Fréttablaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 6
Saddam Hussein, fyrrverandi
forseti Íraks, var við völd frá 16.
júlí árið 1979 til 9. apríl 2003. Hann
var meðal illræmdustu einræðis-
herra sögunnar og á sér fáa mál-
svara á Vesturlöndum.
Frá upphafi leit Saddam á sjálf-
an sig sem byltingarleiðtoga sem
vildi gera viðamiklar félagslegar
umbætur í Írak. Veraldleg arabísk
þjóðernisstefna var jafnan megin-
lína Baath-flokksins, sem Saddam
gekk til liðs við strax tvítugur að
aldri. Eftir að hann komst til valda
árið 1979 kom hann fljótlega upp
lýðræðisstofnunum í vestrænum
anda og beitti sér af fullum krafti
bæði til að halda íhaldsáhrifum
íslams í skefjum og til að halda
saman hinum ólíku þjóðernishóp-
um landsins – sjíum, súnníum og
Kúrdum.
Sjálfur var Saddam súnní-mús-
lími, fæddur í Tikrit árið 1937, og á
valdatíð hans hafa súnní-múslímar í
raun verið allsráðandi í landinu þótt
þeir séu í minnihluta. Hann kom
félögum sínum og ættingjum í
helstu valdastöður og stjórnaði
þeim með harðri hendi. Hann náði
fljótt sterkum tökum á öllum valda-
stofnunum landsins, stofnaði sína
eigin öryggislögreglu og sýndi óvin-
um sínum vægðarlausa grimmd.
Hikaði jafnvel ekki við að láta
myrða eigin ættingja ef þeir féllu
úr náðinni.
Hann kvæntist þrisvar sinnum,
eignaðist sex börn og tveir sona
hans, Uday og Qusay, þóttu engir
eftirbátar hans í grimmdinni. Þeir
féllu fyrir byssukúlum bandarískra
hermanna árið 2003.
Víða í heimi araba og múslíma
naut Saddam Hussein óblandinnar
aðdáunar fyrir að standa uppi í hár-
inu á bæði Ísrael og Bandaríkjun-
um. Frá upphafi stefndi hann að því
að gera Írak að forystulandi í Mið-
Austurlöndum en náði þó aldrei því
markmiði.
Þrjú meiriháttar stríð og harðar
refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna
hafa gengið nærri írösku þjóðinni á
valdatíð Saddams. Fyrst áttu Írakar
í stríði við nágrannaríkið Íran árin
1980 til 1988. Árið 1990 hófst síðan
Persaflóastríðið við Bandaríkja-
menn, sem réðust inn í Írak eftir að
Írakar höfðu ráðist inn í Kúveit. Í
framhaldi af því stríði voru lagðar
þungar efnahagslegar refsiaðgerð-
ir á Íraka sem lömuðu allt þjóðlíf,
þar á meðal alla heilbrigðisþjónustu
og verslun.
Á síðustu árum, meðan áhrifa
refsiaðgerðanna gætti hvað mest,
tók Saddam Hussein hins vegar upp
á því að skrifa skáldsögur, hefur
samið fjórar slíkar og kom sú fyrsta
út árið 2000 en þá síðustu er hann
sagður hafa lokið við í mars árið
2003, fáeinum dögum áður en
bandarískir hermenn réðust inn í
landið. Hún kom svo út í Japan fyrir
skömmu.
Það var síðan í mars árið 2003
sem Bandaríkjamenn og Bretar
réðust inn í Írak undir því yfirskini
að þar væri að finna gereyðingar-
vopn sem heiminum stafaði hætta
af. Ekkert reyndist hæft í því en sú
styrjöld hefur kostað hundruð þús-
unda Íraka lífið og með henni lauk
jafnframt valdaferli einræðisherr-
ans illræmda, sem nú hefur verið
tekinn af lífi.
Saddam Hussein
ríkti í aldarfjórðung
Fyrrverandi einræðisherra Íraks hefur verið tekinn af lífi, þremur árum eftir að
bandarískir hermenn fundu hann í felum í neðanjarðarskýli skammt frá Tikrit.
Saddam Hussein, fyrrver-
andi forseti Íraks, var tekinn af lífi
fyrir sólarupprás í gærmorgun, 69
ára að aldri.
Fyrir tæpum tveimur mánuðum
var Saddam fundinn sekur af írösk-
um dómstólum fyrir þátt sinn í
dauða 148 sjía-múslíma frá Dujail.
Hæstiréttur hafnaði áfrýjun hans
og skipaði að hann yrði tekinn af lífi
innan þrjátíu daga. Réttarhöld yfir
honum vegna þjóðarmorðs á Kúrd-
um munu líklega halda áfram þrátt
fyrir aftökuna.
Saddam var svartklæddur og
hélt á Kóraninum þegar hann gekk
sín seinustu skref í fylgd með írösku
böðlunum. Hann hafnaði boði þeirra
um að fá hettu yfir höfuðið.
„Allah er mikill, þjóðin mun
sigra og Palestína er arabaríki,“
hrópaði Saddam þegar snaran var
sett um háls hans. Einræðisherrann
virtist rólegur á sinni hinstu stundu
við gálgann.
Talið er að Saddam verði jarð-
settur nálægt heimabæ sínum, Tik-
rit, á næstunni. „Hann óskaði einsk-
is,“ sagði al-Askari. „Hann vildi að
Kóraninn sem hann hélt á yrði
afhentur manni að nafni Bander.“
Saddam hengdur fyrir sólarupprásrás
Að minnsta kosti 46 Írak-
ar létust í sprengingum í Írak í
gær. Einni sprengju hafði verið
komið fyrir í sendiferðabíl á fisk-
markaði í hverfi sjía-múslíma í
bænum Kufa, suður af Bagdad.
Maðurinn sem sakaður var um
að hafa lagt bifreiðinni var króað-
ur af og drepinn af trylltum múg
þegar hann gekk burt frá spreng-
ingunni.
Önnur sprenging olli dauða 15
óbreyttra borgara og særði 25 í
öðru hverfi í Bagdad.
Ekki er víst að árásirnar hafi
verið bein afleiðing aftöku Sadd-
ams Hussein, en ein helsta hátíð
sjía-múslíma, Eid al-Adha, er
gengin í garð og fjöldi manns var
á ferli að kaupa inn fyrir fjögurra
daga hátíðahöld.
Búist var við miklum átökum í
kjölfar aftökunnar, en ofbeldi
hefur ekki færst í aukana síðan
Saddam var tekinn af lífi, en nokk-
uð var um friðsamleg mótmæli.
Bandaríkjaher tilkynnti í gær
um dauða fimm hermanna, en
dauðsföll bandarískra hermanna
í Írak í mánuðinum eru orðin 108
talsins. Fleiri bandarískir her-
menn hafa nú látist í desember en
í nokkrum öðrum mánuði ársins.
Alls hafa að minnsta kosti
2.997 bandarískir hermenn lát-
ist frá upphafi stríðs í mars
árið 2003.
Að meðaltali hafa 76 Írakar
látist á dag í átökum í desember-
mánuði, samkvæmt talningu AP
fréttastofunnar.
Veist þú hvar Stykkishólmur er?
Horfir þú á áramótaskaupið?
„Palestína er
arabaríki,“ voru seinustu orð
Saddams Hussein áður en hann
var tekinn af lífi í gærmorgun.
Fjöldi Palestínumanna er harmi
sleginn yfir andláti fyrrverandi
Íraksforseta, en hann var einn
þeirra helsti bandamaður í
frelsisbaráttunni.
„Við heyrðum af píslarvættis-
dauða hans og ég sver til guðs að
ég var djúpt hrærður,“ sagði
Khadejeh Ahmad í Qadora-
flóttamannabúðunum á Vestur-
bakkanum.
Saddam studdi við Palestínu-
menn á margvíslegan hátt, til
dæmis með fjárútlátum til
fjölskyldna fallinna hermanna og
sjálfsmorðsárásarmanna.
Harmi slegnir
yfir aftökunni
Múammar Gaddafi,
leiðtogi Líbýu, lýsti í gær yfir
þriggja daga þjóðarsorg vegna
aftöku Saddams Hussein og
afboðaði öll
hátíðarhöld
vegna helgihá-
tíðar múslíma
Eid al-Adha.
Fánar landsins
voru einnig
dregnir í hálfa
stöng.
Í fyrradag
hafði Gaddafi
lýst því yfir að
réttarhöldin yfir Saddam hefðu
verið ólögleg og að hann hefði átt
að svara til saka fyrir alþjóðlegum
dómstól.
Abdul-Kader Bajammal,
forsætisráðherra Yemen, tók í
sama streng og biðlaði til Banda-
ríkjaforseta að þyrma lífi
Saddams.
Fánar í hálfa
stöng í Líbýu