Fréttablaðið - 17.01.2007, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 17.01.2007, Qupperneq 25
Mikið hefur verið lagt í endur- bætur á Mini-verksmiðjunum. Nú er framleiðslan komin upp í 240.000 bíla á ári. Mini-bíllinn er framleiddur á þremur stöðum í Bretlandi: Hams Hall, Oxford og Swindon. Verk- smiðjurnar þrjár, sem kallaðar eru Mini-framleiðsluþríhyrning- urinn, eru í eigu BMW og þótti mörgum Bretum súrt í broti þegar Mini-merkið var selt úr landi árið 2000. Ekki skánaði það þegar í ljós kom að kaupandinn var þýskur. Hver Mini-bíll inniheldur hluta frá öllum verksmiðjunum. Í Plant Hall er vélin framleidd, í Swindon skrokkur og skel bílanna og öllu er svo skellt saman í Oxford. Sæti, mælaborð og slíkt er svo framleitt af smærri undirverktökum sem flestir eru í kringum Oxford. Verksmiðjurnar þrjár hafa gengið í gegnum mikla endurnýj- un á síðustu árum. Kostnaðurinn við þessar breytingar var 2,6 millj- arðar sem komu beint úr kassa BMW. Árangurinn er aukin fram- leiðslugeta og skilvirkni sem á að skila sér í aukinni samkeppnis- hæfni. Enn fremur segja talsmenn BMW að fyrirkomulagið tryggi að hægt sé að verða við óskum mark- aðarins á mun sveigjanlegri hátt og hægt að breyta stórum pöntun- um með einungis sjö daga fyrir- vara. Um 6.800 manns vinna í Mini- verksmiðjunum og er framleiðslu- getan 240.000 bílar á ári. Þetta þýðir að hver starfsmaður smíðar 35 bíla á ári og að á hverjum degi rúlla 658 nýir Mini-bílar af færi- bandinu fullkláraðir og tilbúnir á götuna. Vélar og menn vinna saman Ekkert lát er á sókn Formúlu 1 í Asíu. Nú vilja Indverjar vera með. Formúla 1 er stöðugt að verða vin- sælli í Asíu. Svar stjórnenda For- múlunnar við áhuganum er að fjölga keppnum í álfunni. Keyrt verður í Suður-Kóreu árið 2010, sögusagnir eru uppi þess efnis að yfirvöld í Singapúr séu hársbreidd frá því að fá keppni til sín, og nýj- asta viðbótin er Nýja-Delí á Ind- landi. Lengi hefur staðið til að keppa á Indlandi en illa hefur gengið að sameinast um staðsetningu. Þau vandræði virðast vera að baki og geta samningaviðræður því farið á næsta stig. Gangi allt þetta eftir verða keppnir í Asíu orðnar átta, í nýju löndunum þremur auk Tyrklands, Barein, Malasíu, Japan og Kína þar sem þegar er keppt. F1 keppn- ir í Asíu verða þá orðnir jafnmarg- ir og í Evrópu, það er að segja mis- takist Portúgölum að fá kappakstur til Portimao í suðurhluta landsins eins og þeir reyna nú. Delí næst á dagskrá F1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.