Fréttablaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 4
Atlantsolía - Vesturvör 29 - Sími 591 3100 atlantsolia@atlantsolia.is Engar tapaðar kvittanir Nú er hægt að tengja Dælulykilinn við netfang þannig að um klukkustund eftir dælingu kemur sjálfkrafa pdf- kvittun með tölvupósti. Kvittun í tölvupósti P IP A R • S ÍA • 6 0 7 0 6 RSK Skráning í síma: 591-3100 Hlýtt var um land allt árið 2006. Árið er meðal hlýjustu ára hér á landi frá upphafi mælinga. Þetta kemur fram í yfirliti frá Veðurstofu Íslands um veðurfar á árinu sem er að líða. Sunnanlands var árið sólríkara en að meðaltali, en í slöku meðal- lagi fyrir norðan. Hæsti hiti sem mældist á landinu var í Ásbyrgi hinn 3. ágúst og mældist hitinn þar 25,7°C. Lægsti hitinn mældist á Brúarjökli 18. nóvember, 26,1°C. Úrkoma var í ríflegu meðal- lagi, en árið sker sig ekki úr hvað hana varðar. Mesta úrkoman á einum sólarhring mældist í Kví- skerjum í Öræfum 20. desember, 175,3 mm. Síðastliðinn vetur var mjög hlýr, í Reykjavík og á Akur- eyri sá fjórði hlýjasti frá upphafi mælinga. Sömuleiðis var snjólétt, sérstaklega um landið norðaustan- og austanvert. Veturinn var sá sjötti í samfelldri röð snjólítilla vetra í Reykjavík. Vorið var ívið kaldara en í með- allagi, afar sólríkt var í Reykjavík og hafa aðeins einu sinni mælst fleiri sólskinsstundir að vori og það var árið 1924. Sumarið byrjaði hægt, sérstaklega á suðvestur- horninu og voru sólskinsstundir sumarsins í tæpu meðallagi. Desember var kaldur í byrjun, en síðustu vikur fyrir jól hafa verið hlýjar og illviðrasamar þar sem skriður féllu, ár flæddu yfir bakka sína og ollu tjóni á Norðurlandi og í Hvítá og Ölfusá í Árnessýslu. Hlýrra veður en í meðalári Dagblað Kommúnista- flokks Kúbu sagði frá því í gær að Fídel Kastró, leiðtogi Kúbu, hefði hringt í sendiherra Kína í Havana til að biðja hann fyrir áramótakveðju til Hu Jintao, forseta Kína. Fréttin virðist til þess fallin að styrkja íbúa eyjunnar í þeirri trú að Kastró sé enn á batavegi, fimm mánuðum eftir alvarlega skurðaðgerð. Kastró hefur ekki sést opinberlega síðan 31. júlí, þegar hann tilkynnti að hann hygðist taka sér tímabundið frí vegna skurðaðgerðar. Varnarmálaráð- herrann, Raúl Castro, stjórnar landinu í fjarveru bróður síns. Býður Hu Jintao gleðilegt nýtt ár Fjöldi byggða og búa um allt land er enn utan háhraða- netsambands þrátt fyrir að í fjar- skiptaáætlun til ársins 2010 segi að „allir landsmenn sem þess óska geti tengst háhraðaneti og notið hagkvæmrar og öruggrar fjar- skiptaþjónustu“. Ekki er tiltekið hvenær allir sem þess óski eigi að geta tengst háhraðaneti en greini- legt að vilji yfirvalda stendur til að það verði fyrir árslok 2010. Með stofnun Fjarskiptasjóðs í byrjun árs stóðu vonir til að skrið- ur kæmist á málið. Ríkisstjórnin ákvað að veita 2,5 milljörðum króna af söluandvirði Símans til sjóðsins og af þeim peningum á að verja um það bil 1.400 milljónum til háhraðatenginga á þeim svæð- um sem fyrirtæki á markaði sjá sér ekki hag í að þjónusta. Svanfríður Jónasdóttir, bæjar- stjóri Dalvíkurbyggðar, er meðal sveitarstjórnarmanna sem gagn- rýna að lítil hreyfing sé á málinu. „Málið er bara í frysti og það hreyf- ir sig enginn. Allir eru að bíða eftir Símapeningun- um,“ segir Svan- fríður og telur ástandið bagalegt. Háhraðateng- ing er lífsnauðsyn- leg hverju byggðalagi sem væntir framþróunar. Friðrik Már Baldursson, for- maður Fjarskiptasjóðs, segist skilja afstöðu Svanfríðar og ann- arra sömu skoðunar enda sé málið í hálfgerðri pattstöðu. Hann sjái þó fram á að efnt verði til útboðs á næstu mánuðum. „Það þarf að kortleggja hvar þjónusta er veitt og af hverjum. Ef markaðurinn leysir málið á til- teknu svæði er okkur ekki heimilt að fara inn á það þar sem við þurf- um að fylgja ströngum reglum um ríkisstyrki.“ Starfsmenn sjóðs- ins hafa farið um landið og rætt við fjölmarga sveit- arstjórnarmenn og viðræður við enn fleiri standa fyrir dyrum. „Við stefnum á að efna til útboðs á næstu mánuðum,“ segir Friðrik en ítrekar að lúta þurfi afar ströng- um reglum og því hafi verkið tekið þetta langan tíma. Hjálmar Árnason alþingismað- ur situr einnig í stjórn Fjarskipta- sjóðs og hefur, líkt og Friðrik Már, ríkan skilning á óþolinmæði fólks vítt og breitt um landið. „Spenni- treyjan kemur til af því að fjar- skiptafyrirtækin hafa ekki áhuga nema markaður sé til staðar og við erum að reyna að brúa það bil.“ Hann segir menn leggja sig fram við að láta þetta ganga eins hratt og hægt er. „Þetta mun koma og það verður fyrr en síðar og þetta mun valda byltingu í fjarskiptum á Íslandi,“ segir Hjálmar. Háhraðanet smærri byggða í spennitreyju Uppbyggingu háhraðanetkerfis um landið hefur lítið miðað að undanförnu þar sem sveitarfélög og fjarskiptafyrirtæki bíða aðgerða Fjarskiptasjóðs. Formaður sjóðsins segir verið að kortleggja markaðinn og að útboða sé að vænta. Íslandspóstur mun læsa póstkössum sínum sem eru utanhúss á höfuðborgarsvæðinu um áramótin líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Gripið er til þessara ráðstafana vegna ítrekaðra skemmda á póstkössum í kringum áramót. Hægt verður að koma einu bréfi í einu ofan í kassana en ekki opna þá þannig að hægt sé að koma stærri bréfum í þá. Viðskiptavin- um sem þurfa að koma þannig bréfum til skila er bent á að nýta sér póstafgreiðslur og póstkassa sem eru innandyra. Kassarnir verða væntanlega opnaðir aftur um miðjan janúar. Póstkössum læst yfir áramót Allir blaðagámar höfuðborgarsvæðisins hafa verið tæmdir fyrir áramótin til að koma í veg fyrir íkveikju á gamlárskvöld. Eigendur gámanna, Sorpa ehf., hafa staðið í ströngu við að fjarlægja allan eldsmat en einnig verða 20 blaðagámar sem oftast hafa orðið fyrir íkveikju fjarlægðir fyrir kvöldið. Samkvæmt Kristjáni Henrys- syni, aðstoðarstöðvarstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis- ins, þurfti að sinna um 30 útköllum vegna íkveikju í blaðagámum um síðustu áramót og þess vegna var ákveðið að reyna að koma í veg fyrir að óprúttnir brennuvargar léku sama leik í ár. Þess má einnig geta að Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins hefur sinnt fjórum útköllum vegna íkveikju í blaðagámum um helgina. Sorpa tæmir blaðagáma Framkvæmdastjóri ítalska knattspyrnuliðsins Palermo, Rino Foschi, fékk óvænta jólagjöf í ár, en í pakkan- um reyndist vera afskorið höfuð af ungri geit, alþakið blóði. Foschi fékk pakkann í pósti 22. desember og setti hann undir jólatréð. Konan hans opnaði pakkann og varð henni bilt við þegar hún sá innihaldið. „Þetta voru erfið jól, sérstak- lega fyrir fjölskyldu mína,“ sagði Foschi. „Konan mín fékk áfall þegar hún opnaði pakkann, en ég held að þetta hafi átt að vera brandari. Kannski var einhverjum illa við leikmannakaup liðsins.“ Fékk kiðlings- haus í jólagjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.