Fréttablaðið - 18.01.2007, Page 38

Fréttablaðið - 18.01.2007, Page 38
 18. janúar 2007 FIMMTUDAGUR8 Í síðasta pistli var hér ymprað á nokkrum möguleikum úr jurtaríkinu sem grípa má til í stað kemískra efnavopna til að sigrast á skordýraplágum og annari óværu sem stundum gerir vart við sig á plöntunum okkar. En það eru ekki bara smádýr af pöddutaginu sem ásækja gróð- urinn. Allskyns örsveppir eru nefnilega líka kræfir og taka sinn toll af því flekklausa plöntulífi sem við viljum hafa í kringum okkur. Fyrst og fremst verðum við kannski vör við þetta þegar sáðplöntur og græðlingar þurfa undan að láta og hjaðna niður af einhverjum orsökum sem við sjáum ekki alltaf með berum augum. Að sjálfsögðu gildir sú almenna regla að gæta hreinlætis við fjölgun plantna. Nota alltaf ómengaða sáðmold og hrein ílát. Sjálfsagt er líka að hafa sáðílátin á björtum stað, en samt ekki í sterku sólskini þegar líða fer á veturinn. En það er sama hvað við gerum, vágestirnir koma í heimsókn af og til. Þá er gott að hafa nokkur ráð uppí í erminni til að taka á móti þeim. Það gerum við gjarnan með því að beita sveppavörnum sem þróast hafa í jurtaríkinu. Neem-tréð – Azadirachta indica – eða „indverska frelsistréð“ er náskylt mahóní-trénu. Úr fræjum, laufum og berki þess er unnin olía – neem-olía – sem er fjölvirkt eitur á sveppagróður, mítla og skordýr sem sækja á gróður. Neem-olían er „big business“ í lífrænum garð- yrkjukreðsum allt í kringum okkur og fæst þar í flestum garðyrkjuverslunum. Ég hef ekki enn séð hana í íslensk- um garðyrkjuvöruverslunum en á von á því að hún fari að fást þar. Sjálfur hef ég ekki prófað hana en kunningjar bæði austan hafs og vestan ljúka miklu lofsorði á þessa undraolíu – sem getur víst líka læknað menn og skepnur af ótal kvillum. Teatree-olía er unnin úr ástralska runnanum Mela- leuca alternifolia sem ræktaður er þar í stórum stíl til framleiðslu á þessari afurð. Olían er unnin úr laufum og berki. Hún er afar rokgjörn og smeyg og seld hér í litlum glösum í heilsubúðum og apótekum. Teatree-olía smýg- ur vel inn í allar glufur og smugur og eirir engu kvikindi sem þar kynni að leynast óvelkomið. Hún drepur mítla (t.d. kláðamaur á fólki) og skordýr – og er afar virk gegn sveppum og sveppagróum. Hefur verið notuð á húð- og hornsveppi með góðum árangri. En 7-10 dropar í 250 ml af volgu vatni sem sett er á litla úðaflösku vinna á blað- sveppunum og sigrast líka frábærlega vel á spunamítlum þegar henni er ýrt á, yfir og undir greinar og plöntulauf. Kúmenolía er unnin úr kúmenfræjum og hefur dálítið verið notuð sem rotvörn í matvælum (ostar og brauð, að ógleymdu brennivíni!). Einkum í fyrri tíð. Hún virkar vel gegn öllum myglusveppum. Kúmenolía fæst stundum í heilsubúðum. Olían er dálítið vandmeðfarin vegna þess að hún getur valdið sólbrunaútbrot- um ef hún berst á hörund sem sól nær að skína á. En það má mala kúmenfræ og gera af því seyði sem svo er hægt að úða á plöntur eftir að búið er að sía það. Kamillute – sterkt og kælt – virkar gegn mjölsvepp. Setjið nokkra dropa af matarolíu og mildri sápu saman við og úðið svo. Blá kamilluolía fæst í apótekum og heilsubúðum. Hún er virk á sveppi og smákvikindi. Fimm til sjö dropar með örðu af sápu er sett saman við 250 ml af vel volgu vatni og ýrt strax á plönturnar með úðaflösku. Maxicrop er sérlega fínunninn þangáburður sem hefur verið seldur í blómabúðum hér í marga áratugi. Einn tappi (10 ml) í lítra af vatni sem sett er í úðaflösku og úðað yfir plöntur er – auk þess að vera úrvals blaðá- burður – afar virk vörn gegn öllum blaðsveppum á frum- stigi og heldur aftur af spunamítlum og blaðlús í leiðinni. Mjög styrkjandi fyrir plönturnar vegna þess að áburður- inn inniheldur líka mikið af nauðsynlegum snefilefnum og vaxtarhvötum. Svo má auðvitað bara nota Maxicrop sem venjulegan áburð til að vökva með! Elfting – þurrkaðar og malaðar íslenskar tegundir eins og klóelfting og vallelfting eru soðnar hægt í vatni (seyddar) í svo sem tuttugu mínútur og síðan látið kólna. (Elftingarmjöl 1-2 desilítrar í hvern lítra vatns). Þá er elft- ingin síuð frá í gegnum léreftsdúk eða kaffisíu. Setjið ögn af sápu saman við vatnið og komið því í úðabrúsa. Þessu er svo úðað á plönturnar svo að þær vökni vel. Virkt gegn blaðsveppum og í kaupbæti fá plönturnar varnarhjúp sem styrkir ónæmiskerfi þeirra. Sveppavarnarlyf úr jurtum Tea-tree var lyfjabúr frumbyggja Ástralíu. Reyniviður getur verið allt frá 10 sentimetrum upp í 20 metra hár og borið blóm og ber af mörgum litum. Guðrún Th. Guðmundsdóttir segir milli 80 og 120 reynitegundir til í heiminum og fjölmargar þeirra hafa verið prófaðar hér á landi með góðum árangri. Hún ætlar að lýsa þeim nánar á fræðslufundi Garðyrkjufélags Íslands í kvöld klukkan 20, í sal Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1. Þegar hún er spurð hvort gamli íslenski reyniviðurinn sé ekki fullboðlegur lengur hlær hún og svarar. „Jú, íslenski ilmreynirinn dugar alveg ágætlega og fleiri ágætar tegundir eru líka orðnar rótgrónar hér, til dæmis Kasmír- reynir, Úlfareynir, Gráreynir, Silfurreynir og Koparreynir. Þetta er hins vegar spurning um fjölbreytni. Það eru aðrar tegund- ir sem ég ætla að fjalla um í kvöld eins og Knappareynir, Skraut- reynir, Doppureynir og Dverg- reynir en þær eru almennt ekki þekktar ennþá. Allar eiga þó að geta plumað sig vel á landinu og auðvitað er áhugavert að auka við flóruna.“ Guðrún segir tegundirnar afskaplega ólíkar. Þær beri blóm og ber í ýmsum litum og séu ýmist runnar eða einstofna tré. „Sú minnsta verður ekki mikið hærri en 10 cm. Hún er eins og lyng- motta enda heitir hún lyngreynir. Er samt með reyniblöð og kemur með bleik blóm og fullt af hvítum berjum. Mikið krútt.“ Í Grasagarðinum í Laugardal segir Guðrún vera stórt og gott reynisafn sem hún hvetur sem flesta til að skoða yfir sumartím- ann. Hún endar spjallið á að hrósa líka Garðyrkjufélaginu. „Þar er mikill þekkingarbrunn- ur um allt sem lýtur að garða- gróðri.“ gun@frettabladid.is Áhugavert að auka við íslensku flóruna Lyngreynir skreytir sig með hvítum berjum. Guðrún kann skil á mörgum tegundum reyniviðar og heldur erindi um þær í kvöld klukkan átta. FrÉTTABLAðið/ANTON Í GARÐINUM HEIMA HAfSTEINN HAflIÐASoN SKRIfAR UM AllAN GRóÐUR HEIMIlANNA 90% heimila ná Sirkus TV á ADSL kerfinu, Breiðbandinu, Digital Ísland en einnig er hægt að ná Sirkus TV með venjulegu UHF loftneti www.minnsirkus.is/sirkustv

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.