Fréttablaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 1
Bakar himneska
súkkulaðiköku
Stútfullt blað af
atvinnuauglýsingum
Opið 10–13
í dag
Skotið var á bíl lögreglu-
manns á Blönduósi aðfaranótt laug-
ardags. Enginn var í bílnum þegar
skotið var. Lögregla telur víst að um
kúlnagöt sé að ræða, en kúlan fór inn
um vinstri hliðarrúðu að framan og
út um hina hægri.
Engin vitni voru að því er hleypt
var af og kúlan hefur ekki fundist.
Nær allt starfslið lögreglunnar á
Blönduósi vinnur að rannsókn máls-
ins.
„Við lítum þetta mjög alvarleg-
um augum, hvort sem um slysa-
skot eða viljaverk er að ræða,“
segir Hermann Ívarsson, varð-
stjóri lögreglunnar á Blönduósi.
Hann hvetur almenning til þess að
leggja lögreglunni lið við rannsókn
þessa máls.
Lögreglumaðurinn sem hlut á
að máli segist ekki eiga svarna
óvini og að aldrei nokkurn tímann
hafi honum verið hótað lífláti.
Bíllinn er í eigu fjölskyldu
lögreglumannsins og stóð í inn-
keyrslu við hús í miðjum
bænum þegar skotið hljóp af.
Allt bendir til þess að stórt
skotvopn hafi verið notað, ann-
aðhvort stór riffill eða skamm-
byssa.
Að sögn Hermanns var ölvun
í bænum ekki óvenjulega mikil
aðfaranótt laugardagsins.
Skotið á bíl lögregluþjóns
Skotið var á bíl lögreglumanns á Blönduósi aðfaranótt laugardags. Bíllinn stóð
mannlaus í innkeyrslu þegar árásin átti sér stað. Engin vitni voru að skotunum.
MÁ BJÓÐA ÞÉR NÝTT STARF Á NÝJU ÁRI ?
Hugbúnaðarsérfræðingur starfar á viðskiptalausnasviði fyrirtækisins og annast þarfagreiningu, hönnun,
forritun, ráðgjöf og innleiðingu á Microsoft Dynamics AX viðskiptahugbúnaði. Fjöldi áhugaverðra verkefna eru
fyrirliggjandi.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði, viðskiptafræði eða sambærilega
menntun. Reynsla af forritun og innleiðingu á Microsoft Dynamics kerfum er nauðsynleg. Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð,
metnað til árangurs, lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hópi.
Í boði er áhugavert starf fyrir öflugan og metnaðarfullan einstakling.
HUGBÚNAÐARSÉRFRÆÐINGUR MICROSOFT DYNAMICS AX
Sölu- og markaðsráðgjafi hefur umsjón með söluverkefnum á Ópusallt.NET viðskiptalausn, sem hefur í
áratugi verið ein vinsælasta viðskiptalausn landsins, kynningum og tilboðsgerð auk þess að annast gerð og
frágang samninga. Hann tekur þátt í áætlanagerð auk þess að sjá um gerð og viðhald markaðsefnis.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi marktæka reynslu á sviði sölu- og markaðsmála, þekkingu á sviði viðskiptalausna og
háskólamenntun er nýtist í umræddu starfi. Áhersla er lögð á gott vald á íslensku í ræðu og riti, fagleg og skipuleg vinnubrögð h f
í mannlegum samskiptum og metnað til árangurs í starfi.Í boði er áhugavert starf, sem krefst frumkvæði
Ópusallt sem b
SÖLU- OG MARKAÐSRÁÐGJAFI ÓPUSALLT
Ráðgjafar á sviði orkulausna sinna krefjandi verkefnum fyrir raforkufyrirtæki á Íslandi, en HugurAx hefur um
árabil verið samstarfsaðili íslenskra orkufyrirtækja. Verkefnin snúa að ráðgjöf og verkefnastjórnun varðandi
ýmsa þætti í starfsemi raforkufyrirtækja, s.s. ferlið frá mælingu að reikningagerð, utanumhald mæligagna,
ferlagreiningar og skeytasamskipti. Störfin krefjast mikils samstarfs við sérfræðinga erlendis og fer
þekkingaruppbygging og þjálfun að hluta til fram erlendis.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi háskólapróf á sviði verk- eða tæknifræði, tölvunar- eða kerfisfræði og/eða viðskiptafræði.
Framhaldsmenntun er æskileg. Þekking á raforkugeiranum er kostur ásamt marktækri þekkingu og reynslu á sviði tölvu- og
upplýsingatækni. Áhersla er lögð á góða samskiptahæfileika, sjálfstæð og fagmannleg vinnubrögð, áhugasemi og metnað til
árangurs í starfi.
RÁÐGJAFAR Á SVIÐI ORKULAUSNA
HugurAx er eitt af leiðandifyrirtækjum landsins á
sviði hugbúnaðargerðar,hugbúnaðarþróunar
og innleiðingu
hugbúnaðarlausna.
Fyrirtækið sinnir bæði stórumog smáum fyrirtækjum íflestum atvinnugreinumlandsins.
Hjá HugAx starfa nú yfir 130starfsmenn. HugurAx býðurstarfsmönnum sínum úrvalsstarfskjör og möguleika á aðþroskast og þróast í starfi.
Höfuðstöðvar HugarAxeru í nýju og glæsilegu
húsnæði að Guðríðarstígí Grafarholti í Reykjavík,þar sem kappk
–
–
–
Íslandsdeild
Amnesty International mótmælir
harðlega aftöku Saddams Hussein,
fyrrverandi forseta Íraks.
„Amnesty International berst
gegn dauðarefsingum í öllum
tilvikum og telur dauðarefsingar
vera ómannúðlegar, niðurlægjandi
og brjóta gegn réttinum til
lífsins,“ segir í fréttatilkynningu
frá samtökunum.
Amnesty telur tækifærið til að
skapa stöðugleika í Írak farið
forgörðum. Samtökin segjast hafa
fagnað því á sínum tíma að sækja
ætti Saddam til saka, en að það
hafi átt að gerast með sanngjörn-
um réttarhöldum.
Fordæmir af-
töku Saddams
Útvarpsstöðin Kántríbær
hættir útsendingum í dag um
óákveðinn tíma. Ástæðan er
fjárhagsörðugleikar í rekstri.
Kostnaður vegna endurnýjunar
endurvarpssendis á Sauðárkróki
vegur þar þyngst.
„Við erum búin að reka þessa
stöð í menningarlegum tilgangi í
fjórtán ár og þegar ekkert kemur
inn á móti er erfitt að rúlla
boltanum,“ segir Hallbjörn
Hjartarson, kúreki norðursins og
eigandi stöðvarinnar.
„Mér finnst að sýslurnar í
kringum okkur ættu að geta styrkt
útvarpið eitthvað, það þarf ekki
stórar upphæðir. Það tala allir um
menningu en þegar hún er úti á
landi er hún einskis virði,“ segir
hann.
Kántríbær hættir
útsendingum
Rás 1 er líka fyrir
ungt fólk