Fréttablaðið - 06.01.2007, Page 13

Fréttablaðið - 06.01.2007, Page 13
TURBO DIESEL INTERCOOLER Flest bendir til þess að ferðaþjónustan hafi dafnað vel á árinu 2006. Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 23 prósent í nóvember 2006 frá því í sama mánuði árið áður, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í gær. Alls voru 70.900 gistinætur á landinu í nóvem- ber síðastliðnum. Gistinóttum fjölgaði í öllum lands- hlutum nema á Suðurlandi, þar sem þeim fækkaði um tuttugu prósent. Hlutfallslega mest varð aukningin á Austurlandi, um 45 prósent milli ára. Ferðamálastofa birti fyrr í vikunni tölur um far- þega um Keflavíkurflugvöll á nýliðnu ári. Sýndu þær að um völlinn fóru rúmlega tvær milljónir farþega á árinu. Er það í fyrsta skipti sem tveggja milljóna múrinn er rofinn. Fjölgunin milli ára nam rúmum ell- efu prósentum. Athygli vekur að áfram- og skiptifar- þegum fækkaði um 21.500 á meðan farþegum á leið til og frá landinu fjölgaði verulega. Ferðageirinn óx ört í fyrra Valgeir Bjarnason, sem starfaði sem deildarstjóri tekjustýringar og áætlunar hjá Flugfélagi Íslands, hefur verið ráðinn tekjustjóri Ice- land Express. Þessi ráðning gæti verið liður í því að búa fyrirtækið undir samkeppni við Flugfélag Íslands í innanlandsflugi, til Akur- eyrar og Egilsstaða, eins og komið hefur fram. Matthías Páll Imsland, forstjóri Iceland Express, fagnar komu Valgeirs og telur að þetta styrki fyrirtækið til muna. „Við erum alltaf að leita að góðu fólki og höfum augun opin,“ segir Matthí- as Páll spurður um hvort Iceland Express muni leita frekar í her- búðir Flugfélagsins eftir starfs- fólki. Iceland Express tek- ur frá Flugfélaginu Um áramótin varð stærsta verk- fræðistofa landsins til með sam- einingu VGK og Hönnunar. Hjá sameinuðu fyrirtæki vinna 240 starfsmenn á starfsstöðvum í Reykjavík, á Akranesi, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Kirkju- bæjarklaustri, Hvolsvelli og Sel- fossi. Framkvæmdastjórar nýja fyrirtækisins eru tveir, þeir Eyj- ólfur Árni Rafnsson, sem er ábyrgur fyrir innlendum verk- efnum, og Runólfur Maack, sem ber ábyrgð á verkefnum fyrir- tækisins erlendis. „Með þessu erum við að búa til öfluga sóknareiningu þar sem fyrst og fremst er byggt á því góða fólki sem starfað hefur hjá þess- um fyrirtækjum og við teljum okkur nú vel í stakk búin til að keppa við bæði innlend og erlend ráðgjafarfyrirtæki, bæði hérlend- is og erlendis,“ segir Runólfur Maack framkvæmdastjóri í frétta- tilkynningu. VGK og Hönn- un sameinast Brimborg hf. afhenti á liðnu ári um 4.600 bíla, þar af 2.500 nýja, og hefur sala að sögn fyrirtækisins aldrei verið jafngóð þar á bæ. „Jafnframt afhenti Brimborg á árinu yfir 150 nýja vörubíla, vinnu- vélar og bátavélar og er það einnig met,“ segir Brimborg og kveður mikinn stíganda hafa verið í sölu hjá fyrirtækinu undanfarin ár. Brimborg segir nýliðið ár það næstbesta í bílasölu hér frá upp- hafi, en á árinu hafi alls selst 19.851 nýr bíll. „Aðeins árið 2005 státaði af betri sölu en þá seldust 20.578 nýir bílar. Athygli vekur að þriðja besta árið frá upphafi í bíla- sölu er árið 1987 en þá seldist 18.081 nýr bíll.“ Brimborg spáir 26 prósenta samdrætti í sölu nýrra bíla á þessu ári og gerir ráð fyrir því að 14.697 nýir bílar seljist. „Verður því bið á að met ársins 2005 verði slegið,“ segir Brimborg. Metár að baki hjá Brimborg Kristinn Albertsson tekur við starfi fjármálastjóra Samskipa þegar hann lætur af störfum sem fjármálastjóri Alfesca eftir ell- efu ára starf. Kristni líst vel á þær breyt- ingar sem eru í aðsigi og verk- efnið sem bíður hans. „Ég hafði áhuga á að breyta til eftir langt og gott starf hjá Alfesca. Fyrri störf munu nýtast vel í nýju starfi og ég þekki til stjórnenda Sam- skipa.“ Hlutverk Kristins verður meðal annars að samþætta fjármál Sam- skipasamstæðunnar og verður hann með skrifstofu á Íslandi og í Rotterdam. Kristinn siglir til Samskipa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.