Fréttablaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 26
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og
útfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á
netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma 550 5000.
Edison sýnir ljósaperuna
Gaspur er hvimleiður
fylgifiskur hins opna
samfélags.
Hjálparsveit skáta í Reykjavík var
fyrst hjálpar- og björgunarsveita á
landinu til að hefja flugeldasölu. Eirík-
ur Karlsson var nýgenginn í hjálpar-
sveitina þegar salan hófst árið 1968 og
hefur komið að henni á hverju ári
síðan. „Ég stóð við búðarborðið til að
byrja með en hef svo komið að ýmsu
öðru. Síðustu árin hefur hópurinn minn
séð um auglýsingaskiltin,“ sagði Eirík-
ur.
Eiríkur segir hjálparsveitina hafa
rennt nokkuð blint í sjóinn með flug-
eldasöluna til að byrja með. „Hjálpar-
sveitin tók yfir rekstur Skátabúðar-
innar þetta haust. Það var ákveðið að
fara að selja flugelda og við byrjuðum
af mikilli bjartstýni, að okkur fannst,“
sagði hann. „Þessu var stillt út í búð-
ina, og svo sáum við það fljótlega að
þetta myndi seljast upp,“ sagði Eirík-
ur. Leitað var logandi ljósi að fleiri
flugeldum, en á þessum tíma voru
flugeldaverksmiðjur á Akranesi og í
Garðabæ. „Þetta endaði á því að það
sem seldist ekki komst fyrir í einum
skókassa,“ sagði Eiríkur.
Á þessum tíma segir Eiríkur það
fyrst og fremst hafa verið verslanir á
borð við Geysi, Ellingsen og Segla-
gerðina Ægi sem seldu flugelda. „Þær
búðir voru allar að selja neyðarblys og
rakettur fyrir skip og báta og voru
þess vegna með tengslin sem til
þurfti,“ sagði hann. Í dag eru hjálpar-
og björgunarsveitir hins vegar ansi
stór hluti af markaðnum. „Íþróttafé-
lögin hafa líka verið með sölu í gegn-
um tíðina, og svo hafa ýmsir einkaaðil-
ar skotið upp kollinum. Sumir hafa
verið í stuttan tíma og aðrir hafa enst
lengur og oft á tíðum verið mjög
agressífir og að okkur finnst óbilgjarn-
ir,“ sagði Eiríkur, en flugeldasalan er
afar mikilvægur liður í fjáröflun hjálp-
arsveitarinnar sem byggir rekstur
sinn alfarið á sjálfsaflafé.
Eiríkur segir skotgleði landsmanna
hafa tekið stakkaskiptum frá því að
hann seldi fyrsta flugeldinn. „Eigum
við ekki bara að segja að þetta sé eins
og svart og hvítt,“ sagði hann og hló.
„Ég veit ekki hvers konar mælikvarða
maður ætti að nota á þetta, en ég myndi
segja að þá hefðu flestir reynt að ná
sér í eina rakettu, eitt blys og stjörnu-
ljós fyrir börnin. Það voru fáir sem
skutu miklu og engar tívolíbombur eða
tertur til. Það voru bara rakettur með
priki og stjörnuljós,“ sagði hann.
Flugeldasala Hjálparsveitar skáta
stendur yfir til 16 í dag.
Móðir mín, amma og langamma,
Kristjana Ragnheiður
Ágústsdóttir
frá Búðardal,
sem andaðist á Landspítala - háskólasjúkrahúsi
föstudaginn 23. desember, sl. verður jarðsungin frá
Grafarvogskirkju 2. janúar nk. kl. 13.00.
Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elísabet Magnúsdóttir, Íris Hrund Grettisdóttir,
Magnús Þór Guðmundsson.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
María Sigmundsdóttir
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni
23. desember. Útförin fer fram frá Digraneskirkju mið-
vikudaginn 3. janúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast
hinnar látnu er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra.
Ásgeir J. Guðmundsson
Sigmundur Ásgeirsson Kristín Ottesen
Guðmundur Ásgeirsson Helga Ólafsdóttir
Þóra Ásgeirsdóttir Þorvaldur Gíslason
Ásgeir J. Ásgeirsson Berglind Harðardóttir
barnabörn og barnabarnabarn.