Fréttablaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 80
Maðurinn er berfættur og á boln-
um í köldu haustmyrkrinu; andlitið
er skelft og augun þanin. Ég þekki
hann ekki, rétt kannast við hann,
brosmilt andlitið, hann vill inn. Ég
er í maníu, geturðu gefið mér að
borða? stynur hann upp.
Ég býð honum inn, geng á eftir
honum upp, set hann niður, ber í
hann mjólk, brauð álegg: hann
gleypir matinn eins og krakki sem
er að flýta sér út í leik; svona er
bráðahungrið, hugsa ég. Við segj-
um fátt.
Viltu ekki fara á deildina? spyr
ég. Kannski eftir nóttina, segir
hann, stendur upp, réttir mér hönd
og fer: hverfur niður og út í myrk-
ur kvölds og sálar.
Ógnir og töfrar útisetunnar eru
fæstum kunnuglegir en væru öllum
hollir. Svarti hundurinn sest ein-
hverntíma að í flestum, þó fólk
almennt þekkist hann ekki. Skipan
rökleysunnar, andhverfan, er með
nokkrum hætti könnuð á slóð ungu
stúlkunnar í sviðsetningu Bene-
dikts Erlingssonar á leikverki Ant-
ony Neilson; framandleikinn í
fyrstu, svo grimmdin, götótt til-
vera þráhyggjunnar: höfundurinn
notar sögu Carroll af Lísu í Undra-
landi sem kort, stikar sig eftir
henni, en á algerlega nútímalegan
hátt. Stúlkan er miðja, einhvers-
konar núllpunktur, allt hverfist um
hana, hún er við og við hún. Rök-
semdir hennar fluttar á okkur á
kænlegan hátt.
Gamansemi geðveikinnar,
hvernig rökin snúast öll, verða
okkur lengi framanaf á sýningunni
skemmtiefni – ó-öryggisverðirnir
og gátlistar þeirra afhjúpa á kostu-
legan hátt fáranleika nýja reglu-
verksins í millilandaflugi – sjónar-
hornið er skondið á skjön.
Áhorfendur skemmtu sér vel á
frumsýningu: einkum eru það
sjömenningarnir sem mörg hlut-
verk leika sem fara á kostum í þess-
ari sýningu, leikmátinn er afar
tempraður og stilltur en hnitaður
og fjölbreytilegur – flott frammi-
staða LR. Þessu lágstemmda temp-
ói er síðan haldið áfram í hinum
óumflýjanlega þriðja þætti verks-
ins. Ilmur er ekki síðri, en hún
speglar meira en gerir sem er list
út af fyrir sig.
Allt umhverfi verksins er sett
inn í enn einn hvíta kassann eftir
Gretar Reynisson, að þessu sinni
ofanbyggðan ljósalofti. Eins og oft-
ast áður heldur hvít líkingin, nú
lyfturými, frábærlega um óstýri-
látan heim verksins, Gretar er
studdur í sínu verki af glæsilegri
ljósa- og hljóðvinnu þeirra Halldórs
Arnar og Ólafs Thoroddsen. Allt
umhverfi leiksins er markað hrein-
legum stíl, en sundurlausum, sem
rímar við klíniska endastöðina á
ferð Lísu: búningar Helgu Stefáns,
gervi Sigríðar Rósu. Það er topp-
vinna í þeirri deildinni.
Sviðsetning Benedikts er víðast
hvar vel heppnuð og því hugsuð –
þó sviðsetningar beri jafna í sér
einhvern vott af glópaláni. Það dett-
ur niður kraftur í nokkrum atriða
fyrri hluta hans, meðal annars
vegna þess að samtöl verða óskýr –
það ræðst af lokun á hljóðrými í
kassanum: Hrokafullir leikstjórar
geta svo sem gefið skít í að það
heyrist í sýningum þeirra manns-
ins mál – en flestir áhorfendur vilja
heyra hvað sagt er. Og borga fyrir
það. Og þegar samtölin eru að auki
órökvís og þvælukennd er þess
mikilvægara að haldið sé um það.
Það er hollráð í æfingum í leikmynd
sem þessari að láta leikmyndahöf-
undinn alltaf sitja í ystu sætum rað-
anna. Bæði fyrir hann og sýning-
una.
Sálarháskinn sem við lifum öll
við, þó mörg okkar haldi sig fjarska
normal, er viðvarandi mannlegt
mein. Við getum ekki lokað hann úti
– hann er allt um kring um okkur:
sjáið bara maníuna í græðg-ina sem
flestir útrásarmennirnir eru haldn-
ir af. Þráhyggjuna í stjórnmálalíf-
inu. Allt sem gert er til að upplýsa
okkur um útisetuna er til góða.
Þetta er falleg sýning, samstillt,
skopleg, grimm og grátleg.
Tveggja heima sýn og allra átta
Kristinn Sigmundsson óperu-
söngvari syngur á árlegum hátíð-
artónleikum í Hallgrímskirkju
síðdegis í dag. Með honum leika
Hörður Áskelsson orgelleikari og
trompetleikararnir Ásgeir H.
Steingrímsson og Eiríkur Örn
Pálsson sem skipa sveit er þeir
kalla Trompeteria.
Á efnisskránni eru bassaaríur
úr Messíasi og Jólaóratoríunni
auk verka eftir Bach og Albinoni.
Listvinafélag Hallgrímskirkju
stendur að tónleikunum en félags-
skapur sá fagnar 25 ára starfsaf-
mæli sínu um þessar mundir. Tón-
leikarnir hefjast kl. 17.
Árið kvatt
með söng
Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00.
SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur
Lau. 6/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og
kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 11:00,
kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt.
Kúlan
Smíðaverkstæðið kl. 20:00
PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker.
Lau. 6/1 nokkur sæti laus, fös. 12/1 kl. 16:30 nokkur sæti laus, lau. 13/1 örfá sæti laus,
lau. 20/1. Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis.
Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is.
STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter
Lau. 6/1, lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1, lau. 27/1.
SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson.
Lau. 6/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1
kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti
laus, sun. 21/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus.
BAKKYNJUR eftir Evrípídes
4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 11/1 örfá sæti
laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1.
Stóra sviðið kl. 20:00
fl group er aðalstyrktaraðili
sinfóníuhljómsveitar íslands SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS
græn tónleikaröð í háskólabíói
Hljómsveitarstjóri ::: Christopher Warren-Green
Einsöngvari ::: Þóra Einarsdóttir
MIÐVIKUDAGINN 3. JANÚAR KL. 19.30 LAUS SÆTI
Vínartónlist eftir Johann Strauss yngri,
Johann Strauss eldri, Carl Millöcker og
Richard Heuberger
Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar
eru í huga margra jafn ómissandi hluti af því
að fagna nýju ári og flugeldar og brennur.
Líklega verður uppselt á Vínartónleika venju
samkvæmt og því er ráðlegt að tryggja sér
miða í tíma á www.sinfonia.is
tónleikar utan raða í háskólabíói
FIMMTUDAGINN 4. JANÚAR KL. 19.30 LAUS SÆTI
FÖSTUDAGINN 5. JANÚAR KL. 19.30 ÖRFÁ SÆTI LAUS
LAUGARDAGINN 6. JANÚAR KL. 17.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS
Vínartónleikar
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI