notalegheit. Kirkjan skiptir mig líka miklu máli. Ég hef ekki sungið á aðfangadag lengi því í mínum huga er hann heilagur.“ Í ár ætlar hún reyndar að bregða út af venjunni. „Ég áttaði mig að yngsta dóttir mín níu ára, hefur aldrei heyrt mig syngja í messu á aðfangadag þannig ég ætla að bæta úr því í dag. Ég er trúuð og fæ mikið úr því að fara í kirkju, ég held að eng- inn syngi trúlaus.“ Aðventan er alltaf annasöm hjá Diddú en hún segist þó alltaf geta slakað vel á. „Í fyrsta lagi þá syngur maður ekki stressaður og ég er mjög afslöppuð gagnvart jólaund- irbúningnum, er jafnvel búin að kaupa jóla- gjafirnar í janúar og þá er það frá. Ég er heldur ekki að gefa út plötu í ár eins og svo oft áður þannig ég þarf ekkert að stússast í neinu slíku. Undanfarin tvö ár hefur reynd- ar verið það mikið að gera að ég hef ekki haft tök á að senda jólakort en sendi bara jólakveðju í útvarpinu í staðinn.“ Diddú segir vissulega verða þess vör að stressið gagnvart jólaundirbúningnum sé mikið. „Mér fannst svolítið sorglegt að sjá verlslanir auglýsa jólavarning í október. Það er verið að æsa fólk upp í eitthvað á meðan við eigum enn að vera í villibráðinni og þvíumlíku. Mér finnst jólin og allt þeim tengt byrja á fyrsta í aðventu. Margir fara á span alltof snemma og hlaupa eftir ein- hverju sem er ekki og skilur ekkert eftir.“ Hún man reyndar eftir einni jólahátíð þar sem stressið keyrði um þverbak hjá henni sjálfri. „Fyrir utan jólaundirbúning- inn og alla hefðbundnu jólatónleikana var ég að æfa fyrir Íslensku óperuna sem átti að frumsýna annan í jólum. Á aðfangadag var ég svo yfirbuguð af þreytu að ég hrein- lega grét ofan í pottana. Það var óskemmti- leg reynsla, ekki síst því ég var með tengda- foreldrana í heimsókn. Kannski upplifa sífellt fleiri eitthvað svipað, sem væri sorg- legt. En mér finnst vera vakning; ungt fólk er að átta sig á hvað það er sem skiptir máli, sneiðir fram hjá asanum og efnishyggjunni og leitast við að eiga notalegar stundir saman.“ Það eru algjör forréttindi að vera söngvari, segir Diddú, sérstaklega á jólum. „Hvort sem það er á gleði- eða sorgarstundu er allt- af beðið um söng því hann er líknandi, bæði í sorg og í gleði. Mannsröddin er gædd ein- hverri kynngi sem getur hreyft við fólki og vakið upp tilfinningar. Þetta eru ósýnilegir straumar sem fara til fólks, jafnvel inn í það og hreyfa við því svo úr getur orðið mikil upplifun. Það er yndisleg tilfinning þegar maður finnur fyrir því gerast. Mér finnst gaman að syngja jólalög. Við erum svo heppin að þetta eru svo fallegir söngvar – bæði sálmarnir og lögin sem hafa verið samin fyrir þetta tilefni. Tónskáldin sækja greinilega djúpt í hjartað. Að heyra ákveðna rödd getur fært mann nær jólun- um, á mínu heimili hlustum við alltaf á Mahaliu Jackson syngja inn jólin. Og svo eru sálmar eins og Hin fegursta rósin er fundin, Heims um ból og Nóttin var sú ágæt ein sem fá mann alltaf til að klökkna.“ Þótt söngurinn gefi Diddú mikið krefst hann líka mikillar orku, enda kemur hún jafnvel fram daglega þegar líða tekur á aðventuna. Sjálf sækir hún orkuna á heimil- ið í Mosfellsdalnum. „Við erum svo heppin að sjá ekki til borgarinnar héðan þannig að við losnum alveg við erilinn sem fylgir henni. Það er mikill munaður.“ Diddú hefur haldið jól að heiman en játar að sér þyki það ekki eftirsóknarvert. „Ég hef búið bæði á Englandi og Ítalíu og jóla- haldið þar er allt annars eðlis, bæði jólahá- tíðin og undirbúningurinn því þar miðast jólin nánast eingöngu við jóladag. Mér finnst það svo ósanngjarnt, þrír dagar eru í rauninni ekki nóg. Stundum eru við á Íslandi þó heppin þegar það eru bröndujól, það eru algjör forréttindi. En mér finnst eitthvað vanta ef ég er að heiman á jólum; það vant- ar þetta gat í árið sem brýtur það upp, eins og maður hafi slegið vindhögg.“ Aðfangadagur gengur yfirleitt eins fyrir sig hjá Diddú. „Ég reyni alltaf að vera búin að taka aðeins til, þótt ég sé ekki í neinum stórhreingerningnum. Það er alltaf gaman að vera heima og dúlla við matargerðina fram eftir degi, ég er algjör jóladúlla. Stund- um stelst ég til að fá mér smá portvín um daginn en sleppi því núna vegna þess að ég er að fara að syngja. Svo kemur fólk yfir daginn með pakka og kort og rekur kannski nefið inn, gestagangurinn er svo notalegur.“ Þar sem Diddú ætlar að syngja í messu í dag verður borðhaldið á heimilinu klukku- stund seinna á ferðinni en venjulega. „En það er allt í lagi. Þegar klukkkurnar byrja að hringja veit ég að jólin eru komin.“ Í hugum margra er Sigrún Hjálmtýsdóttir – Diddú – órjúfanlegur hluti af jólun- um enda leggja fáir jafn mikið af mörkum til að skapa jóla- stemningu á aðventunni og hún með söng sínum. Bergsteinn Sigurðsson ræddi við Diddú um sönginn, friðinn og fjölskylduna. Mannsröddin er gædd einhverri kynngi sem getur hreyft við fólki og vakið upp tilfinning- ar. Þetta eru ósýnilegir straumar sem fara til fólks, jafnvel inn í það og hreyfa við því svo úr getur orðið mikil upplifun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.