Fréttablaðið - 17.01.2007, Side 25

Fréttablaðið - 17.01.2007, Side 25
Mikið hefur verið lagt í endur- bætur á Mini-verksmiðjunum. Nú er framleiðslan komin upp í 240.000 bíla á ári. Mini-bíllinn er framleiddur á þremur stöðum í Bretlandi: Hams Hall, Oxford og Swindon. Verk- smiðjurnar þrjár, sem kallaðar eru Mini-framleiðsluþríhyrning- urinn, eru í eigu BMW og þótti mörgum Bretum súrt í broti þegar Mini-merkið var selt úr landi árið 2000. Ekki skánaði það þegar í ljós kom að kaupandinn var þýskur. Hver Mini-bíll inniheldur hluta frá öllum verksmiðjunum. Í Plant Hall er vélin framleidd, í Swindon skrokkur og skel bílanna og öllu er svo skellt saman í Oxford. Sæti, mælaborð og slíkt er svo framleitt af smærri undirverktökum sem flestir eru í kringum Oxford. Verksmiðjurnar þrjár hafa gengið í gegnum mikla endurnýj- un á síðustu árum. Kostnaðurinn við þessar breytingar var 2,6 millj- arðar sem komu beint úr kassa BMW. Árangurinn er aukin fram- leiðslugeta og skilvirkni sem á að skila sér í aukinni samkeppnis- hæfni. Enn fremur segja talsmenn BMW að fyrirkomulagið tryggi að hægt sé að verða við óskum mark- aðarins á mun sveigjanlegri hátt og hægt að breyta stórum pöntun- um með einungis sjö daga fyrir- vara. Um 6.800 manns vinna í Mini- verksmiðjunum og er framleiðslu- getan 240.000 bílar á ári. Þetta þýðir að hver starfsmaður smíðar 35 bíla á ári og að á hverjum degi rúlla 658 nýir Mini-bílar af færi- bandinu fullkláraðir og tilbúnir á götuna. Vélar og menn vinna saman Ekkert lát er á sókn Formúlu 1 í Asíu. Nú vilja Indverjar vera með. Formúla 1 er stöðugt að verða vin- sælli í Asíu. Svar stjórnenda For- múlunnar við áhuganum er að fjölga keppnum í álfunni. Keyrt verður í Suður-Kóreu árið 2010, sögusagnir eru uppi þess efnis að yfirvöld í Singapúr séu hársbreidd frá því að fá keppni til sín, og nýj- asta viðbótin er Nýja-Delí á Ind- landi. Lengi hefur staðið til að keppa á Indlandi en illa hefur gengið að sameinast um staðsetningu. Þau vandræði virðast vera að baki og geta samningaviðræður því farið á næsta stig. Gangi allt þetta eftir verða keppnir í Asíu orðnar átta, í nýju löndunum þremur auk Tyrklands, Barein, Malasíu, Japan og Kína þar sem þegar er keppt. F1 keppn- ir í Asíu verða þá orðnir jafnmarg- ir og í Evrópu, það er að segja mis- takist Portúgölum að fá kappakstur til Portimao í suðurhluta landsins eins og þeir reyna nú. Delí næst á dagskrá F1

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.