Fréttablaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 64
N ú er að koma tími á að taka úthreinsan- irnar,” segir Bene- dikta og bætir því við að ensím geti hjálpað fólki mikið á meðan það er enn í átveislunum enda eru áramótin enn eftir. “Góð ensím í töfluformi hjálpa til við að brjóta fæðuna fyrr niður en það einmitt það sem við þurfum. Það er svo slæmt þegar hún safnast fyrir og verður að stíflum út um alla þarma,” bætir hún við. Benedikta segir það hafa mjög slæm áhrif á líkamann að inn- byrða svo mikinn mat á skömmum tíma og þá sérstaklega ef mikið af óæskilegum efnum er í matnum. “Fæðan sem fólk borðar í dag orsakar stíflur út um allt og þar að auki þá er gerfisykur eins og asp- artam mjög víða þannig að þeir sem innbyrða mikið af slíku eru í mjög slæmum málum,” segir hún en gerfiefnin hindra að líkaminn vinni eins og hann á að vinna. “Það er mikið af fæðu sem stoppar í maganum og verður eins og lím eða steypa til dæmis allt úr hveiti. Þá er þetta venjulega morgunkorn sem margir borða ekki gott fyrir líkamann og orsakar harðar hægð- ir vegna gerfijárnsins sem er sett í það.” Benedikta segir að eðlilegt fólk eigi að hafa hægðir að minnsta kosti þrisvar á dag en þá sé það í verulega góðum málum. “Einu sinni á dag er alveg nauðsynlegt og algjört lágmark en tvisvar á dag er í lagi. Fólk er fljótt að finna muninn á hægðunum þegar það skiptir yfir í heilsufæðið,” segir Benedikta en hún mælir með því að taka góðar hreinsanir eftir allt átið yfir hátíðirnar. “Það þarf að hreinsa þarmana og ristilinn en það er til dæmis hægt að gera með Epsom saltblöndunni, sem er í raun magnesíum. Því er blandað við sítrónusafa og vatn og drukk- ið. Síðan situr maður á prívatinu í einn eða tvo daga með mikinn nið- urgang en þetta er algjör hreins- un,” segir Benedikta en með þess- um kúr er í lagi að vera á léttu mataræði. Hún játar því að sumum finnist Epsom blandan vera full harkaleg aðgerð og bendir þá á Oxytarm töflurnar sem eru sam- settar úr magnesíum og súrefni. “Þá getur maður ráðið hvort maður drífur þetta af á einni helgi eða tekur færri töflur á lengri tíma. Þetta virkar eins og djúp- hreinsun eða stíflueyðir.” Bene- dikta segir fólk alveg geta verið með tvö kíló af gömlum hægðum í ristlinum án þess að hafa hug- mynd um það og þá sé það ekki endilega feitt fólk. “Leirinn frá Sunnanvindum í Hveragerði er mjög góður til að hreinsa ristilinn en hann er bland- aður út í vatn eða te og drukkinn. Í honum eru ýmis fræ og fleira sem maður drekkur í viku til tíu daga en á eftir tekur maður svokallaðan ristilhvata til að ristillinn verði ekki latur.“ Fjórða leiðin sem Benedikta nefn- ir til að hreinsa ristil og þarma er að fara í stólpípumeðferð. “Stól- pípurnar eru orðnar mjög þægi- legar og fínar í dag og eru ekki eins og í gamla daga þegar þetta var mjög óþægilegt. Í dag er þetta ekkert mál og tekur um klukku- tíma,” segir hún og bætir við: “Það er hægt að fylgjast með því hvað kemur út úr ristlinum eins og margir hafa séð í þáttum Dr. Gilli- an. Eftir stólpípuna eru maginn og lifrin nudduð til að örva og hreinsa en þetta eru heilmikil fræði,” segir Benedikta og mælir eindregið með því að fólk taki slíka hreinsun enda þurfi oft margar hreinsanir til að ná því sem situr sem fastast í þörmum og ristli. Benedikta er alls ekki hrifin af auknum gerfiefnum í venjulegri fæðu. “Líkaminn er svo sniðugur að vinna úr því sem hann fær en þegar hann fær mikið af gerfiefn- um þá fer allt kerfið að ruglast. Þá vinnur líkaminn ekki eins og hann á að vinna og fólk byrjar að veikjast og fá sjúkdóma. Flestallir sjúk- dómar byrja í þörmunum því vandamálin byrja þar. Svo færist þetta upp,” segir hún og bendir á að venjulegur matur sé jafnan orð- inn svo mikið unninn og með svo miklu af gerfiefnum að hann sé orðinn verulega næringarsnauður. “Síðan borðar hinn venjulegi Íslendingur ekki nægilega mikið af grænmeti, berjum og fleiri mat- vælum eins og á að gera. “Allt of marga vantar hollar olíur, amínó- sýrur, ómega fitusýrur og fleira þannig að þá verður mikill skortur og fólk fer að veikjast.” Það þarf líka að taka aðrar hreins- anir, að sögn Benediktu. “Til þess eru til ýmis góð te og fleira. Birk- isafi er til dæmis mjög góður til að hreinsa blóðið og nýrun en einnig Pure Plan sem hreinsar líka mjög vel. Þá er til nokkuð sem kallast A. Vogel og er líka mjög gott hreinsi- jurtaprógramm til að hreinsa blóð- ið og nýrun,” segir Benedikta og bætir því við að algengt sé að fólk fái bjúg ef ekki er hreinsað vel út. “Þá eru hin ýmsu te góð í að hreinsa vökva og óhreinindi úr lík- amanum eins og grænt te, gullris og detox te auk birkiösku.” Að lokum bendir Benedikta á mikilvægi þess að losa stíflur og gömul óhreinindi úr ristli og þörm- um. “Þegar allt situr þar fast fá margir glútenóþol því það koma göt á þarmana og það byrjar að leka úr þeim, einfaldlega af því þeir ráða ekki við þetta. Þá flæðir þetta út í blóðið og um allan líkam- ann. Það segir sig sjálft að þegar slíkt gerist þá er líkaminn ekki að vinna eins og hann á að gera. Þetta fer jafnvel upp í höfuðið og fólk verður ekki eins skýrt í kollinum og það ætti að vera,” segir Bene- dikta og bætir við að allt of margir sjúkdómar byrji út frá slíku á Vesturlöndum í dag. Mikilvægt að hreinsa líkamann Benedikta Jónsdóttir kennir fólki að forðast þessi slæmu kemísku efni sem eru í svo mörgum matvælum í dag en hún hefur starfað við heilsufæðisgeirann í sjö ár. Í samtali við Sigríði Hjálmarsdóttur gefur hún ráð til að hreinsa líkamann eftir ofátið yfir hátíðirnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.