Fréttablaðið - 18.01.2007, Page 28
28 18. janúar 2007 FIMMTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
frá degi til dags
ÚtgáfUfÉlag: 365
ritstJÓrar: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson aÐstOÐarritstJÓrar: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir frÉttastJÓrar:
Arndís Þorgeirsdóttir, Björgvin Guðmundsson og Sigríður Björg Tómasdóttir fUlltrÚi ritstJÓra: Páll Baldvin Baldvinsson.
Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á
suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Svíar styðjast við þjóðar-atkvæðagreiðslur til að ráða
ýmsum erfiðum málum til lykta.
Þessi aðferð hentar vel, þegar
þverpólitísk mál þarfnast
úrlausnar – mál, sem ágreiningur
er um innan stjórnmálaflokka
ekki síður en milli þeirra. Þannig
ákváðu Svíar til dæmis að hafna
áfengisbanni 1922 og hafna hægri
umferð 1955, en þingið tók fram
fyrir hendurnar á kjósendum í
umferðarmálinu fimm árum
síðar. Og þannig ákváðu Svíar
einnig með þjóðaratkvæða-
greiðslu 1994 að ganga inn í
Evrópusambandið (ESB) árið
eftir eins og Austurríkismenn og
Finnar; Norðmenn sögðu nei;
Íslendingar voru ekki spurðir.
Með líku lagi var upptaka
evrunnar í Svíþjóð borin undir
þjóðaratkvæði þar 2003. Aðdrag-
andi atkvæðagreiðslunnar var
lærdómsríkur. Í öllum stjórn-
málaflokkum voru skiptar
skoðanir um málið, en flokkarnir
leystu innbyrðis ágreining með
því að leyfa meirihluta flokks-
manna að ráða ferðinni. Það er
hin sjálfsagða leikregla lýðræðis-
ins. Skákin tefldist þannig, að
fjórir þingflokkar með rösklega
80 prósent kjörfylgi að baki sér
mæltu með evrunni við kjósend-
ur, en þrír smáflokkar á þingi –
Miðflokkurinn, Umhverfisflokk-
urinn og Vinstri flokkurinn – með
tæpan fimmtung kjörfylgisins á
bak við sig lögðust gegn evrunni.
Helztu hagsmunasamtök mæltu
með evrunni svo sem Alþýðusam-
bandið og Samtök atvinnulífsins
og einnig Bændasamtökin. En allt
kom fyrir ekki: kjósendur
höfnuðu evrunni með 56 prósent-
um atkvæða gegn 42 prósentum.
Hvað gekk Svíum til? Var
þetta uppreisn almennings gegn
yfirgangi stjórnmálaflokka og
hagsmunasamtaka? – líkt og
þegar Norðmenn höfnuðu aðild að
ESB í tvígang gegn tilmælum
helztu stjórnmálaflokka þar og
hagsmunasamtaka. Kannski.
Þegar úrslit atkvæðagreiðslunnar
um evruna í Svíþjóð 2003 eru
brotin til mergjar, kemur
ýmislegt markvert í ljós, eins og
Lars Jonung prófessor og fyrrum
efnahagsráðgjafi Carls Bildt, þá
forsætisráðherra, hefur lýst á
prenti. Úrslitin skýra átakalín-
urnar milli opingáttarmanna og
hálfgáttarmanna í Svíþjóð.
Opingáttarmenn kalla ég til
hægðarauka þá, sem kjósa að efla
sem mest viðskipti og önnur
tengsl við útlönd til að lyfta
lífskjörum almennings. Hálfgátt-
armenn kalla ég hina, sem vilja
halda erlendum viðskiptum í
hæfilegum skefjum til að vernda
innlenda hagsmuni gegn erlend-
um áhrifum. Þessi aðgreining
opingáttarstefnu og hálfgáttar-
stefnu er nytsamleg í þessu
viðfangi vegna þess, að afstaða
manna til evrunnar ræðst öðrum
þræði af svipuðum sjónarmiðum
og afstaða þeirra til annarra
viðskiptahindrana. Þjóðmynt er
viðskiptahindrun í þeim skilningi,
að hún íþyngir viðskiptum við
aðrar þjóðir.
Upptaka evrunnar myndi létta
af Svíum fyrirhöfninni, sem
fylgir því að þurfa í sífellu að
skipta sænskum krónum yfir í
evrur og öfugt. Þetta dregur úr
erlendum viðskiptum og inn-
streymi erlends framkvæmda-
fjár til Svíþjóðar og birtist meðal
annars í hærra verðlagi og hærri
vöxtum heima fyrir en ella.
Erlendir fjárfestar þurfa nú að
gizka á gengi sænsku krónunnar
gagnvart evrunni fram í tímann
til að geta gert sér grein fyrir
væntanlegum arði fjárfestinga
sinna í Svíþjóð. Ef Svíar notuðu
evruna, sem er vaxandi heims-
mynt, væri þessari óvissu og
meðfylgjandi umstangi og
kostnaði létt af fjárfestum, og
Svíþjóð yrði að því skapi fýsi-
legri áfangastaður fjármagns.
Þessi rök eiga einnig við um
önnur lönd.
Hvernig skiptist fylgið við
evruna í Svíþjóð? Þéttbýlisbúar
voru frekar hlynntir evrunni en
dreifbýlisbúar, enda er stuðning-
ur við fríverzlun jafnan meiri í
borgum en til sveita. Karlar og
hátekjumenn voru frekar
hlynntir evrunni en konur og
lágtekjumenn. Þetta kemur ekki
heldur á óvart, því að sænskir
karlar eru hlutfallslega fleiri í
fyrirtækjum í erlendri sam-
keppni og konur eru tiltölulega
fleiri við önnur störf. Með líku
lagi voru starfsmenn í einka-
fyrirtækjum frekar hlynntir
evrunni en starfsmenn ríkis og
byggða. Munstrið er býsna skýrt.
Svíar virðast í þetta sinn hafa
greitt atkvæði með veskinu sínu.
Opingáttarstefnan fór halloka
fyrir hálfgáttarstefnunni,
öndvert úrslitunum 1994 um
inngönguna í ESB. Þinginu er
heimilt að taka af skarið eins og
það gerði með því að samþykkja
hægri umferð 1960. Innilokunar-
stefnan er hins vegar dauð: það
er enginn umtalsverður stuðning-
ur í Svíþjóð við þá skoðun, að
Svíar eigi að ganga úr ESB.
Þegar Svíar höfnuðu evrunni
Upptaka evrunnarÍ dag |
þOrvaldUr gylfasOn
UmræÐan
Stækkun álversins
Það er athyglisvert að fylgjast með gangi mála vegna hugsanlegrar
stækkunar álversins í Straumsvík og
þeirri stöðu sem málið er komið í eftir
að Samfylkingin í Hafnarfirði ákvað að
láta kjósa um stækkunina. Samfylking-
in með Lúðvík Geirsson bæjarstjóra í
fararbroddi hefur verið ansi loðin í til-
svörum sínum í öllu sem þessu máli við-
kemur. Gunnar Svavarsson forseti
bæjarstjórnar ekki síður, þegar hann segir í fjöl-
miðlum að verði ekki málsmeðferðarreglur og
deiliskipulag tilbúið fljótlega geti íbúakosning allt
eins frestast fram yfir alþingiskosningar.
En það er ekki hægt að láta málið dragast öllu
lengur og er ljóst að undirbúningi af hendi meiri-
hlutans í bænum hefur ekki verið sinnt sem skyldi.
Ákvörðun þarf að liggja fyrir nú á vordögum, m.a.
vegna raforkumála sem eigendur álversins hafa
samið um með fyrirvara.
Þessari skoðun lýsti oddviti sjálfstæðismanna á
bæjarráðsfundi í Hafnarfirði 11. janúar sl. og virt-
ist meirihluti Samfylkingarinnar þá aðeins
hrökkva við, þegar hann rakti þau mál sem yrði að
ýta úr vör hið fyrsta svo hægt væri að kjósa eins
og boðað hefur verið. Er þar um að ræða
að það þurfi að liggja skýrt fyrir sem
allra fyrst hverjir beri kostnaðinn af
breytingum á Reykjanesbrautinni,
færslu raflína og spennuvirkja, hvort
álverið verði í íslensku skattaumhverfi,
ákveðin skilyrði varðandi umhverfis-
þætti o.fl.
Á bæjarstjórnarfundi 16. jan. sl. bók-
uðu síðan bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins um málið og tóku þar með af
skarið í viðleitni sinni til að hraða mætti
íbúakosningunni.
Meirihluti Samfylkingarinnar og full-
trúi Vinstri grænna tóku undir bókunina og bæjar-
stjórinn útbjó ályktun á fundinum þar sem hann
gerði orð sjálfstæðismanna að sínum. Það þurfti
sem sagt frumkvæði sjálfstæðismanna í bæjar-
stjórn til að bæjarstjórinn tæki við sér og lýsir nú
vilja til að setja allt á fulla ferð. Geri ég þá ráð
fyrir að forseti bæjarstjórnar Gunnar Svavarsson
sé sammála því nú að spýta þurfi í lófana en ekki
láta málið dragast fram yfir alþingiskosningar
eins og hann sagði að gæti gerst, í blaðaviðtali í
vikunni. Kannski hann telji það hagsmuni síns
flokks á landsvísu að málið tefjist?
Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
Hafnarfirði.
Bæjarstjóri, spýttu í lófana!
rÓsa
gUÐbJartsdÓttir
Þ
að er engu líkara en tilverunni hafi verið snúið á haus
þegar hlustað er á helstu stuðningsmenn frumvarps
um breytt rekstrarform Ríkisútvarpsins; að sólin komi
upp í vestri, snjórinn sé heitur og hægri orðið vinstri.
Um árabil hefur leiðarminnið í gagnrýni á rekstur
Ríkisútvarpsins verið þátttaka ríkisstofnunarinnar í samkeppni
við einkarekin fyrirtæki á auglýsingamarkaði. Á sama tíma
hefur ríkt mun almennari sátt um að Ríkisútvarpið hafi mikil-
vægu menningarhlutverki að gegna. Er þá ekki verið að tala um
einhverja hátimbraða menningardagskrá, heldur framleiðslu á
innlendu efni sem fólk vill horfa á, hvort sem það er Spaugstofan,
fréttir, Kastljós eða talsett barnaefni. Í raun er sú brjóstvörn að
tilvist RÚV tryggir að hér á landi sé framleitt innlent dagskrár-
efni nánast eina réttlætingin fyrir því að halda úti ríkisútvarpi
og sjónvarpi.
Samkeppni Ríkisútvarpsins við einkarekin fyrirtæki um aug-
lýsingar hefur verið umdeild allt frá því að einokun ríkisins á
ljósvakamarkaði var aflétt 1986. Í fararbroddi þeirrar gagnrýni
voru jafnan fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og byggðu málflutn-
ing sinn á þeirri grundvallarhugmyndafræði að „athafnafrelsi
fólks og fyrirtækja verði best tryggt með lágmarksafskiptum
hins opinbera“ eins og segir í stefnuyfirlýsingu flokksins.
Mótspyrnan við frumvarp menntamálaráðherra Sjálfstæðis-
flokks um breytt rekstrarform Ríkisútvarpsins byggir ekki síst
á þessum sömu sjónarmiðum. Af hverju Sjálfstæðisflokkurinn
hefur kosið að hverfa frá þessum hornsteini sínum er enn
óútskýrt.
Því hefur ítrekað verið haldið fram á þessum vettvangi
að þátttaka ríkismiðlanna á auglýsingamarkaði sé í raun
samkeppnishindrun sem komi í veg fyrir að fleiri aðilar geti
spreytt sig á markaði ljósvakamiðla.
Þessu hafa stuðningsmenn frumvarpsins jafnan svarað sem
svo að ef RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði yrði samkeppnin
hverfandi, sérstaklega um sjónvarpsauglýsingar, þar sem aðeins
tvö einkafyrirtæki standa í sjónvarpsrekstri.
Fyrir utan hvað þetta eru hjákátleg rök frá ríkisstjórn sem
stóð fyrir einkavæðingu Símans á fjarskiptamarkaði þar sem
var fyrir eitt einkarekið fyrirtæki, þá bíta þau í skottið á sér.
Hvernig geta fleiri einkaaðilar átt möguleika á að blanda sér í
slaginn í sjónvarpsrekstri þegar ríkið situr sem fastast í sínu
sæti á auglýsingamarkaði?
Lítum aðeins á stöðuna á sjónvarpssviðinu í þessu samhengi.
Þar reka nú þrír aðilar auglýsingasjónvarp: íslenska ríkið með
RÚV, 365 með Stöð 2, Sýn og Sirkus og Íslenska sjónvarpsfélagið
með Skjá 1 og Skjásport.
Ef RÚV hættir að selja auglýsingar er engin ástæða til að ætla
að svigrúmið á þessum markaði breytist. Þvert á móti er ekki ólík-
legt að sess ríkisstofnunarinnar tæki þriðja einkafyrirtækið.
Að óbreyttu er morgunljóst að nýir aðilar eiga nánast enga
möguleika á að gera sig gildandi á sjónvarpssviðinu. Þar er
tilvera Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði þröskuldur sem
verður að fjarlægja. Fyrr mun aðkoma ríkisins að rekstri ljós-
vakamiðla ekki komast til nútímahorfs.
Aðkoma ríkisins að rekstri ljósvakamiðla þarf að
komast til nútímahorfs.
RÚV er hindrun
JÓn kaldal skrifar
Morgunverður frá
kl. 9:00 - 11:00
195,-
Þú átt allt gott skilið!
mánudaga - laugardaga
verslun opnar kl. 10:00
magnús þór þori ekki á
eigin verðleikum
Það má ljóst vera að Margrét Sverris-
dóttir kættist lítt við yfirlýsingu Guð-
jóns Arnars Kristinssonar, formanns
Frjálslynda flokksins, um að hann
styddi Magnús Þór til áframhaldandi
varaformennsku í flokknum. Þar með
er auðvitað ljóst að Guðjón getur ekki
líka stutt Margréti.
Af þessu tilefni skrifar Margrét á
bloggsíðu sína, margretsverris.blog.
is: „Það er alltaf verið að tala um að
konur eigi að komast áfram í pólitík
á eigin verðleikum. Veruleikinn
blasir hér grímulaus við, ég fer fram
gegn kosningabandalagi, enda hef
ég ástæðu til að ætla að Magnús
Þór hefði óttast að mæta mér
á sínum eigin verðleikum, án
fulltingis formanns.“
með alla leið
Ekki er ljóst hvað verður, ef Margrét
verður útilokuð frá embætti í Frjáls-
lynda flokknum. Átökin eru greinilega
orðin það hörð að það er ekki hægt
að útiloka það að hún yfirgefi flokk-
inn, hafni flokkurinn henni.
Aðrir flokkar hafa án efa áhuga á að
fá Margréti til liðs við sig. Þegar talað
er um lélega útkomu kvenna í prófkjör-
um er iðulega vísað til þess að skortur
sé á frambærilegum konum sem
stígi fram og sýni áhuga á
þátttöku í stjórnmálum. Er
þá ekki skortur á konum
eins og Margréti?
vistaskipti?
Rætt er um að fram-
sóknarþingmaðurinn
Kristinn H. Gunnars-
son og fyrrum Samfylkingarþingmað-
urinn Valdimar Leó Friðriksson séu
báðir mögulega að ganga til liðs við
Frjálslynda flokkinn og gæti annar
þeirra samið um makaskipti við
Margréti. Það er þó orðið ansi seint í
rassinn gripið að skipta um flokk ætli
Margrét á þing fyrir Reykvíkinga eftir
næsta vor. Prófkjör hafa þegar verið
haldin og jafnvel listar samþykktir. Þá
er auðvitað möguleikinn á sérfram-
boði eftir. Þau þrjú gætu mögulega
stofnað til sameiginlegs framboðs og
boðið fram í þremur kjördæmum. Nú,
eða boðið sig fram fyrir hönd aldraðra
sem allar líkur eru á að bjóði fram, en
hafa ekki teflt fram neinum listum.
Margrét er samt ekki búin að tapa í
varaformannsslagnum enn, þannig
að svona vangaveltur eru væntanlega
ótímabærar. svanborg@frettabladid.is