Fréttablaðið - 06.01.2007, Page 92

Fréttablaðið - 06.01.2007, Page 92
T veir bílar koma aðvíf- andi að sama stæði fyrir utan Smáralind. Hvorugur bílstjórinn neitar að gefa sig og að endingu ákveða ökuþórarnir að hringja í laganna verði til að fá úrskurð um það hver eigi rétt á stæðinu. Þetta er aðeins ein af fjölmörgum örsögum úr íslensku þjóðlífi þar sem heilbrigð skynsemi, þolinmæði og umburð- arlyndi hefði getað komið í veg fyrir reiði eða pirring. „Reyndar var fullt af lausum bílastæðum á efri hæð Smáralindar, þannig að til þessa atviks hefði aldrei þurft að koma,“ segir Gunn- ar Rúnar Sveinbjörnsson hjá lögreglunni í Reykjavík um þetta atvik sem átti sér stað rétt fyrir jól. „Þetta er sígilt dæmi um gífur- lega streitu og stress, sérstak- lega ef fólk veltir því fyrir sér eitt augnablik að það er að rífast yfir bílastæði.“ Umferð og bílar eru landsmönnum oft umtalsefni og undir það tekur Sigurður G. Tómasson, útvarpsmaður á Útvarpi Sögu. „Fólk pirrar sig mest á hegðun öku- manna á vegum úti og þá sérstak- lega á því þegar bræður þeirra og systur gefa ekki stefnuljós. Margir spyrja sig hvort stefnuljósin séu jafnvel ekki staðalbúnaður á mörg- um hinna stærri og nýrri jeppa.“ Stjórnmál eru mönnum einnig oft ofarlega í huga og nefnir Sigurður þá sérstaklega einn flokk sem landsmenn virðast hafa sérstakan bifur á um þessar mundir. „Hafi einhvern tímann ríkt pirringur í garð stjórnmálaafls á Íslandi þá beinist hann nú gegn Fram- sóknarflokknum. Það er hreinlega eins og það hafi gripið um sig djúpstæð andúð á framsóknarmönnum. Þetta jaðrar við hatur.“ Í hugum flestra er desembermán- uður sá árstími sem fer hvað verst með geð- heilsuna en ekkert betra tekur við í janúar þegar skilafrestur gjafa og útsöl- ur herja á þjóðarsálina. Kristín Einarsdóttir hjá Neytendasamtök- unum segir þó nokkuð hringt inn í byrjun mánaðarins þar sem örvinglaðir neytendur býsnast yfir því að verið sé að reyna að gefa inneignarnótu fyrir útsölu- verði en ekki upprunalegu verði. Einnig fárast fólk yfir stuttum skilarétti og allt árið eru innhring- ingar þar sem kvartað er yfir of háu verðlagi. Anna Birna Halldórsdóttir hjá Neytendastofu hefur sömu sögu að segja af símatíma stofnunarinnar, þar er mikið hringt inn og kveður þá við sama tón. „Það er líka algengur misskilningur að þegar verslanir auglýsa að þær ætli að afnema virð- isaukaskatt af vörum sínum í ein- hverja ákveðna daga haldi fólk að þar sé um skattsvik að ræða og hringir þá inn til okkar til að tilkynna okkur um hið ætlaða saknæma athæfi.“ Að hennar sögn er þó nokk- uð um að siðvöndum borgurum landsins blöskri sú nekt er oft birtist í einkamálaauglýsingum dagblaða og á skiptiborði RÚV hefur einnig orðið vart við siðavendni dyggra áhorfenda sem láta bert hold oft fara fyrir brjóstið á sér þegar klám eða eitthvað sem fólk telur vera klám birtist á skjánum. Pirringur er í raun væg útgáfa af reiði og reiði er ein af okkar fimm grunngeðshræringum,“ segir Oddi Erlingsson klínískur sálfræðingur og útskýrir að þessi tilfinning birtist þegar einhver reyni að bremsa okkur af í að koma fyrirætlunum okkar í fram- kvæmd. Oddi segir flesta fræðimenn sammála um það að reiði sé eðlileg tilfinning, jafnt hjá mönnum sem dýrum og stundum geti hún verið okkur hjálpleg við að ná markmið- um okkar. „Fólk sér hlutina fyrir sér, hvernig það ætlar að hafa þá og hverju það ætlar að koma í framkvæmd og upplifum við það að einhver setji stein í götu okkar og trufli dagskrána birtist þessi sterka tilfinning oft,” segir Oddi. Þannig hafi margir séð aðfanga- dagskvöld fyrir sér sem heilaga og rólega stund án áreitis og urðu því nokkrir reiðir þegar þeim fannst pítsufyrirtæki hér í bæ vera að koma í veg fyrir það. Oddi segir að vissulega hafi utanaðkomandi áhrif mikið um það að segja hversu pirruð við erum og má þar kenna miklu álagi eða þreytu um. Mikill hraði er í samfé- laginu og pressa á að við náum að sinna vinnu, fjölskyldu, vinum, tómstundum og öðru. Ef eitthvað hindrar okkur í að komast yfir dag- skrána, jafnvel rautt ljós, getum við orðið pirruð og reið og þeim mun frekar ef álagið er mikið. Einnig er viss árstími erfiðari en annar og desembermánuður fer þar fremstur í flokki en á þeim tíma er íslenska þjóðin undir mik- illi pressu. „Kröfurnar eru ofboðs- lega miklar í desember. Fólk á að taka þátt í öllu, kaupa hluti, fara á tónleika, skemmtanir, fara í jóla- hlaðborðið og vera með góðan mat. Boginn er spenntur mjög hátt og erfitt fyrir fólk að standa undir öllum þessum væntingum sem það gerir til sjálf síns. Þannig mátti sjá álagið sem fólk var undir í desem- ber þegar alvarlegt umferðarslys varð á Vesturlandsvegi og loka þurfti veginum í báðar áttir um tíma. Þarna var eitthvað sem hindraði það að vegfarendur næðu markmiðum sínum á tilteknum tíma og fólk upplifði eins og verið væri að trufla það af ásetningi, að einhver væri ekki að sinna starfi sínu. Daginn eftir sáu svo sömu aðilar að sér þegar þeir sáu að engin handvömm var í gangi hjá lögreglunni og hringdu og báðust afsökunar.“ En getur pirringur smitað út frá sér? Getur eitthvað sem angrar einn farið að angra aðra líka ef vakið er máls á því? Oddi svarar því játandi. „Pirringur er tilfinn- ing sem kraumar undir niðri, óljós kennd og ef við sjáum að aðrir eru reiðir yfir sama atriði fáum við stuðning við það að pirringur okkar sé réttlætanlegur og látum reiðina því blossa upp.“ Oddi vill þó meina að miðað við margar aðrar þjóðir séum við tiltölulega umburðarlynd og þar hjálpi til að þjóðarsálin er fremur óskipulögð og kærulaus.“ Við eigum því oftar auðveldara með að fyrirgefa trassaskap ann- arra þegar við þurfum ekki annað en að líta í eigin barm. Þjóðverjar eru til dæmis mjög pottþéttir og gera miklar kröfur til sín og ann- arra, enda þekktir fyrir mun meiri pirring en við.“ Oddi segir gott ráð við pirringi og reiði vera góðan svefn og einnig sé nauðsynlegt að temja sér umburðarlyndi, en vel úthvíld manneskja á alltaf auðveldara með að setja sig í spor annarra og er þar af leiðandi víðsýnni. „Það er mikilvægt að reyna að minnka almennt álag og slaka á kapphlaup- inu. Yfirvegað fólk lítur á hindrun sem verkefni.“ Stefán Jón Hafstein var umsjón-armaður Þjóðarsálarinnar í fjölmörg ár og segir pirring þjóð- arinnar hafa verið hvað fyrirferð- armestan þegar þingmenn hækk- uðu í launum. „Allt varð yfirleitt arfavitlaust hjá okkur á Rás 2 þegar svo bar við. Ég man einnig eftir einum svakalegum pirringi þegar HSÍ ákvað að selja sýning- arréttinn að Íslandsmótinu í hand- knattleik í kringum 1990 til Stöðv- ar 2 sem hugðist sýna leikina í lokaðri dagskrá. Algjört met var sett í innhringingum og voru lætin fáheyrð á þeim tíma. Af öðrum sígildum dæmum má svo nefna misnærgætnisleg ummæli stjórn- málamanna. Sannkallað stríðsá- stand ríkti á Þjóðarsálinni þegar Halldór Ásgrímsson lét hafa eftir sér fræg ummæli um kvótann og ekki má gleyma Bermúdaskál Davíðs Oddsonar en þá var þessari frægu ræðu Davíðs útvarpað og þjóðin nötraði. Hann hafði samt kjark til þess að mæta tveimur dögum síðar til okkar í útvarps- verið og sitja fyrir svörum og segja sína hlið á málinu,“ segir Stefán Jón þegar hann rifjar upp það sem stendur helst upp úr Þjóð- arsálinni. Stefán Jón segir landsmenn hafa getað fengið hitasótt á aðeins einum eða tveimur klukkutímum en þátturinn var með um fjórð- ungshlustun og gaf því nokkuð góða mynd af því sem angraði bændur og búalið hverju sinni. „Stundum kom það okkur á óvart hvað varð að látum og greinilegt að við höfðum ekki reiknað daginn rétt. Þessi þáttur sýndi að blaða- menn eru ekki alltaf með fingur- inn á púlsinum.“ Snör viðbrögð Davíðs Oddson- ar við umræðunni um Bermúda- skálina sýnir að stjórnmálamenn létu sig umræðuna í Þjóðarsál- inni nokkru skipta og voru dæmi um að ráðherrar létu sína menn hlusta á Þjóðarsálina sem áttu það til að hringja inn og leiðrétta eða koma einhverju á framfæri ef með þurfti. Stefán nefnir þar sérstaklega Ólaf Ragnar Gríms- son sem hafði alltaf sína umboðs- menn með eyrun límd við tækið. En var einhver einn árstími verri en annar hvað varðar reiði Íslend- inga? „Nei, ég varð ekki var við það en það er eitt sem sannaðist þá og það var að ef stjórnmála- maður vill komast upp með eitt- hvað er best að velja síðustu dag- ana í júlí til þess. Þá er pirringurinn í fríi.“ Við segjum stundum að við séum spegill þjóðarsálarinn- ar,“ segir Lilja Hallfreðsdóttir, sviðstjóri hjá Já sem starfrækir þjónustunúmerin 118 og 1818. „Við fáum í kringum 30 þúsund símtöl á dag og finnum vel fyrir því þegar landsmönnum liggur eitthvað á hjarta. Þannig er fólk ekki aðeins að fá símanúmerin sín heldur er því einnig oft mikið niðri fyrir og vill ræða það sem er að gerast í þjóðfélaginu.“ Lilja segir að þeim hjá 118 sé einna eftirminnilegast þegar mál Árna Johnsen kom upp árið 2002, en þá voru símalínur rauðglóandi og vildi landinn fara yfir málið með þjónustufulltrúun- um. Það sama gerðist aftur í þjón- ustuverinu þegar Árni lét ummæl- in um „tæknilegu mistökin“ falla í nóvember á síðasta ári. Smærri atriði verða líka tilefni til athugasemda viðskiptavina og er þar af ýmsu að taka. „Fólk er oft að reyna að finna gömlu verslun- ina sína eða fyrirtækið, sem hefur þá breytt um nafn og þá hjálpast allir að til að finna út úr því hvar það er niðurkomið. Margir hringja líka og eru að reyna að rata í þess- um nýju hverfum sem eru að rísa og þá er kannski einhver í salnum sem á heima nálægt og getur leið- beint. Stundum láta þeir sem hringja ný götuheiti fara í taug- arnar á sér og spyrja hvað hafi eiginlega orðið um góð og gild götuheiti eins og Öldugötu og Bárugötu.“ Þegar kosningar nálg- ast fer allt á flug og kjósendur hringja inn í leit að kjörstöðum og Lilja segir að þá fljóti oft athuga- semdir með um einstaka fram- bjóðendur. Mál málanna um þessar mundir eru útsölurnar en þjónustufulltrú- ar 118 verða þó nokkuð varir við að mörgum þyki þær byrja helst til of snemma þetta árið. Þannig hafi landinn varla rennt niður síð- asta hangikjötsbitanum þegar hann neyðist til að fara aftur í verslanirnar að skila jólagjöfun- um eða nota útsölurnar. „Við erum svolítið eins og miðstöð, hingað hringir fólk og tilkynnir okkur um rafmagnsleysi og annað og ef það er eitthvað í gangi þarna úti er nokkuð víst að við vitum af því. Sumir þurfa að fá meiri útrás en aðrir en góða hliðin er að þeir sem eru virkilega pirraðir hringja oft daginn eftir og biðjast afsökunar og þá er afsökunarbeiðninni að sjálfsögðu komið til skila.“ Lítil þjóð með stuttan þráð SMS-skeyti frá pítsufyrirtæki á aðfangadag setur hátíðar- haldið í uppnám. Línur 118 glóa því götuheiti nýju hverf- anna eru fáránleg. Er þjóðarsálin óvenju pirruð og hvað er það helst sem henni misbýður? Júlía Margrét Alexanders- dóttir fékk lærða og leika til að varpa ljósi á hvað það virkilega er sem reitir íslensku þjóðina til reiði. Þjóðverjar pirraðari en Íslendingar 118 með puttann á þjóðarpúlsinum Ólíklegustu hlutir ollu reiði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.