Fréttablaðið - 31.12.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 31.12.2006, Síða 10
Um áramótin verða Rúmenía og Búlgaría 26. og 27. aðildarríki Evrópusambandsins. Undirbún- ingi að aðild þeirra þykir mörgum þó vera ábótavant. Krasimir Dímítrov var á leið í mat með vinum sínum á veitingahúsi við fjölfarna götu í miðborg Sofíu. Í þann málsverð komst hann aldrei. Um leið og hann sté út úr bíl sínum var dælt í höfuð hans og búk byssukúlum úr skammbyssu með hljóðdeyfi. Slík morð um hábjartan dag – auk byssubardaga glæpagengja og sprengna í bílum og íbúðum – eru orðin hluti af hversdagslífinu í þessu fátæka fyrrverandi komm- únistaríki sem nú um áramótin fær fulla aðild að Evrópusam- bandinu og Evrópska efnahags- svæðinu. Hinn 42 ára gamli Dímítrov var þekktur maður, fyrrverandi atvinnumaður í blaki sem hafði auðgast þokkalega á viðskiptum, og fjöldi fólks var nærstatt er hann var skotinn á stilltu kvöldi í nóvember. En ekkert vitni gaf sig fram við lögreglu. Yfir 100 slík morð hafa verið framin í Sofíu á síðastliðnum fimm árum, sem þýðir nærri því tvö á mánuði að jafnaði. Ekki einn ein- asti morðingi hefur verið sakfelld- ur fram til þessa. Lögregla skýrir þessi morð að mafíusið oftast þannig, að þar séu „kaupsýslumenn að jafna sakirn- ar“, og þau séu gjarnan síðasta skrefið. Á undan séu yfirleitt gengnar morðhótanir með því að koma sprengju fyrir undir bíl eða heima við dyr viðkomandi. Fáeinum dögum eftir morðið á Dímítrov var annar kaupsýslu- maður skotinn til bana úti á götu. Sá hét Ruman Peshev og var tal- inn hafa átt í „nánum viðskipta- tengslum“ við Dímítrov, að sögn lögreglu. Ofbeldisaldan setur lögregluna og dómskerfið í landinu í mikinn vanda, því nú á endasprettinum fyrir inngönguna í ESB höfðu búl- görsk yfirvöld metnað til að reka af sér slyðruorðið. Í matsskýrsl- um ESB á aðildarundirbúningi Búlgaríu var jafnan að finna harða gagnrýni á óskilvirkni og spillingu lögreglu- og dómskerfisins, mútu- þægni embættismanna og skort- inn á markvissri baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi, pen- ingaþvætti og fleiri samfélags- meinum. Framkvæmdastjórn ESB hefur ítrekað hvatt búlgörsk stjórnvöld til að taka sig á í þessu tilliti. Erindrekar ESB hafa auk þess varað við því að allt að sjö millj- arðar evra, andvirði 63 milljarða króna, úr sameiginlegum sjóðum sambandsins sem reiknað er með að Búlgaría fái í styrki fram til ársins 2013, gætu horfið í spilling- arhítina. Talsmenn Búlgaríustjórnar staðhæfa að árangur sé að nást í baráttunni gegn glæpum og spill- ingu, og vona að með því muni hin ESB-ríkin ekki nýta sér „öryggis- ákvæði“ sem fylgja aðildarsamn- ingum bæði Búlgara og Rúmena. Með því að virkja þessi öryggis- ákvæði gætu hin ESB-ríkin til að Glæpir og spilling varpa skugga á stækkun Evrópusambandsins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.