Fréttablaðið - 18.01.2007, Síða 32
[ ]
Fatalöggan var ekki hrifin
af þessum Valentino-kjól
Cameron Diaz. Ekki eru þó
allir á sama máli, enda er
leikkonan ávallt glæsileg.
Tískuspekúlantar sökkva nú tönnum sínum í fataval
stjarnanna á rauða dreglinum.
Golden Globe-verðlaunahátíðin fór fram á mánu-
daginn og eins og vera ber var mikið um dýrðir.
Stjörnurnar klæddu sig upp í sitt fínasta púss,
spásseruðu um á rauða teppinu og létu ljósmynda
sig í bak og fyrir. Ekki tókst þó öllum jafn vel upp
í klæðaburðinum, að mati tískusérfræðinga hinna
ýmsu sjónvarpsstöðva og tímarita.
Stjörnum prýddur
gullinn hnöttur
Kate Winslet í hvítum látlaus-
um kjól. Hvítur var nokkuð
áberandi á Golden
Globe í ár.
Cate Blanchett er alltaf flott og engin
undantekning var á því á rauða dregl-
inum.
Loðhúfur eru við hæfi í frostinu. Bæði ekta og óekta skinn er
flott í húfu, við úlpur, kápur eða kokkteildress. Eyrnabólga er ekki í tísku.
Verðlaunahafinn Helen Mirren var glæsi-
leg að vanda í kóngabláum kjól.
Eva Longoria líður niður rauða teppið
í sjóliðabláum kjól eftir hönnuðinn
Emanuel Ungaro.
Karl Lagerfeld útbjó þennan kjól
í spænskum senjórítustíl fyrir
Penélope Cruz.
Söngkonan
Beyoncé í
þröngum,
gylltum
kjól með
línurnar í
lagi.
Reese With-
erspoon var í
stuttum, heið-
gulum kjól eftir
Ninu Ricci.
Útsala
salaÚ
Ú lÚtsalatsa a
Vetrarútsalan
á fullu skriði!
Peysur með allt að
70% afslætti!
Bútasaumsefni á 600kr/m,
mikið úrval!
Bútasaumsbækur
á 60% afslætti
Bómullar-, silki
og ullarbolir
á 30% afslætti!
Smáralind, sími 5288800, www.drangey.is
Harðar - fisléttar
- sterkar
Léttustu
ferðatöskurnar!
®
75x57x34 4kg
kr. 19.700
62x47x28 3,2kg
kr. 14.900
53x37x23 2,4kg
kr. 7.900
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI