Fréttablaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 8
 Skammdegisþunglyndi sem stafar af ljósskorti er bara mýta sem fundin var upp í Banda- ríkjunum árið 1984, er niðurstaða tveggja vísindamanna frá Noregi og Ítalíu. Vidje Hansen, sálfræðiprófess- or við háskólann í Tromsø, og Greta Brancaleoni, ítalskur koll- egi hans, tóku sig saman og mældu skapsveiflur íbúa Tromsø og Ferr- ara á Ítalíu í nóvembermánuði. Fyrrnefndi bærinn er á 69. breidd- argráðu en sá síðarnefndi á 44. breiddargráðu svo munurinn á birtunni þar á veturna er mikill og var nóvember valinn því sam- kvæmt skoðanakönnunum telja bæði Norðmenn og Ítalir hann vera erfiðasta mánuðinn. „Við uppgötvuðum að skap- og hegðunarsveiflur tengdust veðr- inu almennt en ekki skorti á dags- birtu. Þar fyrir utan uppgötvuðum við að Ítölunum fannst nóvember enn erfiðari en okkur Norðmönn- um, en þegar komið er fram í desember, sem er virkilega dimm- ur, sögðu bæði Ítalar og Norðmenn að þeim líkaði sá mánuður vel. Þetta sýnir að það hriktir í stoðum fyrirbærisins skammdegisþung- lyndi,“ sagði Hansen í samtali við fréttamenn norska blaðsins Aften- posten. Árið 1984 stungu bandarískir vísindamenn upp á því að vetrar- þunglyndi stafaði af skorti á dags- ljósi, en því lengra norður sem farið er á hnettinum þeim mun fleiri þjást af þessu árstíðabundna þunglyndi. En Hansen telur veðrið hafa meira með dapurleika og orku- leysi á veturna að gera heldur en ljósið, einkum vegna þess að mörg- um Tromsø-búum finnst maí vera einn versti mánuðurinn. „Þetta segir mér að væntingar breyta öllu um það hvernig fólk upplifir veður. Í Norður-Noregi er maður óánægðari með slæmt sumar en slæman vetur,“ sagði Hansen. Aukin samskipti og samvinna lögreglu og almennings svo og stóraukið forvarnar- og rannsóknarstarf í öllum þáttum löggæslunnar er grunnurinn sem nýtt embætti lögreglustjóra höfuð- borgarsvæðisins byggir á. Hin nýja skipan löggæslu á höfuðborg- arsvæðinu, undir stjórn Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra, tekur gildi 1. janúar 2007. Frá og með morgundeginum verða þrjú lögregluembætti, Reykja- vík, Kópavogur og Hafnarfjörður, sameinuð í eitt. Átta sveitarfélög, nær 200 þúsund íbúar verða undir embætti lögreglustjóra höfuðborg- arsvæðisins. Lögreglumenn verða 340-350, en heildarfjöldi starfs- manna um 450 manns. „Unnið hefur verið að undirbún- ingi þessarar breytingar á síðari helmingi þessa árs, enda að fjöl- mörgu að hyggja,“ segir Stefán. „Þar má nefna flutning allra starfsmanna frá embættunum þrem yfir til hins nýja. Þá var farið yfir húsnæðismál- in og ýmis tæknileg atriði, til að mynda varðandi tölvukerfi, síma- mál og heimasíður. Skipulagning nýs vaktakerfis, nýrra rannsóknar- deilda, nýrrar umferðadeildar og fleiri þátta hefur krafist mikillar vinnu starfsfólks embættanna.“ Stefán segir að hið nýja embætti muni þróast í takt við þarfir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Fyrst og fremst sé verið að þjóna þeirra þörf- um. „Við stefnum að því sem grund- vallarmarkmiði að auka öryggi og öryggistilfinningu þeirra sem búa, dvelja og starfa á höfuðborgar- svæðinu. Þessu stefnum við að með því að auka sýnilega löggæslu, þannig að almenningur verði þess var að lögreglan er á ferðinni og skiptir sér af málum sem upp koma í þjóðfélaginu. Við leggjum einnig áherslu á hverfa- og grenndarlög- gæslu, sem hefur gefist afar vel hér á landi. Forvarnarstarfið er einnig mikilvægt. Þar má nefna umferðar- löggæsluna. Varðandi hana sjáum við fyrir okkur gott samstarf við sveitarfélög, skóla, stofnanir, fyrir- tæki á borð við tryggingafélög og fleiri. Loks leggjum við áherslu á að gera rannsóknir sakamála betri og skilvirkari þannig að málin gangi hraðar fyrir sig og gæðin aukist. Stærra embætti býður upp á aukna sérhæfingu, meðal annars með því að setja upp sérstaka deild sem mun annast rannsóknir kynferðis- brota. Þá má auka sérhæfingu í öðrum rannsóknardeildum með því að skipta rannsóknarlögreglumönn- unum upp í hópa þar sem hver hópur einbeitir sér að ákveðinni tegund afbrota.“ Stefán segir að tegundir afbrota verði greindar niður eftir hverfum og svæðum. Þessum upplýsingum verði miðlað til viðkomandi íbúa, ekki síst í þeim tilgangi að fólk geti áttað sig á hvað það geti gert til að vinna gegn óheppilegri þróun í sam- starfi við lögreglu. Aukin samvinna við íbúa Markmið nýs embættis lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins er að auka öryggi og öryggistilfinningu þeirra sem búa, dvelja og starfa á svæðinu. Stefán Eiríksson lögreglustjóri boðar margvíslegar nýjungar í starfi lögreglunnar. Þrjú lögregluembætti sameinast í eitt frá og með morgundeginum. Sýslumaðurinn í Reykja- vík hefur fallist á kröfu aðstand- enda Matthildar V. Harðardóttur og Friðriks Á. Hermannssonar, sem létust er skemmtibáturinn Harpa steytti á Skarfaskeri í sept- ember í fyrra, um að eignir Jónas- ar Garðarssonar verði teknar í löggeymslu á grundvelli niður- stöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá 6. júní 2006. Sýslumaðurinn féllst á ábend- ingu lögmanns aðstandenda um að skemmtibátur Jónasar, sá hinn sami og steytti á Skarfaskeri, yrði í löggeymslu þar til dómur Hæsta- réttar liggur fyrir í málinu. Jónas var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og fyrir að hafa stýrt bátnum er slysið varð undir áhrifum áfengis. Dómur Jónasar er þyngsti dómur sem fallið hefur hér á landi fyrir brot af þessu tagi. Óljóst er enn hvenær málið verður tekið fyrir í Hæstarétti en Jónas áfrýjaði niðurstöðu héraðsdóms. Samkvæmt upplýs- ingum frá skrifstofu Hæstarétt- ar er líklegast að málið verði tekið fyrir í mars eða apríl en málið er ekki komið á dagskrá Hæstaréttar. Jónas neitaði því fyrir dómi að hafa stýrt bátnum er hann steytti á skerinu en fjölskipaður dómur komst að þeirri niður- stöðu að Jónas hefði verið við stýrið.“ Fallist á kröfu aðstandenda Á Þorláksmessu barst Ferðamálastofu pakki frá konu í Kanada sem í voru tveir litlir hraunmolar. Konan hafði tekið hraunmolana með sér til Kanada frá Íslandi eftir að hafa ferðast um landið í sumar. Í bréfi sem fylgdi pakkanum sagði konan ógæfuna hafa elt sig eftir að hún kom heim úr ferð sinni um Ísland. Konan tengdi ólán sitt við hraunmolana, því á Havaíeyjum væru ferðamenn varaðir við að taka hraun úr náttúrunni þar sem það ylli reiði guðanna að hrófla við henni. Hún sagði að hugsanlega ætti þetta einnig við um hraunmola úr náttúru Íslands og þess vegna vildi hún láta skila hraunmolun- um aftur til síns heima í náttúr- unni. Kona óttaðist reiði guðanna Tæplega fimmtugur maður var á fimmtudag dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa haft í vörslu sinni tvær hreyfimyndir sem sýndu börn á klámfenginn hátt. Myndskeiðin fundust á tölvu ákærða sem lögreglan lagði hald á í Hafnarfirði síðastliðið sumar. Í dómnum segir að um mjög gróft klám sé að ræða. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust og sagði dómnum að hann vildi leita úrræða til að vinna bug á óeðlilegum kenndum sínum. Hann hefur áður orðið uppvís að því að hafa verið með magn barnakláms á tölvu sinni. Með mjög gróft barnaklám F í t o n / S Í A Hvað heitir nýr dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur? Hver leiðir lista vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi? Hver mun gera kvikmynd um ævi tónlistarmannsins James Brown?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.