Fréttablaðið - 18.01.2007, Page 18
18. janúar 2007 FIMMTUDAGUR18
nær og fjær
„orðrétt“
– Vel lesið
Vertu inní
Fréttablaðinu
með þitt
kynningarefni
Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband
í síma 5505844 | orn.geirsson@365.is
Einblöðungar - bæklingar - blöð - umslög
Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni
Notaðu mest lesna* blað landsins til að
dreifa kynningarefni til þinna viðskiptavina
*Gallup maí 2006
„Það sem er að frétta er nú helst tónleik-
arnir sem við erum að halda í Stúdenta-
kjallaranum í kvöld til styrktar götubarna-
heimili í Namibíu,“ segir Fjóla Einarsdóttir,
formaður félags framhaldsnema við félags-
vísindadeild HÍ.
„Venancius Rukero stofnaði heimilið.
Hann er fyrrum götubarn og lenti á götunni
sex ára, bjó undir brú og betlaði fram að
tólf ára aldri. Síðan fór hann í vændi og
smitaðist af alnæmi. Ég kynntist Venancius
í Namibíu, en þar var ég að gera rannsókn
um götubörn.
Annars er ég á fullu að skrifa fyrir Stúd-
entablaðið og er með þrjár greinar sem ég
þarf að skila af mér fyrir föstudaginn. Svo
það er nóg að gera, því ég er líka í kosn-
ingabaráttu til Stúdentaráðs á Vökulistan-
um. Ég verð í einu af efstu fimm sætunum
og það er kominn mikill kosningahugur í
stelpuna.
Einnig er ég í gæðanefnd Háskólans
og það er mikill lestur í því og undirbún-
ingsvinna, en ég sé ekki eftir tímanum.
Mér finnst ég reyndar svolítið lítil innan
um þessa virtu prófessora, en ég reyni að
standa fyrir mínu.
Svo þarf ég að fara að undirbúa afmæli
þrettán ára sonar míns, en sjálf er ég
tuttugu og átta ára. Vinir hans eru farnir að
vaxa yfir mig og svara mér með skætingi.
Ég urra þá bara á móti.
Í hjáverkum er ég síðan að leggja park-
ett fyrir vini og vandamenn og það gengur
bara ótrúlega vel. Mér finnst mjög gaman
að leggja parkett! Ég byrjaði bara ein og
nú er verið að
kalla mig til verka
annars staðar,“
segir Fjóla, sem
stefnir ótrauð
aftur til Nam-
ibíu næsta
haust.
Hvað er að frétta? FjólA EiNARSdóttiR, FoRMAðuR SAMFÉlAgSiNS
Leggur parkett og heldur tónleika
Skúrkur eða
kvenskörungur?
„Hallgerður var hetja, þótt
margar karlrembur hafi í
gegnum tíðina kosið að
minnast hennar sem skúrks.”
jóN ólAFSSoN Í FljótSHlÍð
HREiNSAR MANNoRð FoR-
MæðRANNA og REiSiR ÞEiM HoF.
fréttablaðið, 17. janúar.
Konur til að horfa á
„Þegar verið er að skipu-
leggja viðburði í skemmt-
analífinu þá er það aldrei
gert á jafnréttisgrundvelli.
Hugsunin er aldrei sú að
kynin séu kynverur saman
heldur aðeins að konurnar
séu til staðar fyrir karla.”
KAtRÍN ANNA guðMuNdSdóttiR,
tAlSKoNA FEMÍNiStAFÉlAgSiNS,
ætlAR EKKi Að MætA Í PlAyboy-
PARtÍ á NASA.
Blaðið, 17. janúar
Helgi Hóseasson lætur ekki
deigan síga. Mótmælandi
Íslands hefur nú sett saman
skýrslu upp á tugi blaðsíðna
sem hann reynir að fá út-
gefna. Að sjálfsögðu í óþökk
yfirvalda.
Um leið og stigið er yfir þrösk-
uldinn á heimili Helga Hóseas-
sonar verður manni ljóst að þar
býr maður með skoðanir. Á veggj-
unum hanga blaðaúrklippur um
málefni líðandi stundar og mót-
mælaskiltin leynast í hverju
horni. „Blóð Busi Dóri Davíð“
stendur skrifað á eitt þeirra enda
flestum ljóst að Helgi er lítt hrif-
inn af Íraksbrölti Bandaríkja-
manna.
„Busi Bandóðríkjaforseeti
beitir sér fyrir manndrápum í
Írak með samþykki Íslendinga og
hver er með mótmæli nema ég?“
spyr Helgi um leið og hann dreg-
ur fram þykkan doðrant og legg-
ur á eldhúsborðið. „Þetta er
skýrslan sem ég hef samið,“ segir
hann. „Ég þyrfti að fá svona 16
eintök af þessari bók til þess að
dreifa og mótmæla þessum
glæpaverkum. Að gera Íslend-
inga formlega þátttakendur í því
að drepa tugþúsundir manna
austur í löndum. Það er alveg
furðulegt að ríkisstjórninni skuli
haldast það uppi, óáreittri,“ segir
Helgi og blaðamaður spyr að
bragði hvort Íslendingar kunni
nokkuð að mótmæla lengur. „Þeir
kunna að samþykkja,“ svarar
Helgi. „Þeir Busi Bandaríkjafor-
seti og íslensku ráðherrarnir Dóri
og Davíð gerðu þetta hernaðar-
bandalag á sínum tíma. Ríkis-
stjórnin og þingið hafa samþykkt
þetta og þessu er ómótmælt af
almenningi.“
Yfirgangur stjórnvalda í Íraks-
stríðinu er ekki það eina sem
Helga liggur á hjarta og í bókinni
sem hann hefur skrifað er deilt á
ýmislegt í samfélaginu á hvorki
meira né minna en 240 blaðsíðum.
„Ég vitna í nokkra menn og birti
þarna vísur eftir Pál Ólafsson og
Þorstein Erlingsson en uppistað-
an er mitt eigið efni sem hefur
útheimt heilmikla vinnu. Fyrir
mér er þetta stanslaus barátta við
bölvað ríkisvaldið og ég er
friðlaus fyrir þessu. Ég þyrfti að
fá bókina útgefna en þeir sem ég
hef leitað til hafa ekki viljað beita
sér gegn ríkisvaldinu.“
Titill bókarinnar „Þrælar og
himnadraugar“ er ekki úr lausu
lofti gripinn. „Íslenskir stúdentar
í Danmörku kölluðu danska lög-
regluþjóna þræla og þaðan hef ég
þetta. Já og himnadraugar, það er
nú enn önnur vitleysan. Ríkisvald-
ið beitir sér fyrir því að börn við-
urkenni að úldið arabakjöt sé uppi
á himnum. Það er furðulegt að
sækja draugasögur austur til
arabalanda og láta fólk hérna
norður við sjó trúa þessari vit-
leysu,“ segir Helgi og á þar við
kristnidóminn og upprisu frelsar-
ans. „Þeir tala um upprisu en hér
á Íslandi erum við vön að kalla
svona fyrirbæri afturgöngur.
Þetta er nú meiri vitleysan. Og
svo vill ríkisvaldið að við trúum
þessum andskota,“ segir Helgi
hneykslaður.
En er Helgi þá trúleysingi? „Ég
hef skoðun á hlutunum en ekki
trú. Trú er ekki trúverðugt fyrir-
bæri en ég reyni eftir bestu getu
að mynda mér skoðun um hvað
eina,“ segir Helgi, sem er hvergi
nærri hættur að mótmæla. „Ég er
orðinn 88 vetra gamall en ég gefst
ekki upp. Ég veit að ég næ ekki
árangri, hvorki hjá almenningi né
þessum þrælum, en ég hætti ekki
að mótmæla fyrir því. Það er það
eina sem ég get veitt minni per-
sónu, að standa við það sem ég hef
áður sagt og mótmæla því að
íslensk þjóð sé dregin inn í þetta
stríð,“ segir Helgi og sýnir blaða-
manni úrklippu sem hann hefur
hengt upp í eldhúsinu, með frétta-
mynd frá Írak. „Sérðu angistina í
þessu barnsandliti?“ spyr Helgi
og bendir með bognum fingri á
myndina. „Þessi stúlka er nýbúin
að missa báða foreldra sína og
þessu tökum við þátt í.“
thorgunnur@frettabladid.is
Í óþökk ríkisvaldsins
MótMælandinn „Ég ákæri ríkisvaldið fyrir að gera herbandalag við örgustu glæpa-
klíku sem verið hefur á jörð, bandarísku ríkis-óstjórnina í Washington,“ segir Helgi.
FRÉttAblAðið/ANtoN bRiNK
Í óÞökk yfirvalda Mótmælaskiltin eru fjölmörg og þótt þau hafi oft verið eyðilögð fyrir Helga gefst hann ekki upp og heldur
áfram að láta í sér heyra.
Þrælar og HiMnadraugar Helgi
leitar nú að útgefanda fyrir handrit sitt.
StrÍð
Stöðugt frómir rimmu rjá
rekkar, kanna vana.
Væga dóma fantar fá
fyrir manna bana.
Ég skil ekki þetta
„ohf.“ og hefði
haldið að nær hefði
verið að gera sjálfs-
eignarstofnun úr
Ríkisútvarpinu, sem
við eigum öll. Það
er eitthvað sem
gengur ekki upp í
hugmyndinni um
„opinbert hlutafé-
lag“ með aðeins
einum hluthafa. Þetta virkar á mann
eins og kredda úr þeirri undarlegu
blöndu af markaðshyggju og ríkistrú
sem stjórnar Sjálfstæðisflokknum. Ég
vona að minnsta kosti að þetta sé
ekki fyrsta skrefið í að gera stofnun-
ina að deild í bakkavör eða „Kööúú-
úpthingi“. En við skulum bíða og sjá:
Kannski batnar sjónvarpsdagskráin.
Ríkisútvarpið er fullt af frábæru
starfsfólki sem er kannski ekki að
glenna sig út um allar þorpagrundir
en vinnur sína vinnu af trúmennsku
og mikilli fagmennsku. Hvað verður
um réttindi þessa fólks? um þetta
snýst málið: Starfsfólkið, áframhald-
andi þjóðareign og betri dagskrá, og
að önnur fjölmiðlun fái þrifist með
Ríkisútvarpinu.
Stjórnarandstaðan hefur því miður
einbeitt sínu linnulausa fargi um
málið að einhverjum ESA-úrskurði
sem vonlaust er að koma sér upp
á og á og því hvort Páll Magnússon
megi tjá sig um málið.
SjónARhóll
Málefni rÚv
Virkar á mann
sem kredda
guðMundur
andri
tHorSSon