Fréttablaðið - 18.01.2007, Page 37

Fréttablaðið - 18.01.2007, Page 37
Tvær útsaumssýningar eru opnar hér í Reykjavík. Önnur birtir helgimyndir frá miðöldum, hin frjáls form nútímans. Útsaumur hefur átt sinn sess á íslenskum heimilum í gegnum tíðina. Sýning í Bogasal Þjóðminjasafnsins sem ber heitið Spor miðalda í íslenskum útsaumi sýnir hannyrðir kvenna frá ýmsum tímum, meðal annars veggtjöld, sessur og rúmábreiður. Mynstrin eru oftast reitir sem umlykja myndefni úr biblíunni eða kynjadýraveröld fyrri alda. Þar er til dæmis hálf rúmábreiða frá Sólheimatungu í Mýra- sýslu og þessi ábreiða varð svo fræg að fara á Heimssýninguna í París árið 1900. Þá var hún í vörslu danska þjóðminjasafnsins og þarlend frú fóðraði og lagfærði ábreiðuna svo hún yrði sýningarhæf. Í Gerðubergi er svo sýningin Í hugarheimi með litríkum og margslungnum myndum eftir unga konu, Guðrúnu Bergsdóttur. Upphaflega saumaði hún áteiknaðar myndir en fyrir sex árum byrjaði hún sjálf að skapa mynstrin eins og andinn blés henni í brjóst. Eða eins og Guð- rún Dís Jónatansdóttir í Gerðubergi orðar það: „Hún nær í einhvern veginn litan spotta í körfuna sína, þræðir nálina og heldur svo ótrauð af stað út á strammann.“ Afraksturinn er fjölskrúðugur. Myndir og veggteppi með samfléttuðum mynstrum sem margt er hægt að lesa úr. - gun FIMMTUDAGUR 18. janúar 2007 7 Neðri helmingur rúmábreiðu sem var send á Heims- sýninguna í París árið 1900 eftir að hin danska frú Fischer fóðraði hana og gerði við. Rúmábreiða með myndum úr Gamla testamentinu saumuðum með gamla krosssaumnum. Í efri er fórn Ísaks en þeim neðri Faraó og Móses. Ábreiðan er frá 17. öld og er 167 cm á lengd og 115 á breidd, sem okkur þætti líklega heldur lítið rúmteppi í dag, að minnsta kosti fyrir fullorðna. Þessi er frá Bæ í Hrúta- firði og er til sýnis á Þjóðminjasafninu. Guðrún hefur sótt námskeið hjá fullorðinsfræðslu fatlaðra en hefur sjálf þróað algerlega sinn stíl. Útsaumsmyndir Guðrúnar Bergsdóttur sem til sýnis eru í Gerðubergi fram á helgina hafa óvenjulega myndbyggingu. Sessuborð sem saumað var á öndverðri 20. öld eftir öðru eldra úr Illugastaða- kirkju í Fnjóskadal. Myndefnið er innreið Jesú í Jerúsalem og er saumað með gamla krosssaumnum. Sessuborðið er á sýningunni Með silfurbjarta nál í Bogasal Þjóðminjasafnsins. FRéttaBlaðIð/RóSa Helgimyndir og frjáls form

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.