Fréttablaðið - 06.01.2007, Síða 85

Fréttablaðið - 06.01.2007, Síða 85
Margar jurtir voru áður fyrr not- aðar til lækninga og ýmis lyf nútímans njóta góðs af gamalli kunnáttu um lækningajurtir. Þá voru jurtir líka notaðar til athafna sem vel má flokka undir hjátrú og galdur. Hér verða ein- ungis nefnd nokkur dæmi. Klóelfting vex allra grasa fyrst Draumagras, eða klóelfting, er sagt vaxa allra grasa fyrst og á það að vera fullsprottið 16. maí. Þann dag skulu menn taka það, setja inn í Biblíuna og geyma í guðspalli 16. sunnudags eftir trínitatis. Því næst skal láta það í hársrætur sér fyrir svefninn og dreymir mann þá það sem maður vill vita. Einnig er hægt að mylja draumagrasið saman við messu- vín og taka inn á fastandi maga á hverjum morgni. Þessi blanda ver menn gegn holdsveiki. Vilji menn aftur á móti verjast inn- vortis kveisum skal taka drauma- grasið snemma morguns, bíta það úr hnefa og snúa sér á móti austri. Baldursbrá segir til um tryggð Baldursbráin er einnig til margra hluta nytsamleg. Vilji stúlka til að mynda komast að því hvort ástvinur hennar sé henni trúr, getur hún lagt baldursbrá undir borðdúk án þess að hann viti og boðið honum síðan að þiggja góð- gerðir. Gangi honum vel að kyngja því sem honum er boðið er hann stúlkunni trúr, en svelg- ist honum á er hann svikull. Reynandi er að láta konu liggja eða sitja á baldursbrá gangi henni illa að fæða. Einnig er hægt að láta hana drekka bald- ursbrá í víni. Baldursbrá notuð við kvensjúk- dómum Baldursbráin er líka alþekkt lækningaplanta. Hún var aðal- lega notuð við kvensjúkdómum; átti að leiða tíðir kvenna og leysa dáið fóstur frá móður, eftirburð og staðið blóð. Þá var baldurs- bráin dugandi við tannpínu og áttu menn þá að leggja marða baldursbrá á eyrað þeim megin sem verkurinn var. Til að lækna höfuðverk var heillaráð að binda baldursbrá um höfuðið. Baldurs- brárte var talið hjartastyrkjandi, svitadrífandi og ormdrepandi. Brönugras fyrir ástarlífið Brönugras var talið einkar nota- drjúgt til þess að örva ástir manna og losta. Einnig er sagt að það geti stillt ósamlyndi hjóna sofi þau á því. Brönugrasið hefur gengið undir ýmsum nöfnum, svo sem hjónagras, friggjargras, vinagras, elskugras eða graðrót og segja nöfnin sína sögu. Krafturinn er í rótinni Gott þykir að drekka seyðið af brönugrasi. Aðalkrafturinn er í rótinni og verður því að gæta þess vel að hún sé heil þegar jurtin er tekin upp. Rótin er tví- skipt og sagt að þykkari helm- ingurinn hafi þá náttúru að auka losta og gleði manna, en hinn grennri auki hreinlífi. Öðrum helmingi brönugrasrótar skal lauma undir kodda þess sem maður vill ná ástum hjá án þess að hann viti. Sá hinn sami skal síðan látinn sofa með rótina undir höfðinu en sjálfir eiga menn að sofa með hinn helming- inn. Lækjasóley kemur upp um ótrúa Margvísleg trú er til um lækja- sóley eða hófsóley. Sé hún lauguð lambsblóði, úlfstönn lögð við hana og lárviður vafinn utan um getur enginn mælt til manns styggðaryrði. Hún dugar líka vel leiki grunur á því að konur haldi fram hjá eiginmönnum sínum. Þá er lækjasóley komið fyrir í húsinu þar sem ástarleikurinn fer fram og festist konan þá þar inni og kemst ekki út fyrr en lækjasóleyin er tekin burt. Burnirót góð við innvortis mein- um Burnirót er gamalkunnug lækn- ingajurt. Af stönglinum var soðið seyði og smyrsl. Seyðið var talið gott við hausverk, niðurgangi, nýrnaveiki, blóðsótt, gulu og öðrum innvortis meinum, en smyrslin þóttu græðandi. Auk þessa var burnirótin talin gott meðal við hárlosi eins og önnur nöfn hennar, greiðurót og höfuð- rót, benda til. Gengi konu illa að fæða var einnig reynandi að leggja burnirót í rúmið hjá henni svo að jurtin snerti hana bera. Maríuvöndur veitir hulinshjálm Sé maríuvöndur, eða kveisuskúf- ur, borinn í lófa varnar hann því að reiðhestur manns þreytist. Einnig er frá því greint í þjóð- sögum að maríuvöndurinn, sem sumir kalla hulinshjálmsgras, vaxi í kirkjugörðum. Taka skal jurtina um messutíma en skvetta fyrst yfir hana vígðu vatni. Gæta verður þess að snerta ekki maríu- vöndinn með berum höndum og láta ekki sól skína á hann. Geyma skal jurtina í hvítu silki og helg- uðu messuklæði. Þegar menn vilja svo varpa yfir sig hulins- hjálmi skulu þeir gera kross- mark umhverfis sig í fjórar áttir, bregða svo maríuvendinum yfir sig og mun þá enginn sjá þá. Ann- ars var maríuvöndurinn einnig talinn alhliða lækningajurt. Sýkigras til að ná ástum Sýkigras má nota til að ná ástum stúlku sé hún til þess treg. Gæta verður þess að tína jurtina milli Jónsmessu og Maríumessu, snemma morguns, áður en fugl- ar fljúga upp. Því næst verða menn sér úti um lokk úr hári stúlkunnar, saxa hann smátt saman við grasið, blanda með hunangi og gera úr deig og baka við eld. Þá á að gefa stúlkunni að borða baksturinn og mun hún við það fá óslökkvandi ást á manni. Sama gagn gerir umfeðmingur því sé hann látinn undir höfuð sofandi stúlku fær hún gríðar- lega ást á þeim sem það gerir. Hér hafa einungis verið nefnd nokkur dæmi um jurtir sem not- aðar hafa verið til lækninga og galdra en mun fleiri dæmi mætti taka. Símon Jón Jóhannsson þjóð- fræðingur. Hvaða íslensku jurtir eru notaðar til lækninga? „ Ótrúlega fersk, fyndin og notaleg.“ - Sæbjörn Valdimarsson, Mbl - Ekkert hlé á góðum myndum Gullnu reglur Græna ljóssins Ekkert hlé Myndin sýnd í einum rykk Minna af auglýsingum Sýning myndarinnar byrjar fyrr Engin trufl un Miðasölu lýkur þegar sýning myndar hefst321 KLIPPIÐ HÉR! www.graenaljosid.is — Skráðu þig á póstlistann og þér verður boðið á forsýningar allra mynda Græna ljóssins Lesendur Fréttablaðsins fá 2 fyrir 1 allar frumsýningarhelgar. Framvísaðu þessari úrklippu í miðasölunni til að fá tilboðið. Tilboðið gildir föstudag, laugardag og sunnudag á allar sýningar. 2 FYRIR 1 ALLA HELGINA Á LITLU BESTU MYND ÁRSINS FYRIR LESENDUR FRÉTTABLAÐSINS* *Tilboðið gildir föstudag, laugardag og sunnudag á allar sýningar gegn framvísun úrklippunnar að neðan. LITLA UNGFRÚ SÓLSKIN SÝND Í REGNBOGANUM OG SMÁRABÍÓI „ Ljúfsár og yndisleg!“ - Sigríður Pétursdóttir, Rás 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.