Fréttablaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 86
Þrátt fyrir að skora
58 stig tókst Kobe Bryant og
félögum hans í Los Angeles
Lakers ekki að leggja Charlotte
Bobcats að velli í NBA-deildinni
í körfubolta í fyrrinótt. Leikur-
inn var æsispennandi en í þrí-
gang þurfti að framlengja viður-
eignina sem lauk með 133-124
sigri Charlotte í sannkölluðum
maraþonleik.
„Áhorfendur fengu að sjá
Kobe Bryant upp á sitt besta en
að okkur hafi tekist að stöðva
hann og vinna leikinn að lokum
er stórkostlegt,“ sagði Gerald
Wallace, leikmaður Charlotte, en
hann var stigahæsti leikmaður
þeirra með 28 stig.
„Mig langar ekkert inn í bún-
ingsherbergið,“ sagði hundfúll
og örþreyttur Bryant eftir leik-
inn.
LeBron James skoraði 32 stig
fyrir Cleveland sem vann Mil-
waukee 109-99 og þá vann Wash-
ington sinn fimmta leik í röð
eftir nauman sigur á Orlando,
112-111.
10.September nk.
58 stig Bryants dugðu ekki
Mikil rigning setti svip
sinn á leikina á Englandi í gær, þá
sér í lagi í London þar sem aðstæð-
ur voru erfiðar og á Vicarige Road
þurfti að flauta af leik Watford og
Wigan vegna vatnselgs.
Moritz Volz skoraði mark
númer 15.000 í ensku úrvalsdeild-
inni þegar hann kom Fulham yfir
gegn Chelsea á Stamford Bridge.
Frank Lampard jafnaði, Didier
Drogba kom Chelsea yfir en á
lokamínútunum náði Carlos
Bocanegra að jafna metin og þar
við sat, 2-2 jafntefli á Brúnni.
„Ég verð að hrósa Fulham fyrir
það hvernig þeir brugðust við eftir
að hafa lent undir. Þeir vita að við
gátum ekkert varist og því sóttu
þeir á okkur, svo einfalt er þetta.
Þetta er sama sagan fyrir okkur.
Þegar lið sjá okkur gera mistök
trúa þau að þau geti skorað mörk.
Við erum búnir að fá á okkur tvö
mörk, fjóra leiki í röð og það
kemur mér ekkert á óvart,“ sagði
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, en
greinilegt er að liðið saknar fyrir-
liðans John Terry sárlega en hann
er frá vegna meiðsla.
„Þetta er frábært stig fyrir
okkur og mér fannst frammistaða
okkar á heildina litið vera frábær.
Það er ekki hægt að biðja um
meira en þetta af leikmönnunum,“
sagði Chris Coleman, stjóri Ful-
ham.
Manchester United er þar með
komið með sex stiga forskot á
Chelsea eftir 3-1 sigur á Reading.
Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis,
mörk númer ellefu og tólf hjá
honum í deildinni, Ole Gunnar Sol-
skjær eitt en Ibrahima Sonko jafn-
aði metin fyrir Reading og Leroy
Lita minnkaði muninn á lokamínút-
unum. Ívar Ingimarsson og Brynj-
ar Björn Gunnarsson spiluðu báðir
allan leikinn fyrir Reading.
„Þetta var góður sigur en fæð-
ingin var virkilega erfið. Reading
átti góðan leik og við þurftum að
hafa okkur alla við en að landa
þrem stigum skipti mestu máli á
endanum,“ sagði Alex Ferguson
sem hrósaði Ronaldo svo í hástert.
„Strákurinn hefur verið algjörlega
magnaður undanfarið. Hann á hrós
skilið og skilaði sínu hlutverki óað-
finnanlega í þessum leik.“
Liverpool landaði þremur stig-
um á White Hart Lane gegn Tott-
enham, Luis Garcia skoraði eina
markið undir lok fyrri hálfleiks en
þrátt fyrir að pressa mikið undir
lokin tókst Tottenham ekki að
jafna metin.
„Þetta var frábær frammistaða
hjá okkur. Eftir tapið gegn Black-
burn þurftum við að sýna karakt-
er og það tókst í þessum leik. Við
spiluðum vel í fyrri hálfleik og
skoruðum á mjög góðum tíma. Tot-
tenham setti okkur undir pressu
undir lokin en vinnusemin í leik-
mönnunum var frábær,“ sagði sig-
urreifur Rafael Benítez, stjóri
Liverpool, í leikslok.
Charlton vann langþráðan sigur
þegar það lagði Aston Villa að velli
á heimavelli. Hermann Hreiðars-
son var mikið í sviðsljósinu í leikn-
um en hann braut á Gareth Barry
innan vítateigs, Barry skoraði
sjálfur úr spyrnunni áður en honum
var vikið af velli í síðari hálfleik
fyrir ljótt brot. Darren Bent jafn-
aði metin með skalla og allt leit út
fyrir jafntefli áður en Bryan Hug-
hes tryggði Charlton sigurinn eftir
skalla frá Hermanni.
Sheffield United vann ótrúleg-
an sigur á Arsenal þar sem Christi-
an Nate skoraði eina markið.
Paddy Kenny, markmaður Sheffi-
eld þurfti að fara af velli og varn-
armaðurinn Phil Jagielka stóð í
markinu það sem eftir lifði leiks
þar sem liðið var ekki með vara-
markmann á bekknum. Hann stóð
sig frábærlega þegar hann var
kallaður til og Sheffield landaði
þremur góðum stigum.
Chelsea missteig sig annan leikinn í röð í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar meistararnir náðu aðeins jafn-
tefli gegn Fulham. Manchester United heldur sínu striki og vann Reading og Liverpool vann Tottenham.
Iceland-Express deild kk:
Enska úrvalsdeildin:
Létum jólamatinn ekki hindra okkur