Fréttablaðið - 24.12.2006, Page 49

Fréttablaðið - 24.12.2006, Page 49
Ljóst var þegar Guðrún Árný kom fram á skemmtisviðum landsins að hæfileikar hennar voru miklir, röddin styrk og stór, framkoma örugg og viljinn einbeittur til að standa sig. Í öðrum löndum hefði söngleikjabransinn gleypta hana lifandi, þjálfað hana upp til leiks á sviði – en hér gefast ekki slík tæki- færi. Á þeim vettvangi var henni þó vís frami í tilteknum gerðum söngleikja – dæmi hennar er því áminning um hversu vanbúin við erum til að veita slíka alþýðu- skemmtun þó víða leynist talent sem ráði við slík verkefni. Á þessum diski leitar Guðrún á nokkur svið, þetta eru dramatísk, melódramatísk lög, allt yfirbragð- ið er sótt í frönsku hefðina eins og Celine Dion plægði með miklum vinsældum. Lagavalið er breitt en sveigt undir stórhljómsveitarstíl útsetninga Þóris Baldurssonar fyrir rythmasveit og sinfóníu- hljómsveit: hér eru lagasmíðar eftir Benny í Abba, Stevie Wonder og George Michael, og minni spá- menn íslenska, tvö eftir hana sjálfa. Ljóðin er sótt til kunn- ugra textasmiða og í flutn- ingi á lögum sem þessum reynir mikið á að menn falli ekki í flatan samsetning til að þjóna línunni: textarnir eru veikasti blettur safns- ins og sanna að jafnvel í rómantískum söngvum er brýnt að ort sé af anda- gift. Útgáfa diskins er öll af miklum metnaði og væri synd ef Guðrún næði ekki til áheyrenda sem unna tónlist af þessum skólanum – nóg er af inn- flutningi í þessum anda. Því það er jú erindið að ná eyrum og hér er allt unnið af slíkum ágæt- um. Og Guðrún er söngkona af slíkum kalíber að synd væri að henni entist ekki þol og metnaður til að ná fullum tökum á list sinni á vettvangi sem henni hæfði. Tónlist af þessu tagi er ekki að mínum smekk, en ég finn í henni ríkan metnað og er viss um að stór- um hópi mun falla hún í geð – komist rödd hennar og tónlist að í spilun og fái athygli þar sem margir eru um hituna. Rödd úr Hafnarfirði Vetrarhefti tímaritsins Þjóðmála er komið út en meðal efnis þar er viðamikil umfjöllun um pól- itískar hliðar Hafskipsmálsins svonefnda. Björn Jón Bragason segir þar frá stóryrðum stjórn- málamanna í ræðustóli á Alþingi um stjórnendur Hafskips, en þau leiddu til Hafskipsmálsins sem skók íslenskt samfélag á níunda áratug 20. aldar. Ragnhildur Kolka fjallar um hnignun Sam- einuðu þjóðanna og spillinguna sem þrífst innan þessarar alþjóða- stofnunar. Árni Björnsson segir frá tilraunum austur-þýsku leyni- þjónustunnar til að veiða hann í net sitt á námsárum hans í Austur- og Vestur-Þýskalandi á sjöunda áratug 20. aldar í greininni: „Stasi og ég“. Auk þess skrifa Gréta Ing- þórsdóttir, Gísli Freyr Valdórsson, Björn Bjarnason, Björn Bjarna- son, Hannes Hólmsteinn Gissur- arson og Jónas H. Haralz í ritið. Í Þjóðmálum má einnig finna umfjöllun um jólabækur ársins og fjármál stjórnmálaflokkanna, kvæði Matthíasar Johannessen auk forvitnilegra bókadóma. Rit- stjóri Þjóðmála er Jakob F. Ásgeirsson. Ný Þjóðmál í Súlnasal á Hótel Sögu annan í jólum Upplýsingar í síma 525 9950 og á hotelsaga@hotelsaga.is Jóladansleikur MILLJÓNAMÆRINGANNA Milljónamæringarnir verða í hátíðarskapi á jóladansleik þeirra í Súlnasal Hótel Sögu annan í jólum, 26. desember. Húsið opnar kl. 22. Miðaverð 2.200 kr. Miðasala í Súlnasal frá kl. 13 samdægurs. Upplýsingar í síma 525 9950. Söngvarar eru: Bogomil Font, Páll Óskar, Bjarni Arason og Raggi Bjarna.PIPA R • S ÍA • 6 0 9 1 1 Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00. SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur Lau. 6/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt. Kúlan Smíðaverkstæðið kl. 20:00 PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker. Lau. 6/1 nokkur sæti laus, fös. 12/1 kl. 16:30 nokkur sæti laus, lau. 13/1 örfá sæti laus, lau. 20/1. Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis. Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is. STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter Lau. 6/1, lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1, lau. 27/1. SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson. Fös. 29/12 kl. 20:00 uppselt, lau. 30/12 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, lau. 6/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 21/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus. BAKKYNJUR eftir Evripídes Frumsýning 26/12 uppselt, 2. sýn. mið. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 28/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 11/1 örfá sæti laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1. Stóra sviðið kl. 20:00 Þjóðleikhúsið óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla! 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.