Fréttablaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 10
Um áramótin verða Rúmenía
og Búlgaría 26. og 27. aðildarríki
Evrópusambandsins. Undirbún-
ingi að aðild þeirra þykir mörgum
þó vera ábótavant.
Krasimir Dímítrov var á leið í mat
með vinum sínum á veitingahúsi
við fjölfarna götu í miðborg Sofíu.
Í þann málsverð komst hann
aldrei. Um leið og hann sté út úr
bíl sínum var dælt í höfuð hans og
búk byssukúlum úr skammbyssu
með hljóðdeyfi.
Slík morð um hábjartan dag –
auk byssubardaga glæpagengja
og sprengna í bílum og íbúðum –
eru orðin hluti af hversdagslífinu í
þessu fátæka fyrrverandi komm-
únistaríki sem nú um áramótin
fær fulla aðild að Evrópusam-
bandinu og Evrópska efnahags-
svæðinu.
Hinn 42 ára gamli Dímítrov var
þekktur maður, fyrrverandi
atvinnumaður í blaki sem hafði
auðgast þokkalega á viðskiptum,
og fjöldi fólks var nærstatt er
hann var skotinn á stilltu kvöldi í
nóvember. En ekkert vitni gaf sig
fram við lögreglu.
Yfir 100 slík morð hafa verið
framin í Sofíu á síðastliðnum fimm
árum, sem þýðir nærri því tvö á
mánuði að jafnaði. Ekki einn ein-
asti morðingi hefur verið sakfelld-
ur fram til þessa.
Lögregla skýrir þessi morð að
mafíusið oftast þannig, að þar séu
„kaupsýslumenn að jafna sakirn-
ar“, og þau séu gjarnan síðasta
skrefið. Á undan séu yfirleitt
gengnar morðhótanir með því að
koma sprengju fyrir undir bíl eða
heima við dyr viðkomandi.
Fáeinum dögum eftir morðið á
Dímítrov var annar kaupsýslu-
maður skotinn til bana úti á götu.
Sá hét Ruman Peshev og var tal-
inn hafa átt í „nánum viðskipta-
tengslum“ við Dímítrov, að sögn
lögreglu.
Ofbeldisaldan setur lögregluna og
dómskerfið í landinu í mikinn
vanda, því nú á endasprettinum
fyrir inngönguna í ESB höfðu búl-
görsk yfirvöld metnað til að reka
af sér slyðruorðið. Í matsskýrsl-
um ESB á aðildarundirbúningi
Búlgaríu var jafnan að finna harða
gagnrýni á óskilvirkni og spillingu
lögreglu- og dómskerfisins, mútu-
þægni embættismanna og skort-
inn á markvissri baráttu gegn
skipulagðri glæpastarfsemi, pen-
ingaþvætti og fleiri samfélags-
meinum.
Framkvæmdastjórn ESB hefur
ítrekað hvatt búlgörsk stjórnvöld
til að taka sig á í þessu tilliti.
Erindrekar ESB hafa auk þess
varað við því að allt að sjö millj-
arðar evra, andvirði 63 milljarða
króna, úr sameiginlegum sjóðum
sambandsins sem reiknað er með
að Búlgaría fái í styrki fram til
ársins 2013, gætu horfið í spilling-
arhítina.
Talsmenn Búlgaríustjórnar
staðhæfa að árangur sé að nást í
baráttunni gegn glæpum og spill-
ingu, og vona að með því muni hin
ESB-ríkin ekki nýta sér „öryggis-
ákvæði“ sem fylgja aðildarsamn-
ingum bæði Búlgara og Rúmena.
Með því að virkja þessi öryggis-
ákvæði gætu hin ESB-ríkin til að
Glæpir og spilling varpa skugga á
stækkun Evrópusambandsins