Fréttablaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.12.2006, Blaðsíða 1
Smáauglýsing í Hrafnhildur Árnadóttir er bara þriggja ára gömul en hún veit samt alveg um hvað jólin snúast.Hrafnhildur er orðin mjög spennt fyrir jólunum og hlakkar mikið til að opna pakkana í kvöld. Hún man reyndar í fljótu bragði ekki eftir neinu sérstöku sem hana langar að fá í jólagjöf. „Ég er ekki búin að hugsa það,“ segir hún spek- ingslega. Jólasmákökur eru í miklu uppáhaldi hjá Hrafnhildi og henni finnsti nammikökur bestar. Hún segist samt ekki borða mikið nammi. „Ég geri það ekki. Bara mat og kökur. Ég borða líka jólamat og svo opnum við pakkana.“ Hrafnhildur viðurkennir fúslega að henni finnist pakk- arnir það skemmtilegasta við jólin. „Ég fæ marga pakka, frá mömmu og pabba og Hermanni og Auði. Ég fékk einu sinni Baby-born í jólagjöf. Ég ætla að gefa mömmu og pabba pakka sem ég bjó til í leikskólanum.“ Hún veit samt alveg að við höldum jólin ekki bara út af pökkunum. „Þau eru af því að Jesúbarnið fæddist,“ segir hún. Hrafnhildi finnst mjög gaman að vera í jólafríi og hún ætlar að fara á jólaball. „Kannski kemur einn jólasveinn sem heitir Gluggagægir eða Gáttaþefur með stóra nefið,“ segir hún og hlær. Í desember er Hrafnhildur búin að vera mjög þæg og hún hefur því fengið ýmislegt skemmtilegt í skóinn frá jóla- sveinunum. „Ég fékk hristu og Auður fékk Herra Jóla en mamma las hana fyrir mig.“ Hún segist samt ekkert hafa séð jólasveinana setja neitt í skóinn. „Ég fer bara undir sæng og fel mig þegar þeir koma,“ segir hún en vill þó alls ekki viðurkenna að hún sé hrædd við þá. „Stekkjastaur er uppáhalds jólasveinninn minn og Gluggagægir og Gátta- þefur og allir jólasveinarnir.“ Eftir jólin koma áramót og Hrafnhildur er ekki síður spennt fyrir þeim en jólunum. „Mér finnst flugeldar skemmtilegastir. Ég ætla líka að sprengja flugelda en þá þarf að hafa gleraugu. Ég er alltaf með gleraugu þegar eru áramót.“ Finnst pakkarnir langbestir Gleðileg jól! Opið 10–13 Gjafabréf - harður pakki en samt mjúkur Syngur eingöngu á ítölsku Viðbragðsáætlun Flugmálastjórnar hefur verið samþykkt af Alþjóðaflugmála- stofnuninni. Áætlunin fjallar um hvernig flugumferð verði stýrt í kringum Ísland og á Norður-Atl- antshafssvæðinu, með einungis 26 flugumferðarstjóra, en um sextíu flugumferðarstjórar hafa ekki viljað ganga til liðs við nýtt hluta- félag, Flugstoðir ohf., sem tekur við rekstrarhluta Flugmálastjórn- ar eftir áramót. Engar viðræður eru í gangi milli Flugstoða og flugumferðar- stjóranna, þrátt fyrir fyrirséðar tafir á flugi og ýmislegt óhagræði fyrir flugfélögin, en forsvars- menn þeirra hafa lýst miklum áhyggjum af gangi mála. Loftur Jóhannsson, formaður flugumferðarstjóra, hefur sent fjölmiðlum tölvupóst frá Ólafi Sveinssyni, stjórnarformanni Flugstoða. Samkvæmt póstinum virðist sem taka hafi átt kjaramál til umræðu milli Flugstoða og flugumferðarstjóra í september, en það hefur verið bitbein deiluað- ila hvort kaup og kjör skuli ræða. Ólafur segir Loft hafa slitið orð sín úr tölvupóstinum úr samhengi. Í honum hafi einungis verið vísað til skoðunar á kjarasamningsaðild en ekki á kjarasamningnum sjálf- um. „Það var skýrt tekið fram frá fyrsta degi að við myndum ekki opna launaliðinn,“ segir Ólafur. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra neitar ekki að hann hafi vissar áhyggjur af deilunum, en telur málið þó í eðlilegum farvegi: „Það er búið að gera allt sem hægt er til að þetta geti orðið áfalla- laust.“ Bíða verði og sjá hversu margir flugumferðarstjórar fáist til starfa, segir Sturla: „Ég á þá ósk heitasta að þetta ágæta fólk komi til starfa.“ Samgönguráð- herra er ekki í vafa um að rétt hafi verið að málum staðið þegar farið var út í að breyta rekstri Flug- málastjórnar. Samningaviðræð- urnar hafi í raun gengið ótrúlega vel þar til flugumferðarstjórar kynntu nýjar launakröfur. „En við verðum að vona að þetta leysist. Eins og staðan er núna er þetta allt í eðlilegum farvegi. Svo stígum við næstu skref.“ Flugmálin í eðlilegum farvegi Gleðileg jól! Einstæð móðir og þrjú börn hennar komust heil á húfi út úr brennandi húsi á Hvolsvelli aðfaranótt Þorláksmessu. Móðirin vaknaði við reykskynjara og reyndi í fyrstu að slökkva eldinn sjálf. Lögregla kom á vettvang fimm mínútum eftir að tilkynning barst og Brunavarnir Rangárþings skömmu síðar. Eldurinn var í svefnherbergi hússins og gekk vel að ráða niðurlögum að sögn lögreglu. Upptök eldsins eru ókunn. Þykkur svartur reykur myndað- ist við brunann og talsvert tjón varð á innanstokksmunum vegna reyks, sóts og vatns. Húsið er óíbúðarhæft og dvelja móðirin og börnin núna hjá vinafólki þar sem þau munu halda upp á jólin. Móðir og þrjú börn björguð- ust úr eldsvoða Jólasveininum í Finnlandi berast jafnan býsnin öll af bréfum en sjaldan hafa bréfin verið fleiri en í ár. Nú þegar eru bréfin orðin 600 þúsund, og venjan er sú að ekki færri en hundrað þúsund bætist við eftir jólin. Þetta segir Riitta Mattila, yfirpóstálfur á Pósthúsi jóla- sveinsins í norðanverðu Finn- landi, þangað sem allur póstur sem skrifaður er til jólasveinsins berst. „Sífellt fleiri eru að skrifa og við gætum náð nýju meti,“ bætti Riitta við. Bretar eru manna duglegastir við skrifin, en um það bil helming- ur bréfanna kemur frá Bretlands- eyjum. Ítalir og Pólverjar láta ekki heldur sitt eftir liggja og senda jafnan fjölmargar línur til sveinka í Finnlandi. Fær 700 þús- und bréf í ár 10 6 7 6 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.