Fréttablaðið - 31.12.2006, Side 96

Fréttablaðið - 31.12.2006, Side 96
Sá verður varla talinn ófreskur sem spáir því að áramótaskaup- ið verði ofarlega á baugi á fyrstu stundum og dögum nýs árs. Enda skulum við ekki gera lítið úr áhrif- um þeirrar höfuðskepnu íslensks samfélags sem skaupið sannarlega er. Það er í raun ástæðulaust fyrir aðrar sjónvarpsstöðvar en RÚV að senda út frá klukkan 22.30 til 23.30 í kvöld því þá kemur 307.261 Íslendingur sér fyrir framan sjón- varpið, þeir stilla á sömu stöðina og taka kóssinn fyrir kvöldið. áramótaskaupsins er yfr- inn: markmiðið er að koma heilli þjóð í ákveðið hugarástand rétt áður en nýtt ár gengur í garð; klukkustundarlangur sjónvarps- þáttur sker úr um hvort þjóðin hellir sér í annaðhvort taumlausan fagnað eða óbeisluð drykkjulæti. Oftar en ekki er sú leið farin að reyna að gera öllum til geðs með þeim afleiðingum að skaupið verð- ur hvorki fugl né fiskur; þeir sem eldri eru átta sig ekki á að hverju er verið að gera grín en þeir yngri koma ekki auga á hvað á að vera svona fyndið. er þannig tvíeggjað sverð sem má ekki umgangast af neinni léttúð, það getur nefnilega sært fram býsna sterkar tilfinn- ingar, góðar og slæmar, sem ekki allir ráða við. Í fyrstu viku nýárs nýtir fólk flest tækifæri til að reifa sjónarmið sín um skaupið, í matarboðum, á kaffistofum og saumaklúbbum. Þær samræður endurspegla hins vegar aðeins útvatnaða minningu, á sjálfu gamlárskvöldi eru áhrif skaups- ins miklu sterkari. eftir gamlárskvöldi 2001. Árni Johnsen ók að bjálka- húsinu sínu í Eyjum eins og Tony Soprano, Össur Skarphéðinsson og Steingrímur J. Sigfússon voru í dvergastærð í Kastljósstólunum gömlu og Bubbi sniffaði bara bensín frá Esso. Fólk sveif um á bleiku skýi í kátínu sinni, skálaði í kampavíni og flutti drápur um Óskar Jónasson, Hallgrím Helga- son og Hjálmar Hjálmarsson. En ég man líka eftir öllum hinum skiptunum, revíunum sem fengu prúða menn til að blanda tvöfald- an vodka í kók, steyta hnefa og bölva syngjandi stjórnmálamönn- um í reiði sinni. í gervi Jóhönnu Sigurðardóttur getur hrundið af stað keðjuverkun neikvæðra kennda, stigmagnandi gremju sem endar jafnvel með ósköpum; brotnar sósuskálar úr fínum mat- arstellum, brunablettir í sætis- áklæðum og ónýtar rúður í félags- heimilum úti á landi. Hér skilur milli feigs og ófeigs, gott fólk. Skaup er ekkert grín

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.