Fréttablaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 45
MÁ BJÓÐA ÞÉR NÝTT STARF Á NÝJU ÁRI ?
www.hugurax.is
Hugbúnaðarsérfræðingur starfar á viðskiptalausnasviði fyrirtækisins og annast þarfagreiningu, hönnun,
forritun, ráðgjöf og innleiðingu á Microsoft Dynamics AX viðskiptahugbúnaði. Fjöldi áhugaverðra verkefna eru
fyrirliggjandi.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði, viðskiptafræði eða sambærilega
menntun. Reynsla af forritun og innleiðingu á Microsoft Dynamics kerfum er nauðsynleg. Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð,
metnað til árangurs, lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hópi.
Í boði er áhugavert starf fyrir öflugan og metnaðarfullan einstakling.
HUGBÚNAÐARSÉRFRÆÐINGUR MICROSOFT DYNAMICS AX
Sölu- og markaðsráðgjafi hefur umsjón með söluverkefnum á Ópusallt.NET viðskiptalausn, sem hefur í
áratugi verið ein vinsælasta viðskiptalausn landsins, kynningum og tilboðsgerð auk þess að annast gerð og
frágang samninga. Hann tekur þátt í áætlanagerð auk þess að sjá um gerð og viðhald markaðsefnis.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi marktæka reynslu á sviði sölu- og markaðsmála, þekkingu á sviði viðskiptalausna og
háskólamenntun er nýtist í umræddu starfi. Áhersla er lögð á gott vald á íslensku í ræðu og riti, fagleg og skipuleg vinnubrögð, hæfni
í mannlegum samskiptum og metnað til árangurs í starfi.
Í boði er áhugavert starf, sem krefst frumkvæðis og sjálfstæðis, en um þessar mundir er að hefjast dreifing og sala á nýrri kynslóð
Ópusallt, sem byggir á nýjustu tækni í hugbúnaðargerð.
SÖLU- OG MARKAÐSRÁÐGJAFI ÓPUSALLT
Verkefnastjóri / ráðgjafi veitir stjórnendum íslenskra fyrirtækja ráðgjöf er varðar lykiltölur reksturs, greiningu
og framsetningu upplýsinga til ákvarðanatöku um rekstur fyrirtækja. Hann annast einnig verkefnastjórn
í innleiðingarverkefnum fyrir stjórnendaupplýsingalausnir. Verkefnastjóri / ráðgjafi tekur jafnframt þátt í
verkefnaöflun og áframhaldandi uppbyggingu þessa sviðs innan HugarAx.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi haldbæra reynslu og þekkingu á sviði fjármála, reksturs, áætlanagerðar og upplýsingatækni.
Háskólamenntun er skilyrði og framhaldsmenntun kostur. Áhersla er lögð á sjálfstæð og skipuleg vinnubrögð, marktæka innsýn á
sviði viðskipta- og markaðsmála, skilvís vinnubrögð, styrk í mannlegum samskiptum og metnað til framkvæmda.
Í boði er afar áhugavert starf fyrir metnaðarfullan og áhugasaman einstakling, sem vill öðlast þekkingu á Cognos hugbúnaðinum og
reynslu til að geta beitt þeim lausnum til að fullnægja þeim kröfum er gerðar eru til upplýsinga, skýrslugerðar og greiningar.
VERKEFNASTJÓRI / RÁÐGJAFI Á SVIÐI COGNOS VIÐSKIPTAGREINDAR OG STJÓRNENDAUPPLÝSINGA
Ráðgjafar á sviði orkulausna sinna krefjandi verkefnum fyrir raforkufyrirtæki á Íslandi, en HugurAx hefur um
árabil verið samstarfsaðili íslenskra orkufyrirtækja. Verkefnin snúa að ráðgjöf og verkefnastjórnun varðandi
ýmsa þætti í starfsemi raforkufyrirtækja, s.s. ferlið frá mælingu að reikningagerð, utanumhald mæligagna,
ferlagreiningar og skeytasamskipti. Störfin krefjast mikils samstarfs við sérfræðinga erlendis og fer
þekkingaruppbygging og þjálfun að hluta til fram erlendis.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi háskólapróf á sviði verk- eða tæknifræði, tölvunar- eða kerfisfræði og/eða viðskiptafræði.
Framhaldsmenntun er æskileg. Þekking á raforkugeiranum er kostur ásamt marktækri þekkingu og reynslu á sviði tölvu- og
upplýsingatækni. Áhersla er lögð á góða samskiptahæfileika, sjálfstæð og fagmannleg vinnubrögð, áhugasemi og metnað til
árangurs í starfi.
RÁÐGJAFAR Á SVIÐI ORKULAUSNAHugurAx er eitt af leiðandi
fyrirtækjum landsins á
sviði hugbúnaðargerðar,
hugbúnaðarþróunar
og innleiðingu
hugbúnaðarlausna.
Fyrirtækið sinnir bæði stórum
og smáum fyrirtækjum í
flestum atvinnugreinum
landsins.
Hjá HugAx starfa nú yfir 130
starfsmenn. HugurAx býður
starfsmönnum sínum úrvals
starfskjör og möguleika á að
þroskast og þróast í starfi.
Höfuðstöðvar HugarAx
eru í nýju og glæsilegu
húsnæði að Guðríðarstíg
í Grafarholti í Reykjavík,
þar sem kappkostað hefur
verið að gera vinnuaðstöðu
starfsmanna eins vel úr garði
og kostur er. HugurAx rekur
jafnframt starfsstöðvar á
Akureyri, Egilsstöðum og í
Vestmannaeyjum.
–
Umsóknarfrestur er til og með 12. janúar nk., vinsamlega athugið að fyrirspurnum verður
eingöngu svarað hjá STRÁ MRI, Suðurlandsbraut 6, sími 588 3031, www.stra.is.
Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Guðný Harðardóttir og Hrund Þorgeirsdóttir hjá STRÁ MRI veita nánari upplýsingar, en
viðtalstími er frá kl. 13-15. Vinsamlega sendið eigin starfsferilskrár til stra@stra.is ásamt
viðeigandi prófgögnum.
–
–